Blöskrar brjálað bruðl Bjarna í báknið Jakob Bjarnar skrifar 20. desember 2022 13:01 Páll ræðir við Birgi Ármannsson, gegnheilan Sjálfstæðismann og forseta Alþingis. Páli blöskrar að Sjálfstæðisflokkurinn skuli fara fyrir gegndarlausri aukingu ríkisútgjalda. vísir/vilhelm Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar í Eyjum og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og fyrrverandi félögum sínum tóninn og sakar þá um gegndarlausan austur úr sameiginlegum sjóðum í opinberan rekstur. Eða báknið eins og það er stundum kallað með vísun í gamalt slagorð Sjálfstæðisflokksins: Báknið burt! „Að öllu samanlögðu virðist sem allar hömlur séu brostnar varðandi aukningu ríkisútgjalda; ríkislestin er bremsulaus,“ segir Páll Magnússon á Facebook-síðu sinni í athyglisverðum pistli. Og bætir við: „Mætti kannski fara þess á leit, þó ekki væri nema við ráðherra og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, að þeir héldu lauslega með hægri hendinni í handbremsuna en slepptu ekki öllu lausu?“ Ríkisstarfsmönnum fjölgar og fjölgar Páll segir í samtali við Vísi að sér hafi blöskrað þegar hann sá atvinnuauglýsingar í blöðunum um helgina. „Ég hélt fyrst að þetta væri einhver tilviljun en komst að raun um að svona er þetta viku eftir viku. Þá fór ég að skoða yfirlitið hjá Byggðastofnun og sá þessa ótrúlegu tölu um fjölgun ríkisstarfsmanna. Almennt er ríkið einfaldlega að þenjast út með ógnvekjandi hraða.“ Bjarni formaður á síðasta fundsfundi Sjálfstæðisflokksins. Eitt sinn var slagorð Sjálfstæðisflokksins Báknið burt, en að þessu sinni var kjörorðið Frelsi... að mati Páls í merkingunni frelsi til að ausa úr sameiginlegum sjóðum almennings í bákn sem blæs út sem aldrei fyrr.vísir/vilhelm Páll rak sem sagt augu í það þegar hann fletti helgarútgáfum dagblaðanna að ríkið og stofnanir þess eru langsamlega fyrirferðarmest í mannaráðningum. „Á heilsíðu eftir heilsíðu er ríkið að falast eftir fólki til starfa. Er maður að koma í manns stað? Eru svona margir að hætta? Nei, sannarlega ekki. Bara í fyrra, 2021, fjölgaði ríkisstarfsmönnum um 1,330; mesta fjölgun á einu ári síðan Byggðastofnun fór að taka saman yfirlit um þetta. Þessi fjölgun ríkisstarfsmanna á einu ári slagar upp í heildarfjölda starfsmanna allra álveranna á Íslandi!“ segir Páll og ljóst að honum blöskrar þróunin með Sjálfstæðisflokkinn atkvæðamestan í ríkisstjórn verandi með fjármálaráðuneytið á sinni könnu. Yfirgengilegt bruðl Páll bendir á að fram hafi komið í Viðskiptablaðinu að með nýsamþykktum fjárlögum sé líka verið að setja Íslandsmet í aukningu ríkisútgjalda milli ára eða sem nemur 180 milljarða aukningu. „Það er alveg sama hvað tekjur ríkisins aukast mikið – það tekst alltaf að auka útgjöldin meira. Hallinn á rekstri ríkisins stefnir í 120 milljarða á næsta ári. Samt eru covid-útgjöldin búin. Ofan á þessar meginlínur bætast öskrandi dæmi um yfirgengilegt bruðl eins og að kaupa skrifstofur fyrir eitt ráðuneyti á 6000 milljónir króna – í dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi á dýrustu lóð á Íslandi. Fyrir ráðuneyti sem þyrfti ekki einu sinni að vera í Reykjavík,“ segir Páll forviða. Fjárlagafrumvarp 2023 Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Að öllu samanlögðu virðist sem allar hömlur séu brostnar varðandi aukningu ríkisútgjalda; ríkislestin er bremsulaus,“ segir Páll Magnússon á Facebook-síðu sinni í athyglisverðum pistli. Og bætir við: „Mætti kannski fara þess á leit, þó ekki væri nema við ráðherra og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, að þeir héldu lauslega með hægri hendinni í handbremsuna en slepptu ekki öllu lausu?“ Ríkisstarfsmönnum fjölgar og fjölgar Páll segir í samtali við Vísi að sér hafi blöskrað þegar hann sá atvinnuauglýsingar í blöðunum um helgina. „Ég hélt fyrst að þetta væri einhver tilviljun en komst að raun um að svona er þetta viku eftir viku. Þá fór ég að skoða yfirlitið hjá Byggðastofnun og sá þessa ótrúlegu tölu um fjölgun ríkisstarfsmanna. Almennt er ríkið einfaldlega að þenjast út með ógnvekjandi hraða.“ Bjarni formaður á síðasta fundsfundi Sjálfstæðisflokksins. Eitt sinn var slagorð Sjálfstæðisflokksins Báknið burt, en að þessu sinni var kjörorðið Frelsi... að mati Páls í merkingunni frelsi til að ausa úr sameiginlegum sjóðum almennings í bákn sem blæs út sem aldrei fyrr.vísir/vilhelm Páll rak sem sagt augu í það þegar hann fletti helgarútgáfum dagblaðanna að ríkið og stofnanir þess eru langsamlega fyrirferðarmest í mannaráðningum. „Á heilsíðu eftir heilsíðu er ríkið að falast eftir fólki til starfa. Er maður að koma í manns stað? Eru svona margir að hætta? Nei, sannarlega ekki. Bara í fyrra, 2021, fjölgaði ríkisstarfsmönnum um 1,330; mesta fjölgun á einu ári síðan Byggðastofnun fór að taka saman yfirlit um þetta. Þessi fjölgun ríkisstarfsmanna á einu ári slagar upp í heildarfjölda starfsmanna allra álveranna á Íslandi!“ segir Páll og ljóst að honum blöskrar þróunin með Sjálfstæðisflokkinn atkvæðamestan í ríkisstjórn verandi með fjármálaráðuneytið á sinni könnu. Yfirgengilegt bruðl Páll bendir á að fram hafi komið í Viðskiptablaðinu að með nýsamþykktum fjárlögum sé líka verið að setja Íslandsmet í aukningu ríkisútgjalda milli ára eða sem nemur 180 milljarða aukningu. „Það er alveg sama hvað tekjur ríkisins aukast mikið – það tekst alltaf að auka útgjöldin meira. Hallinn á rekstri ríkisins stefnir í 120 milljarða á næsta ári. Samt eru covid-útgjöldin búin. Ofan á þessar meginlínur bætast öskrandi dæmi um yfirgengilegt bruðl eins og að kaupa skrifstofur fyrir eitt ráðuneyti á 6000 milljónir króna – í dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi á dýrustu lóð á Íslandi. Fyrir ráðuneyti sem þyrfti ekki einu sinni að vera í Reykjavík,“ segir Páll forviða.
Fjárlagafrumvarp 2023 Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira