Verð sérbýla leiðir lækkun íbúðaverðs Árni Sæberg skrifar 21. desember 2022 11:43 Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu fer lækkandi. Vísir/Vilhelm Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,3 prósent í nóvember frá október. Ástæða lækkunarinnar er 1,2 prósent lækkun verðs sérbýla en verð íbúða í fjölbýli stendur í stað. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Lækkunin í nóvember kemur í kjölfar hækkana síðustu tvo mánuði á undan. Lækkun í ágúst síðastliðnum var sú fyrsta frá því í nóvember árið 2019, að því er segir í pistli á vef Íslandsbanka um málið. Þar segir íbúðamarkaður hafi róast að undanförnu. Í nóvember hafi um 550 kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu verið þinglýst, sem sé svipaður fjöldi og hefur verið undanfarna mánuði, eða frá því að íbúðamarkaðurinn tók að kólna síðasta sumar. Til samanburðar hafi ríflega 700 kaupsamningum verið þinglýst í maí og júní. „Við spáum því að íbúðamarkaðurinn muni stefna í visst jafnvægi og sigla lygnan sjó á komandi mánuðum. Verð á íbúðamarkaði hefur verið að sveiflast til og það gæti vel farið svo að verðið lækki til skemmri tíma en við teljum að til meðallangs tíma litið muni íbúðaverð þróast í takt við annað verðlag,“ segir í pistlinum. Spá meiri lækkun verðbólgu Landsbankinn gerir lækkun íbúðaverðs einnig að viðfangsefni sínu í hagsjánni sem birt var í dag. Þar segir að nýjast mæling Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi áhrif á skammtímaverðbólguspá bankans til lækkunar. Spáin hliðrast um 0,1 prósentustig niður á við. Því spáir bankinn nú 9,5 prósent verðbólgu í desember í stað 9,6 prósent. Þá lækkar spáin fyrir desember næsta árs úr 7,9 prósent í 7,8 prósent. Þá segir í hagsjánni að rólegri íbúðamarkaður sé stór þáttur í hjöðnun verðbólgunnar og nýjustu tölur bendi til þess að markaðurinn sé farinn að róast. Færri kaupsamningar séu alla jafna undirritaðir nú og samkvæmt gögnum HMS seljist nú hlutfallslega færri íbúðir yfir ásettu verði. Fasteignamarkaður Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Lækkunin í nóvember kemur í kjölfar hækkana síðustu tvo mánuði á undan. Lækkun í ágúst síðastliðnum var sú fyrsta frá því í nóvember árið 2019, að því er segir í pistli á vef Íslandsbanka um málið. Þar segir íbúðamarkaður hafi róast að undanförnu. Í nóvember hafi um 550 kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu verið þinglýst, sem sé svipaður fjöldi og hefur verið undanfarna mánuði, eða frá því að íbúðamarkaðurinn tók að kólna síðasta sumar. Til samanburðar hafi ríflega 700 kaupsamningum verið þinglýst í maí og júní. „Við spáum því að íbúðamarkaðurinn muni stefna í visst jafnvægi og sigla lygnan sjó á komandi mánuðum. Verð á íbúðamarkaði hefur verið að sveiflast til og það gæti vel farið svo að verðið lækki til skemmri tíma en við teljum að til meðallangs tíma litið muni íbúðaverð þróast í takt við annað verðlag,“ segir í pistlinum. Spá meiri lækkun verðbólgu Landsbankinn gerir lækkun íbúðaverðs einnig að viðfangsefni sínu í hagsjánni sem birt var í dag. Þar segir að nýjast mæling Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi áhrif á skammtímaverðbólguspá bankans til lækkunar. Spáin hliðrast um 0,1 prósentustig niður á við. Því spáir bankinn nú 9,5 prósent verðbólgu í desember í stað 9,6 prósent. Þá lækkar spáin fyrir desember næsta árs úr 7,9 prósent í 7,8 prósent. Þá segir í hagsjánni að rólegri íbúðamarkaður sé stór þáttur í hjöðnun verðbólgunnar og nýjustu tölur bendi til þess að markaðurinn sé farinn að róast. Færri kaupsamningar séu alla jafna undirritaðir nú og samkvæmt gögnum HMS seljist nú hlutfallslega færri íbúðir yfir ásettu verði.
Fasteignamarkaður Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira