Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Reykjanesbraut var loks opnuð aftur í dag og einhverjir farþegar sem höfðu setið fastir í Keflavík voru fluttir með þotu til Reykjavíkur. Enn bíða þó margir á flugvellinum og ferðaplön mörgþúsund farþega eru í uppnámi.

Við verðum í beinni frá Keflavíkurflugvelli í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ræðum við farþega sem hafa verið tepptir sólarhringum saman og heyrum í forstjóra Icelandair um ástandið.

Álögur á bíleigendur um áramótin hækka mun meira en sem nemur verðlagshækkunum, samkvæmt bandormi ríkisstjórnarinnar, sem Alþingi samþykkti fyrir helgi. Ýmis önnur gjöld hækka einnig og við förum yfir málið í kvöldfréttum.

Þá kynnum við okkur uppbyggingu í Keldnalandi og hittum starfsmenn sundlauganna í Reykjavík sem nýttu lokun lauganna fyrir jólahreingerningu.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×