Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu verða ekki opnaðar í fyrramálið, eins og til stóð, þar sem bilun í Hellisheiðarvirkjun reyndist umfangsmeiri en talið var í fyrstu. Við verðum með nýjustu fréttir af laugunum í beinni útsendingu.
Hundruð félagsmanna í Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni við nýsamþykkt leigubílafrumvarp innviðaráðherra. Þeir lýsa þungum áhyggjum af breytingunum og krefjast áheyrnar stjórnvalda. Við kíkjum í kaffi og kleinur til leigubílstjóra í verkfalli í kvöldfréttum.
Þá förum við yfir verðhækkanir sem dynja á landsmönnum og kynnum okkur nýjan samning um Thule-herstöðina á Grænlandi.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.