Tímabundið bakslag í verðbólguhjöðnun var viðbúið
Stjórnmálamenn munu ekki hefja nýtt ár á að skora Hagstofuna á að breyta því hvernig vísitala neysluverðs er samsett. Það er vegna þess að vísitalan án húsnæðis hækkaði meira á milli mánaða í desember en sú sem inniheldur húsnæði. Nokkuð ljóst er að innlend fyrirtæki standa frammi fyrir miklum kostnaðarhækkunum þökk sé nýundirrituðum kjarasamningum sem gætu aukið innlendan verðbólguþrýsting á komandi mánuðum.