Lopaskortur á Íslandi: „Ekkert lúxusvandamál“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. desember 2022 16:56 Ístex er eitt stærsta ullarvinnslufyrirtæki landsins sem framleiðir handprjónaband úr íslenskri ull, þar á meðal Álafosslopa, Einbandi, Jöklalopa, Léttlopa og Plötulopa. Ístex Handóðir prjónarar og annað hannyrðafólk hefur líklega ekki farið varhuga af lopaskorti sem ríkir á landinu. Framkvæmdastjóri Ístex segir að fyrirtækið anni hreinlega ekki eftirspurn. Það sé hinsvegar ekki lúxusvandi heldur raunverulegt vandamál. Ístex er eitt stærsta ullarvinnslufyrirtæki landsins sem framleiðir handprjónaband úr íslenskri ull, þar á meðal Álafosslopa, Einbandi, Jöklalopa, Léttlopa og Plötulopa. Í samtali við fréttastofu segir Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex að allra leiða sé leitað til að auka afköstin en staðan sé núna sú að fyrirtækið anni ekki eftirspurn. „Lopaskorturinn einskorðast ekki aðeins við Ísland heldur allan heiminn. Í Finnlandi hefur verið um 200% aukning á hverju ári undanfarin ár, eða frá 2017. En auk þess erum við að sjá aukningu í Svíþjóð, Noregi, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Við reynum eins og við getum að láta Íslandsmarkað ganga fyrir. Yngra fólk með ýmislegt á prjónunum Sigurður segir að fyrir árið 2017 hafi það mestmegnis verið eldri kynslóðir að prjóna, konur 55 ára og eldri. „Núna erum við hins vegar að sjá aukningu hjá öllum kynslóðum. Sífellt yngra fólk er að læra að prjóna. Svo breyttist eitthvað í covid og við erum að sjá sífelda aukningu.“ Ekkert lúxusvandamál „Það er alltaf verið að spyrja hvort þetta sé ekki lúxusvandamál, ég er orðinn þreyttur á því. Þetta er raunverulegt vandamál. Við erum að fjárfesta í tækjum, tólum og auknum mannskap til að auka framleiðsluna. En það er bara svona þegar maður er á stóru skipi, þá er erfitt að snúa," segir Sigurður Sævar. Föndur Prjónaskapur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Ístex er eitt stærsta ullarvinnslufyrirtæki landsins sem framleiðir handprjónaband úr íslenskri ull, þar á meðal Álafosslopa, Einbandi, Jöklalopa, Léttlopa og Plötulopa. Í samtali við fréttastofu segir Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex að allra leiða sé leitað til að auka afköstin en staðan sé núna sú að fyrirtækið anni ekki eftirspurn. „Lopaskorturinn einskorðast ekki aðeins við Ísland heldur allan heiminn. Í Finnlandi hefur verið um 200% aukning á hverju ári undanfarin ár, eða frá 2017. En auk þess erum við að sjá aukningu í Svíþjóð, Noregi, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Við reynum eins og við getum að láta Íslandsmarkað ganga fyrir. Yngra fólk með ýmislegt á prjónunum Sigurður segir að fyrir árið 2017 hafi það mestmegnis verið eldri kynslóðir að prjóna, konur 55 ára og eldri. „Núna erum við hins vegar að sjá aukningu hjá öllum kynslóðum. Sífellt yngra fólk er að læra að prjóna. Svo breyttist eitthvað í covid og við erum að sjá sífelda aukningu.“ Ekkert lúxusvandamál „Það er alltaf verið að spyrja hvort þetta sé ekki lúxusvandamál, ég er orðinn þreyttur á því. Þetta er raunverulegt vandamál. Við erum að fjárfesta í tækjum, tólum og auknum mannskap til að auka framleiðsluna. En það er bara svona þegar maður er á stóru skipi, þá er erfitt að snúa," segir Sigurður Sævar.
Föndur Prjónaskapur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira