Samþykkja að vernda þriðjung hafs og jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2022 11:49 COP15 ráðstefnan átti að fara fram í Kína en var færð til Kanada vegna strangra sóttvarnaráðstafana kínverskra stjórnvalda. AP/Ryan Remiorz/The Canadian Press Samkomulag sem ríki heims náðu á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika er sagt stærsta skrefið til þessa í verndun land- og hafsvæða. Það felur einnig í sér fjárhagslegan stuðning til þess að vernda líffræðilegan fjölbreytileika í þróunarríkjum. Kínverjar, sem fara með forsæti á COP15 ráðstefnunni í Montreal í Kanada birtu drög að samkomulagi í nótt. Samkvæmt því skuldbinda um 190 ríki sig til þess að vernd þrjátíu prósent land- og hafsvæða jarðar sem eru talin mikilvægt líffræðilegum fjölbreytileika fyrir árið 2030. Eins og sakir standa eru sautján prósent landsvæða og tíu prósent hafsvæða heimsins friðuð, að sögn AP-fréttastofunnar. Sérstök markmið eru einnig sett um verndun regnskóga og votlendis og sjálfbæra nýtingu líffræðilegs fjölbreytileika, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hefur aldrei verið hnattrænt friðunarmarkmið af þessari stærðargráðu áður,“ sagði Brian O'Donnell, forstöðumaður náttúruverndarsamtakanna Campaign for Nature, við blaðamenn eftir að samkomulagsdrögin voru birt. Samkomulagið skapi möguleika á að forða líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni frá hruni. Einn helsti ásteytingarsteinninn á ráðstefnunni var hvernig ætti að fjármagna aðgerðir til þess að vernda vistkerfi jarðar. Fulltrúar sjötíu Afríku-, Suður-Ameríku- og Asíuríkja gengu út af fundinum vegna þeirra deilna á miðvikudag. Ríkin féllust þannig á að safna tvö hundruð milljörðum dollara, jafnvirði meira en 28.700 milljarða íslenskra króna, til að styðja markmiðin næstu sjö árin. Framlög til þróunarríkja verði jafnframt tvöfölduð og verði að minnsta kosti tuttugu milljarðar dollara, jafnvirði um 2.870 milljarða íslenskra króna fyrir árið 2025. Loftslagsbreytingar af völdum manna, tap búsvæða, mengun og uppbygging er sögð ganga nærri líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni. Varað hefur verið við því að milljón dýra- og plöntutegunda gæti dáið út á næstu áratugum. Sum náttúruverndarsamtök gagnrýna að samkomulagsdrögin slá markmiði um að koma í veg fyrir útdauða tegunda og vernd vistkerfa á frest til 2050. Umhverfismál Kanada Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira
Kínverjar, sem fara með forsæti á COP15 ráðstefnunni í Montreal í Kanada birtu drög að samkomulagi í nótt. Samkvæmt því skuldbinda um 190 ríki sig til þess að vernd þrjátíu prósent land- og hafsvæða jarðar sem eru talin mikilvægt líffræðilegum fjölbreytileika fyrir árið 2030. Eins og sakir standa eru sautján prósent landsvæða og tíu prósent hafsvæða heimsins friðuð, að sögn AP-fréttastofunnar. Sérstök markmið eru einnig sett um verndun regnskóga og votlendis og sjálfbæra nýtingu líffræðilegs fjölbreytileika, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hefur aldrei verið hnattrænt friðunarmarkmið af þessari stærðargráðu áður,“ sagði Brian O'Donnell, forstöðumaður náttúruverndarsamtakanna Campaign for Nature, við blaðamenn eftir að samkomulagsdrögin voru birt. Samkomulagið skapi möguleika á að forða líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni frá hruni. Einn helsti ásteytingarsteinninn á ráðstefnunni var hvernig ætti að fjármagna aðgerðir til þess að vernda vistkerfi jarðar. Fulltrúar sjötíu Afríku-, Suður-Ameríku- og Asíuríkja gengu út af fundinum vegna þeirra deilna á miðvikudag. Ríkin féllust þannig á að safna tvö hundruð milljörðum dollara, jafnvirði meira en 28.700 milljarða íslenskra króna, til að styðja markmiðin næstu sjö árin. Framlög til þróunarríkja verði jafnframt tvöfölduð og verði að minnsta kosti tuttugu milljarðar dollara, jafnvirði um 2.870 milljarða íslenskra króna fyrir árið 2025. Loftslagsbreytingar af völdum manna, tap búsvæða, mengun og uppbygging er sögð ganga nærri líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni. Varað hefur verið við því að milljón dýra- og plöntutegunda gæti dáið út á næstu áratugum. Sum náttúruverndarsamtök gagnrýna að samkomulagsdrögin slá markmiði um að koma í veg fyrir útdauða tegunda og vernd vistkerfa á frest til 2050.
Umhverfismál Kanada Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira