Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2022 08:28 Eins og sjá má eru vegir á Suðurnesjum rauðir. Þar er lokað en bílar eru fluttir í kippum eftir Reykjanesbrautinni. Vegaerðin Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. Appelsínugul viðvörun er vegna veðurs á Suðausturlandi. Þá er gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og Austfjörðum. Aðeins Norðlendingar virðast sleppa við slæma veðrið í dag. Viðvarnir eru í gildi út þriðjudag en þó mislengi eftir landshlutum. Haraldur Haraldsson er formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun kom í ljós að Haraldur áttaði sig ekki á því hvaða dagur væri. Þeir rynnu saman í eitt, þessir dagar sem hann hefur staðið í að hjálpa fólki vegna snjókomunnar. Fimmtíu bílar í kippum „Hér er mjög blint, mikill skafrenningur og hávaðarok. Bíll við bíl fastur,“ segir Haraldur. „Við erum að safna saman bílum í kippur, fimmtíu bílum í einu, og það fer Vegagerðaplógur á undan bílum til Reykjavíkur. Allt flug er á áætlun þannig að Vegagerðin er að koma bílum frá lokunarpósti við Hafnarfjörð og upp í flugstöð.“ Einn snjóplógur ekur Reykjanesbrautina í hvora átt. Vegagerðin hefur ákveðið að um fimmtíu bílar fylgi hverjum plóg. Haraldur telur fleiri hundruð bíla bíða eftir því að komast Reykjanesbrautina í norður. Vafalítið bíði margir eftir því að komast út á flugvöll. „Þetta er heljarinnar verkefni, að koma fólki hérna á milli. Þetta er bara einn angi. Svo eru fastir bílar hér úti um allan bæ. Það eru bílar fastir á helstu stóru götunum og verið að reyna að koma þeim í burtu til að halda opnu,“ segir Haraldur. Bílarnir sem sitja fastir tefji fyrir snjómokstri. Bílar bíða þess að komast eftir Reykjanesbraut suður til Keflavíkur.Aðsend „Ég tala ekki um þá bíla sem hefur verið skilið eftir. Þá þarf að byrja á því að hafa uppi á eiganda og svo koma þeim í burtu. Ökumenn séu ýmist að koma frá flugvellinum, á leið til vinnu eða fólk á flakki innanbæjar. „Þetta er í Reykjanesbæ, Sandgerði, Vogum... Það eru alls staðar bílar fastir.“ Hann segir flesta sýna störfum björgunarsveitar skilning. Þó séu alltaf einhverjir með stæla. Veit enginn hvað er hinum megin við lokun „Svo eru alltaf einhverjir sem troða sér í gegnum lokunina. Við erum á björgunarsveitarbíl að loka. Það sem fólk áttar sig ekki á er hvað getur verið í gangi hinum megin við lokunina. Það geta verið viðbragðsaðilar að vinna úti á götunni. Það getur verið stórhættulegt að keyra í gegnum lokunina og út í óvissuna. Það getur verið fólk að vinna á götunni við að koma bílum í burtu, umferðarslys. Það veit enginn hvað er hinum megin við lokunina.“ Hann segir snjóplógana gera gagn en í stutta stund. „Það skefur mjög glatt í. Um leið og Vegagerðarbíllinn er farinn fram hjá,“ segir Haraldur. Lumar þú á myndum eða myndskeiðum úr ófærðinni? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað. Veður Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Snjómokstur Tengdar fréttir „Löng helgi hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum“ Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum var kallað út snemma í morgun til að sinna ýmsum verkefnum tengdu óveðrinu sem nú gengur yfir landið. 19. desember 2022 07:38 Norðaustan stormur og viðvaranir Veðurstofan spáir norðaustan hvassviðri eða stormi víða um land í dag og jafnvel rok á Suðausturlandi. 19. desember 2022 07:06 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Appelsínugul viðvörun er vegna veðurs á Suðausturlandi. Þá er gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og Austfjörðum. Aðeins Norðlendingar virðast sleppa við slæma veðrið í dag. Viðvarnir eru í gildi út þriðjudag en þó mislengi eftir landshlutum. Haraldur Haraldsson er formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun kom í ljós að Haraldur áttaði sig ekki á því hvaða dagur væri. Þeir rynnu saman í eitt, þessir dagar sem hann hefur staðið í að hjálpa fólki vegna snjókomunnar. Fimmtíu bílar í kippum „Hér er mjög blint, mikill skafrenningur og hávaðarok. Bíll við bíl fastur,“ segir Haraldur. „Við erum að safna saman bílum í kippur, fimmtíu bílum í einu, og það fer Vegagerðaplógur á undan bílum til Reykjavíkur. Allt flug er á áætlun þannig að Vegagerðin er að koma bílum frá lokunarpósti við Hafnarfjörð og upp í flugstöð.“ Einn snjóplógur ekur Reykjanesbrautina í hvora átt. Vegagerðin hefur ákveðið að um fimmtíu bílar fylgi hverjum plóg. Haraldur telur fleiri hundruð bíla bíða eftir því að komast Reykjanesbrautina í norður. Vafalítið bíði margir eftir því að komast út á flugvöll. „Þetta er heljarinnar verkefni, að koma fólki hérna á milli. Þetta er bara einn angi. Svo eru fastir bílar hér úti um allan bæ. Það eru bílar fastir á helstu stóru götunum og verið að reyna að koma þeim í burtu til að halda opnu,“ segir Haraldur. Bílarnir sem sitja fastir tefji fyrir snjómokstri. Bílar bíða þess að komast eftir Reykjanesbraut suður til Keflavíkur.Aðsend „Ég tala ekki um þá bíla sem hefur verið skilið eftir. Þá þarf að byrja á því að hafa uppi á eiganda og svo koma þeim í burtu. Ökumenn séu ýmist að koma frá flugvellinum, á leið til vinnu eða fólk á flakki innanbæjar. „Þetta er í Reykjanesbæ, Sandgerði, Vogum... Það eru alls staðar bílar fastir.“ Hann segir flesta sýna störfum björgunarsveitar skilning. Þó séu alltaf einhverjir með stæla. Veit enginn hvað er hinum megin við lokun „Svo eru alltaf einhverjir sem troða sér í gegnum lokunina. Við erum á björgunarsveitarbíl að loka. Það sem fólk áttar sig ekki á er hvað getur verið í gangi hinum megin við lokunina. Það geta verið viðbragðsaðilar að vinna úti á götunni. Það getur verið stórhættulegt að keyra í gegnum lokunina og út í óvissuna. Það getur verið fólk að vinna á götunni við að koma bílum í burtu, umferðarslys. Það veit enginn hvað er hinum megin við lokunina.“ Hann segir snjóplógana gera gagn en í stutta stund. „Það skefur mjög glatt í. Um leið og Vegagerðarbíllinn er farinn fram hjá,“ segir Haraldur. Lumar þú á myndum eða myndskeiðum úr ófærðinni? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað.
Lumar þú á myndum eða myndskeiðum úr ófærðinni? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað.
Veður Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Snjómokstur Tengdar fréttir „Löng helgi hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum“ Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum var kallað út snemma í morgun til að sinna ýmsum verkefnum tengdu óveðrinu sem nú gengur yfir landið. 19. desember 2022 07:38 Norðaustan stormur og viðvaranir Veðurstofan spáir norðaustan hvassviðri eða stormi víða um land í dag og jafnvel rok á Suðausturlandi. 19. desember 2022 07:06 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Löng helgi hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum“ Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum var kallað út snemma í morgun til að sinna ýmsum verkefnum tengdu óveðrinu sem nú gengur yfir landið. 19. desember 2022 07:38
Norðaustan stormur og viðvaranir Veðurstofan spáir norðaustan hvassviðri eða stormi víða um land í dag og jafnvel rok á Suðausturlandi. 19. desember 2022 07:06
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda