„Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. desember 2022 18:29 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Ástandinu á Keflavíkurflugvelli hefur hins vegar verið lýst sem martraðarkenndu þar sem fjöldi fólks hefur þurft að dvelja vegna aflýstra flugferða. Svona var ástandið á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag.vísir Sigurður Ingi ræddi ástandið við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis. Hann var meðal annars spurður út í hvort að yfirvöld hafi ekki lært neitt á síðasta vetri þegar svipað veður gekk yfir með álíka afleiðingum. „Þá ræddi ég nú við veðurfræðinga sem sögðu að veðrið hafi verið óvenju vont óvenju lengi. Áður fyrr komu hvellir sem gengu yfir á nokkrum klukkutímum, síðan var hægt að moka og úr varð ágætur dagur þó fleiri hvellir kæmu daginn þar á eftir.“ Þá ræddi hann að erfitt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjanesbrautarinnar. Sé ákvörðun tekin of seint sitja fleiri bílar fastir þannig að gríðarlegan tíma tekur að losa þá og koma til byggða. Hins vegar sé það einnig gagnrýnt þegar ákvörðun er tekin skjótt. „Á meðan flugvöllurinn er opinn þá hljótum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að vegirnir til og frá flugvellinum verði opnir. Auðvitað getur komið veður þar sem við ráðum ekki við það tímabundið, en þá þarf það tímabil að vera eins stutt og hægt er,“ segir Sigurður Ingi. Staðfesti tilverurétt Reykjavíkurflugvallar Sigurður nefnir að skoða verði hvort Vegagerðin hafi nægjanlegar heimildir til að draga bíla á brott. „Menn hafa stundum reynt svona fylgdarakstur snjóruðningsbíla. Það endar hins vegar oftast með því að röðin verði of löng, þegar að veðrið er orðið þannig að síðasti bíllinn byrjar að stoppa. Þá er sú leið orðin lokuð.“ Hann segist vera búinn að kalla saman fólk í dag til að finna endanlega lausn á þessu vandamáli. Sigurður Ingi tekur einnig undir það að ástandið staðfesti tilverurétt Reykjavíkurflugvallar. „Ég hef unnið að því og náð samkomulagi um það að Reykjavíkurflugvöllur verði þar sem hann er þangað til annar, nýr og betri flugvöllur er kominn. Það er ekki að gerast á næstu árum og ég held að við ættum að hætta að tala um þetta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Veður Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Snjómokstur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Ástandinu á Keflavíkurflugvelli hefur hins vegar verið lýst sem martraðarkenndu þar sem fjöldi fólks hefur þurft að dvelja vegna aflýstra flugferða. Svona var ástandið á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag.vísir Sigurður Ingi ræddi ástandið við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis. Hann var meðal annars spurður út í hvort að yfirvöld hafi ekki lært neitt á síðasta vetri þegar svipað veður gekk yfir með álíka afleiðingum. „Þá ræddi ég nú við veðurfræðinga sem sögðu að veðrið hafi verið óvenju vont óvenju lengi. Áður fyrr komu hvellir sem gengu yfir á nokkrum klukkutímum, síðan var hægt að moka og úr varð ágætur dagur þó fleiri hvellir kæmu daginn þar á eftir.“ Þá ræddi hann að erfitt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjanesbrautarinnar. Sé ákvörðun tekin of seint sitja fleiri bílar fastir þannig að gríðarlegan tíma tekur að losa þá og koma til byggða. Hins vegar sé það einnig gagnrýnt þegar ákvörðun er tekin skjótt. „Á meðan flugvöllurinn er opinn þá hljótum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að vegirnir til og frá flugvellinum verði opnir. Auðvitað getur komið veður þar sem við ráðum ekki við það tímabundið, en þá þarf það tímabil að vera eins stutt og hægt er,“ segir Sigurður Ingi. Staðfesti tilverurétt Reykjavíkurflugvallar Sigurður nefnir að skoða verði hvort Vegagerðin hafi nægjanlegar heimildir til að draga bíla á brott. „Menn hafa stundum reynt svona fylgdarakstur snjóruðningsbíla. Það endar hins vegar oftast með því að röðin verði of löng, þegar að veðrið er orðið þannig að síðasti bíllinn byrjar að stoppa. Þá er sú leið orðin lokuð.“ Hann segist vera búinn að kalla saman fólk í dag til að finna endanlega lausn á þessu vandamáli. Sigurður Ingi tekur einnig undir það að ástandið staðfesti tilverurétt Reykjavíkurflugvallar. „Ég hef unnið að því og náð samkomulagi um það að Reykjavíkurflugvöllur verði þar sem hann er þangað til annar, nýr og betri flugvöllur er kominn. Það er ekki að gerast á næstu árum og ég held að við ættum að hætta að tala um þetta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Veður Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Snjómokstur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
„Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32