Innherji

Hluta­bréfa­verð Icelandair hækkar með viðsnúningi í farþega­fluginu til Ís­lands

Hörður Ægisson skrifar
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir mjög ánægjulegt að sjá aukningu á ferðalögum til Íslands á ný eftir samfelldan samdrátt síðustu sex mánuði.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir mjög ánægjulegt að sjá aukningu á ferðalögum til Íslands á ný eftir samfelldan samdrátt síðustu sex mánuði. Vísir/Egill

Eftir stöðugan samdrátt í ferðum til Íslands undanfarna mánuði varð viðsnúningur í október þegar markaðurinn tók við sér og Icelandair flutti fleiri farþega til landsins en á sama tíma fyrir ári. Hlutabréfaverð Icelandair hefur hækkað skarpt eftir birtingu á nýjum farþegatölum í morgun en samdráttur í farþegaflugi til Íslands á árinu hefur haft neikvæð áhrif á einingatekjur félagsins.


Tengdar fréttir

Telur að aukið vægi tengi­flugs muni setja þrýsting á EBIT-hlut­fall Icelandair

Þótt sumt vinni með flugfélögunum til skamms tíma, eins og meðal annars lækkandi þotueldsneytisverð, er meiri óvissa um langtímahorfurnar vegna launahækkana og lakari samkeppnisstöðu Íslands, að mati greinanda, sem tekur nokkuð niður verðmat sitt á Icelandair. Útlit er fyrir bætta afkomu á komandi árum, einkum með nýjum og sparneytnari þotum, en aukið vægi tengiflugs þýðir að langtímamarkmið flugfélagsins um átta prósenta EBIT-hlutfall er ekki innan seilingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×