Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2022 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2022 09:15 Efri röð frá vinstri: Guðni, Hreinn, Inga, Vilhjálmur og Steinunn. Neðri röð frá vinstri: Haraldur, Birgit, Þórarinn, Hrefna og Arnór Ingi. Vísir Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á manni ársins 2022 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Tæplega átján hundruð tilnefndu á Vísi og nokkur fjöldi til viðbótar í símatíma Reykjavík síðdegis. Lilja Katrín, Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Guðmundur Felix Grétarsson var útnefndur maður ársins í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 29. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Arnór Ingi Davíðsson fjórtán ára drengur sýndi mikið snarræði og hárrétt viðbrögð þegar hann bjargaði tíu ára bróður sínum úr snjóflóði sem féll við hlíðar Hamarsins í Hveragerði þar sem þeir voru að leika sér á sleða. Birgit Raschhofer fór fyrir hópi kvenna sem kenndi úkraínskum konum hér á landi að prjóna og stofnaði til reglulegra prjónakvölda. Úr varð gríðarlegt magn prjónaðra peysa og sokka sem voru send til Úkraínu í desember. Guðni Guðmundsson bóndi á Þverlæk hefur safnað tuttugu milljón krónum með dósasöfnun í Rangárvallasýslu undanfarin sautján ár. Allur ágóðinn hefur farið til íþróttafélaga svo börn geti æft íþróttir í sýslunni ókeypis. Haraldur Ingi Þorleifsson hefur barist fyrir bættu aðgengi fólks með fötlun. Þar ber hæst verkefnið Römpum upp Ísland. Þá hefur hann aðstoðað þolendur kynferðisofbeldis. Hrefna Þórarinsdóttir hefur vakið athygli fyrir vel unnin störf sem forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvar Samtakanna 78. Þar eiga hinsegin börn öruggt skjól og fá að vera þau sjálf. Hreinn Heiðar Jóhannsson björgunarsveitarmaður bjargaði barni á leikskólaaldri úr sprungu á Þingvöllum í febrúar. Degi fyrr bjargaði hann konu á göngu í blindbyl á Lyngdalsheiði. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, stendur vaktina fyrir þá sem minna mega sín hvort sem um er að ræða fátæka, öryrkja eða eldri borgara. Hún lét til sín taka í umræðum um eingreiðslur til öryrkja í desember. Steinunn Árnadóttir, organisti í Borgarnesi og hestakona, vakti athygli á illri meðferð hrossa í Borgarfirði til margra ára. Neyðarköll hennar leiddu til aðgerða af hálfu yfirvalda. Vilhjálmur Sigurðsson, fastagestur á Benzin-café við Grensásveg, óð fótbrotinn inn í brennandi strætisvagn, slökkti eldinn og leiddi farþega út úr vagninum. Þórarinn Ingi Ingason þyrluflugstjóri fór fyrir áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sem bakkaði inn Skutulsfjörð í aftakaveðri þegar sækja þurfti alvarlega veikan sjúkling á Ísafjörð. Hver á skilið nafnbótina maður ársins 2022? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan. Fréttir ársins 2022 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Lilja Katrín, Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Guðmundur Felix Grétarsson var útnefndur maður ársins í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 29. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Arnór Ingi Davíðsson fjórtán ára drengur sýndi mikið snarræði og hárrétt viðbrögð þegar hann bjargaði tíu ára bróður sínum úr snjóflóði sem féll við hlíðar Hamarsins í Hveragerði þar sem þeir voru að leika sér á sleða. Birgit Raschhofer fór fyrir hópi kvenna sem kenndi úkraínskum konum hér á landi að prjóna og stofnaði til reglulegra prjónakvölda. Úr varð gríðarlegt magn prjónaðra peysa og sokka sem voru send til Úkraínu í desember. Guðni Guðmundsson bóndi á Þverlæk hefur safnað tuttugu milljón krónum með dósasöfnun í Rangárvallasýslu undanfarin sautján ár. Allur ágóðinn hefur farið til íþróttafélaga svo börn geti æft íþróttir í sýslunni ókeypis. Haraldur Ingi Þorleifsson hefur barist fyrir bættu aðgengi fólks með fötlun. Þar ber hæst verkefnið Römpum upp Ísland. Þá hefur hann aðstoðað þolendur kynferðisofbeldis. Hrefna Þórarinsdóttir hefur vakið athygli fyrir vel unnin störf sem forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvar Samtakanna 78. Þar eiga hinsegin börn öruggt skjól og fá að vera þau sjálf. Hreinn Heiðar Jóhannsson björgunarsveitarmaður bjargaði barni á leikskólaaldri úr sprungu á Þingvöllum í febrúar. Degi fyrr bjargaði hann konu á göngu í blindbyl á Lyngdalsheiði. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, stendur vaktina fyrir þá sem minna mega sín hvort sem um er að ræða fátæka, öryrkja eða eldri borgara. Hún lét til sín taka í umræðum um eingreiðslur til öryrkja í desember. Steinunn Árnadóttir, organisti í Borgarnesi og hestakona, vakti athygli á illri meðferð hrossa í Borgarfirði til margra ára. Neyðarköll hennar leiddu til aðgerða af hálfu yfirvalda. Vilhjálmur Sigurðsson, fastagestur á Benzin-café við Grensásveg, óð fótbrotinn inn í brennandi strætisvagn, slökkti eldinn og leiddi farþega út úr vagninum. Þórarinn Ingi Ingason þyrluflugstjóri fór fyrir áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sem bakkaði inn Skutulsfjörð í aftakaveðri þegar sækja þurfti alvarlega veikan sjúkling á Ísafjörð. Hver á skilið nafnbótina maður ársins 2022? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan.
Fréttir ársins 2022 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira