Vonar að hreyfingin geti staðið þéttar saman fyrir næstu samninga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. desember 2022 19:39 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur félagsmenn sína hafa tekið upplýsta ákvörðun. Vísir/Vilhelm Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna í VR, Landssambandi verslunarmanna og samfloti iðn- og tæknimanna hefur samþykkt skammtímasamning við Samtök atvinnulífsins. Formaður VR bindur vonir við að Efling nái að semja sem fyrst og að hreyfingin standi þéttar saman fyrir næstu samninga. Alls greiddu tæplega 82 prósent félagsmanna atkvæði með samningi VR við Samtök atvinnulífsins, sem var undirritaður í síðustu viku. Af tæplega 40 þúsund félagsmönnum greiddi um fjórðungur atkvæði, sem er metþátttaka. Þá var samningur VR við Félag atvinnurekenda einnig samþykktur í dag. Ríflega 39 þúsund voru á kjörskrá fyrir atkvæðagreiðsluna um samning VR við SA.Grafík/Sara Rut Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir niðurstöðuna hafa verið mjög afgerandi en sjálfur hafði hann sagt eftir undirritun í síðustu viku að þau hafi ekki komist lengra í viðræðunum. „Ég held að okkar fólk hafi alveg vitað í hvaða fasa við værum að fara ef að þessi samningur yrði felldur, það er að segja að fara þá í að gera atlögu að lengri samningi með tilheyrandi átökum. Þannig ég held að fólk hafi bara tekið upplýsta ákvörðun,“ segir Ragnar. Félagsmenn í Starfsgreinasambandinu samþykktu sinn samning fyrr í vikunni með afgerandi meirihluta en alls er þar um að ræða um 72 þúsund manns og eru því tvö stærstu félögin komin með samninga. Af þeim um það bil 224 þúsund manns sem eru á vinnumarkaði, samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar, eru meira en helmingur félagar í Starfsgreinasambandinu, VR og Eflingu.Grafík/Sara Rut Þriðja stærsta félagið, Efling, hefur ekki enn náð að semja fyrir sína félagsmenn, sem voru að meðaltali 26 þúsund talsins í fyrra. Meira en helmingur allra sem eru á vinnumarkaði eiga aðild að þessum þremur verkalýðsfélögum. Ragnar segir þungt að horfa á eftir félögum sínum með ókláraðan samning en Efling fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun með nýju tilboði. „Mín von er bara sú að hreyfingin geti staðið þéttar saman í aðdraganda næstu kjarasamninga eða langtímasamnings. Ég vona bara að það gangi eftir og ég vona að Efling nái að landa góðum samningi fyrir sitt fólk eins fljótt og hægt er,“ segir Ragnar. Stjórnvöld geti auðveldað næstu samninga með því að grípa til aðgerða á húsnæðismarkaði og setja neyðarlög á leigumarkaði. Þörf sé á neyðaraðgerðum þar sem óvissan sé áfram mikil hjá fólkinu í landinu. „Þarna hefði ég viljað sjá stjórnvöld stíga sterkara inn í og okkur í verkalýðshreyfingunni mynda meiri þrýsting. Þetta eru stóru viðfangsefnin en eina óvissan sem er í atvinnulífinu er bara hversu mikið meiri hagnaðurinn verður í ár miðað við metárið í fyrra,“ segir Ragnar. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Félagsmenn RSÍ samþykktu kjarasamning Félagsmenn Rafiðnaðarsambands Íslands samþykktu kjarasamning við Samtök Atvinnulífsins í dag. 21. desember 2022 15:22 Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga við SA og FA Félagsmenn VR hafa samþykkt kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda en atkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag og voru niðurstöðurnar kynntar rétt í þessu. Báðir samningar voru samþykktir með yfir 80 prósent atkvæða. 21. desember 2022 14:56 86 prósent sögðu já við nýjum kjarasamningi SGS við SA Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna hjá sautján af nítján félögum Starfsgreinasambandsins sögðu já við nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Í fimmtán af sautján félögum var samningurinn samþykktur með yfir áttatíu prósent atkvæða. Þáttaka var lítil í kosningunum en aðeins sautján prósent félagsmanna tóku afstöðu til samningsins. 19. desember 2022 13:51 Sólveig Anna fullviss um að ná fram kröfum Eflingar Formaður Eflingar segir launahækkanir í samningi Starfsgreinasambandsins ekki duga hennar fólki og telur ólíklegt að samningar takist fyrir jól. Framkvæmdastjóri SA segir samninginn aftur á móti tryggja verkafólki kaupmáttaraukningu og meira væri ekki í boði. 16. desember 2022 17:45 „Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Alls greiddu tæplega 82 prósent félagsmanna atkvæði með samningi VR við Samtök atvinnulífsins, sem var undirritaður í síðustu viku. Af tæplega 40 þúsund félagsmönnum greiddi um fjórðungur atkvæði, sem er metþátttaka. Þá var samningur VR við Félag atvinnurekenda einnig samþykktur í dag. Ríflega 39 þúsund voru á kjörskrá fyrir atkvæðagreiðsluna um samning VR við SA.Grafík/Sara Rut Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir niðurstöðuna hafa verið mjög afgerandi en sjálfur hafði hann sagt eftir undirritun í síðustu viku að þau hafi ekki komist lengra í viðræðunum. „Ég held að okkar fólk hafi alveg vitað í hvaða fasa við værum að fara ef að þessi samningur yrði felldur, það er að segja að fara þá í að gera atlögu að lengri samningi með tilheyrandi átökum. Þannig ég held að fólk hafi bara tekið upplýsta ákvörðun,“ segir Ragnar. Félagsmenn í Starfsgreinasambandinu samþykktu sinn samning fyrr í vikunni með afgerandi meirihluta en alls er þar um að ræða um 72 þúsund manns og eru því tvö stærstu félögin komin með samninga. Af þeim um það bil 224 þúsund manns sem eru á vinnumarkaði, samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar, eru meira en helmingur félagar í Starfsgreinasambandinu, VR og Eflingu.Grafík/Sara Rut Þriðja stærsta félagið, Efling, hefur ekki enn náð að semja fyrir sína félagsmenn, sem voru að meðaltali 26 þúsund talsins í fyrra. Meira en helmingur allra sem eru á vinnumarkaði eiga aðild að þessum þremur verkalýðsfélögum. Ragnar segir þungt að horfa á eftir félögum sínum með ókláraðan samning en Efling fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun með nýju tilboði. „Mín von er bara sú að hreyfingin geti staðið þéttar saman í aðdraganda næstu kjarasamninga eða langtímasamnings. Ég vona bara að það gangi eftir og ég vona að Efling nái að landa góðum samningi fyrir sitt fólk eins fljótt og hægt er,“ segir Ragnar. Stjórnvöld geti auðveldað næstu samninga með því að grípa til aðgerða á húsnæðismarkaði og setja neyðarlög á leigumarkaði. Þörf sé á neyðaraðgerðum þar sem óvissan sé áfram mikil hjá fólkinu í landinu. „Þarna hefði ég viljað sjá stjórnvöld stíga sterkara inn í og okkur í verkalýðshreyfingunni mynda meiri þrýsting. Þetta eru stóru viðfangsefnin en eina óvissan sem er í atvinnulífinu er bara hversu mikið meiri hagnaðurinn verður í ár miðað við metárið í fyrra,“ segir Ragnar.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Félagsmenn RSÍ samþykktu kjarasamning Félagsmenn Rafiðnaðarsambands Íslands samþykktu kjarasamning við Samtök Atvinnulífsins í dag. 21. desember 2022 15:22 Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga við SA og FA Félagsmenn VR hafa samþykkt kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda en atkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag og voru niðurstöðurnar kynntar rétt í þessu. Báðir samningar voru samþykktir með yfir 80 prósent atkvæða. 21. desember 2022 14:56 86 prósent sögðu já við nýjum kjarasamningi SGS við SA Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna hjá sautján af nítján félögum Starfsgreinasambandsins sögðu já við nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Í fimmtán af sautján félögum var samningurinn samþykktur með yfir áttatíu prósent atkvæða. Þáttaka var lítil í kosningunum en aðeins sautján prósent félagsmanna tóku afstöðu til samningsins. 19. desember 2022 13:51 Sólveig Anna fullviss um að ná fram kröfum Eflingar Formaður Eflingar segir launahækkanir í samningi Starfsgreinasambandsins ekki duga hennar fólki og telur ólíklegt að samningar takist fyrir jól. Framkvæmdastjóri SA segir samninginn aftur á móti tryggja verkafólki kaupmáttaraukningu og meira væri ekki í boði. 16. desember 2022 17:45 „Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Félagsmenn RSÍ samþykktu kjarasamning Félagsmenn Rafiðnaðarsambands Íslands samþykktu kjarasamning við Samtök Atvinnulífsins í dag. 21. desember 2022 15:22
Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga við SA og FA Félagsmenn VR hafa samþykkt kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda en atkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag og voru niðurstöðurnar kynntar rétt í þessu. Báðir samningar voru samþykktir með yfir 80 prósent atkvæða. 21. desember 2022 14:56
86 prósent sögðu já við nýjum kjarasamningi SGS við SA Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna hjá sautján af nítján félögum Starfsgreinasambandsins sögðu já við nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Í fimmtán af sautján félögum var samningurinn samþykktur með yfir áttatíu prósent atkvæða. Þáttaka var lítil í kosningunum en aðeins sautján prósent félagsmanna tóku afstöðu til samningsins. 19. desember 2022 13:51
Sólveig Anna fullviss um að ná fram kröfum Eflingar Formaður Eflingar segir launahækkanir í samningi Starfsgreinasambandsins ekki duga hennar fólki og telur ólíklegt að samningar takist fyrir jól. Framkvæmdastjóri SA segir samninginn aftur á móti tryggja verkafólki kaupmáttaraukningu og meira væri ekki í boði. 16. desember 2022 17:45
„Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23