Miður sín yfir minkafaraldri Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 22. desember 2022 20:31 Ásgeir Pétursson, minkabóndi. Vísir/Bjarni Mikið minkafár hefur verið í Mosfellsbæ á síðustu vikum en íbúar eru uggandi yfir fjölda minka í bænum sem hafa valdið talsverðum usla. Minkarnir hafa drepið hænur og dúfur og minkabóndi á Dalsbúi í Mosfellssveit segist miður sín. Minkar hafa sést í miklum mæli í Mosfellsbæ að undanförnu og hefur hefur það komið af stað miklum umræðum hjá íbúum bæjarins sem eru slegnir yfir ástandinu. Dýrin hafa komist í hænsnakofa og drepið þar allt sem þeir hafa rekist á og eins komst minkur í dúfnakofa í bæjarfélaginu og drap heilar 39 dúfur á svipstundu. Minkar láta líka í sér heyra ef þeim er ógnað með háværi öskri. Fólk hefur jafnvel varað við því að börn séu látin sofa úti í vagni af ótta við minka. Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir, ræddi við fréttastofu en segir fólki almennt ekki stafa mikil hætta af minknum. „Maður hefur heyrt að konur séu hræddar um það að þeir fari í barnavagna og svoleiðis. Vissulega geta þeir farið upp í barnavagna en þeir myndu nú ekkert fara að gera neitt við barnið,“ segir Steinar. Ásgeir Pétursson, minkabóndi á Dalsbúi í Mosfellssveit segir minka hafa sloppið fyrir nokkru og segist miður sín. Það sé þó búið komast að því hvar vandinn lá. „Þetta er bara mjög erfitt og við erum í sjokki yfir þessu. Við vissum reyndar ekki um að það væri svona mikið af minkum sem hefðu sloppið út, og við vissum það ekki fyrr en Guðni á Hraðastöðum hringdi í mig og sagði „það er eitthvað að gerast hjá þér Ásgeir því ég er búinn að skjóta sjö aliminka.“ Ég var náttúrulega alveg steinhissa vegna þess að við förum yfirleitt alltaf yfir girðingar hérna og tékkum á því hvort það sé í lagi. Þegar að þetta varð þá fór ég strax út til þess að gá að þessu og labbaði hringinn í kringum búið og fann gat sem hafði myndast við það að jörðin var orðin svona beinfrosin að það hafði grjót stungist inn á milli, þannig að það kom gliðnun á milli nets sem er grafið í jörðu og nets sem er upp að blikki sem minkarnir eiga ekki að geta komist yfir,“ segir Ásgeir. Vísir/Bjarni Minkar búa yfir mikilli aðlögunarhæfni og finnast um allt höfuðborgarsvæðið, og Steinar meindýraeyðir segir þá vera að sjást meira en áður. „Það hefur verið það, hérna í Mosó og svo í Grafarvoginum. Bara síðustu vikur bara,“ segir Steinar. Mosfellsbær Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Minkar hafa sést í miklum mæli í Mosfellsbæ að undanförnu og hefur hefur það komið af stað miklum umræðum hjá íbúum bæjarins sem eru slegnir yfir ástandinu. Dýrin hafa komist í hænsnakofa og drepið þar allt sem þeir hafa rekist á og eins komst minkur í dúfnakofa í bæjarfélaginu og drap heilar 39 dúfur á svipstundu. Minkar láta líka í sér heyra ef þeim er ógnað með háværi öskri. Fólk hefur jafnvel varað við því að börn séu látin sofa úti í vagni af ótta við minka. Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir, ræddi við fréttastofu en segir fólki almennt ekki stafa mikil hætta af minknum. „Maður hefur heyrt að konur séu hræddar um það að þeir fari í barnavagna og svoleiðis. Vissulega geta þeir farið upp í barnavagna en þeir myndu nú ekkert fara að gera neitt við barnið,“ segir Steinar. Ásgeir Pétursson, minkabóndi á Dalsbúi í Mosfellssveit segir minka hafa sloppið fyrir nokkru og segist miður sín. Það sé þó búið komast að því hvar vandinn lá. „Þetta er bara mjög erfitt og við erum í sjokki yfir þessu. Við vissum reyndar ekki um að það væri svona mikið af minkum sem hefðu sloppið út, og við vissum það ekki fyrr en Guðni á Hraðastöðum hringdi í mig og sagði „það er eitthvað að gerast hjá þér Ásgeir því ég er búinn að skjóta sjö aliminka.“ Ég var náttúrulega alveg steinhissa vegna þess að við förum yfirleitt alltaf yfir girðingar hérna og tékkum á því hvort það sé í lagi. Þegar að þetta varð þá fór ég strax út til þess að gá að þessu og labbaði hringinn í kringum búið og fann gat sem hafði myndast við það að jörðin var orðin svona beinfrosin að það hafði grjót stungist inn á milli, þannig að það kom gliðnun á milli nets sem er grafið í jörðu og nets sem er upp að blikki sem minkarnir eiga ekki að geta komist yfir,“ segir Ásgeir. Vísir/Bjarni Minkar búa yfir mikilli aðlögunarhæfni og finnast um allt höfuðborgarsvæðið, og Steinar meindýraeyðir segir þá vera að sjást meira en áður. „Það hefur verið það, hérna í Mosó og svo í Grafarvoginum. Bara síðustu vikur bara,“ segir Steinar.
Mosfellsbær Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira