Sólveig Anna segir Eflingu hafa komið til móts við SA en vill meiri hækkanir Atli Ísleifsson og Heimir Már Pétursson skrifa 22. desember 2022 09:58 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, á fundinum í morgun. Hann hefur glímst við smávægileg veikindi síðustu daga og notast því við klút til að draga úr líkum á að hann smiti aðra. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að félagið hafi komið til móts við Samtök atvinnulífsins með nýju samningstilboði sem kynnt var í gær. Hún segir þó alveg ljóst að verka- og láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu þurfi meiri hækkanir en samið hafi verið um í samningum við Starfsgreinasambandið. Þetta sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu fyrir fund samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í húsnæði ríkissáttasemjara sem hófst klukkan níu í morgun. „Við höfum komið til móts við Samtök atvinnulífsins, en við stöndum föst á þeirri kröfu okkar að verka- og láglaunafólk höfuðborgarsvæðisins þarf meiri hækkanir en undirritaðar voru í samningi Samtaka atvinnulífsins við Starfsgreinasambandið. En við höfum komið til móts við samtökin [SA] og sýnum aftur ríkulegan vilja okkar til að ná samningum,“ segir Sólveig Anna. Í nýju tilboði Eflingar er samþykkt að hagvaxtarauki sem bætast átti á laun í apríl á næsta ári falli niður en á móti komi aðra launaliðshækkanir. Aðspurð um hvort að um sé að ræða eftirgjöf af hálfu Eflingar segir Sólveig Anna að Efling sé með þessu að mæta þeirri stöðu sem upp er komin. „Við föllumst á þetta.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mætti ásamt öðrum í samninganefnd Eflingar í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. Hún segir að Efling vilji sama samningstíma og samið hefur verið um – afturvirkan frá 1. nóvember og svo úr lok janúar 2024. En er hún bjartsýn á að það takist að semja fyrir jól? „Við skulum sjá hvað gerist í dag.“ Við upphaf fundarins í morgun.Vísir/Vilhelm Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Þetta sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu fyrir fund samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í húsnæði ríkissáttasemjara sem hófst klukkan níu í morgun. „Við höfum komið til móts við Samtök atvinnulífsins, en við stöndum föst á þeirri kröfu okkar að verka- og láglaunafólk höfuðborgarsvæðisins þarf meiri hækkanir en undirritaðar voru í samningi Samtaka atvinnulífsins við Starfsgreinasambandið. En við höfum komið til móts við samtökin [SA] og sýnum aftur ríkulegan vilja okkar til að ná samningum,“ segir Sólveig Anna. Í nýju tilboði Eflingar er samþykkt að hagvaxtarauki sem bætast átti á laun í apríl á næsta ári falli niður en á móti komi aðra launaliðshækkanir. Aðspurð um hvort að um sé að ræða eftirgjöf af hálfu Eflingar segir Sólveig Anna að Efling sé með þessu að mæta þeirri stöðu sem upp er komin. „Við föllumst á þetta.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mætti ásamt öðrum í samninganefnd Eflingar í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. Hún segir að Efling vilji sama samningstíma og samið hefur verið um – afturvirkan frá 1. nóvember og svo úr lok janúar 2024. En er hún bjartsýn á að það takist að semja fyrir jól? „Við skulum sjá hvað gerist í dag.“ Við upphaf fundarins í morgun.Vísir/Vilhelm
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira