Ronaldo yfirgaf United á meðan heimsmeistaramótinu í Katar stóð eftir að hafa gert allt vitlaust með viðtali hjá Piers Morgan þar sem hann gagnrýndi allt og alla hjá félaginu.
Leikmenn Burnley fá því ekki tækifæri til að mæta Ronaldo í kvöld. Jóhann Berg segir að það sé svekkjandi fyrir yngri leikmenn liðsins.
„Ég hef spilað nokkrum sinnum við hann en ungu leikmennirnir eru eflaust svekktir að fá ekki tækifæri til að spila á móti honum,“ sagði Jóhann Berg á blaðamannafundi fyrir leikinn.
„Þú vilt spila við þá bestu og strákarnir misstu af tækifærinu. En hann er þá ekki vandamál fyrir okkur því hann er enn hættulegur í vítateignum. Svo þetta gæti verið gott fyrir okkur.“
Jóhann Berg mætti Ronaldo meðal annars í fyrsta leik Íslands á stórmóti, á EM 2016. Íslendingar og Portúgalir gerðu þá 1-1 jafntefli. Jóhann Berg lagði upp mark Íslands fyrir Birki Bjarnason.
Burnley er með þriggja stiga forskot á toppi ensku B-deildarinnar. Liðið vann Middlesbrough, 3-1, í síðasta leik sínum.