Sport

Afmælisbarnið Anderson flaug í 32-manna úrslit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gary Anderson er kominn í 32-manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti.
Gary Anderson er kominn í 32-manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti. Luke Walker/Getty Images

Skotinn fljúgandi, Gary Anderson, var meðal þeirra sem tryggðu sér sæti í 32-manna úrslitum heimsmeistaramótsins í pílkuasti í kvöld. Hann vann góðan 3-1 sigur gegn Madars Razma á 52 ára afmælisdaginn sinn.

Í raun er ekki hægt að segja að sigur Anderson hafi verið mjög öruggur, því ekkert af settunum fjórum sem spiluð voru unnust með meira en eins leggs mun. Anderson hafði betur í fyrsta setti, 3-2, áður en Razma vann annað settið, einnig 3-2.

Anderson vann svo bæði þriðja og fjórða sett með sama mun og tryggði sér þar með sæti í 32-manna úrslitum þar sem hann mætir annað hvort Chris Dobey eða Martijn Kleermaker.

Þá vann teknóhundurinn Dirk van Duijvenbode 3-2 sigur gegn Karel Sedlacek í hörkuleik fyrr í kvöld og þungarokkarinn Ryan Searle hafði betur gegn Adam Gawlas, 3-0.

Úrslit kvöldsins

Krzysztof Ratajski 3-1 Danny Jansen

Ryan Searle 3-0 Adam Gawlas

Mensur Suljovic 3-0 Mike De Decker

Dirk van Dujvenbode 3-2 Karel Sedlacek

Gary Anderson 3-1 Madars Razma

James Wade 2-3 Jim Williams

Luke Humphries 3-2 Florian Hempel

Vincent van der Voort 3-0 Cameron Menzies




Fleiri fréttir

Sjá meira


×