Handbolti

Vísir verður í beinni frá heim­komu­partýi Arons Pálmars­sonar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Pálmarsson átti mjög góðan leik í kvöld er á leið til landsins og verður kynntur til leiks í Kaplakrika í kvöld samkvæmt heimildum fréttastofu.
Aron Pálmarsson átti mjög góðan leik í kvöld er á leið til landsins og verður kynntur til leiks í Kaplakrika í kvöld samkvæmt heimildum fréttastofu. Álaborg

Handknattleiksdeild FH hefur boðað til blaða- og stuðningsmannafundar í Sjónarhóli í Kaplakrika klukkan 20 í kvöld. Húsið verður opnað klukkan 19 og eru allir FH-ingar hvattir til að láta sjá sig.

Fram kemur í tilkynningu frá handknattleiksdeild FH að nýr leikmaður verði kynntur til leiks hjá félaginu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða landsliðsmanninn Aron Pálmarsson.

Aron er uppalinn FH-ingur en hefur spilað sem atvinnumaður í fjórtán ár. Hann tilkynnti fyrr í dag að hann væri á leiðinni til Íslands. Tími væri kominn til að vera nær fjölskyldu sinni. Hann sé alls ekki kominn heim til að enda handboltaferillinn. Raunar ætli hann sér stóra hluti með FH á komandi árum.


Tengdar fréttir

Álaborg staðfestir brottför Arons

Álaborg hefur staðfest að Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, muni yfirgefa félagið eftir tímabilið. Hann gekk í raðir þess í fyrra.

Aron á heimleið

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×