Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. desember 2022 07:54 Áhrif Prigozhin, stofnanda Wagner-hópsins, eru sögð hafa aukist mjög í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. AP/Sergei Ilnitsky Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Stjórnvöld í Norður-Kóreu neita sök. Wagner málaliðahópurinn er handgengur Vladimir Pútín Rússlandsforseta en hefur meðal annars starfað í Sýrlandi og nokkrum Afríkuríkjum. Bardagamenn hópsins hafa látið til sín taka í Úkraínu síðustu mánuði, þar sem bresk stjórnvöld segja fjölda þeirra hafa farið úr um þúsund í 20 þúsund. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að forsvarsmenn Wagner leituðu nú logandi ljósi að vopnum til að nota í Úkraínu. Þá sagðist hann geta staðfest að hópnum hefði þegar borist ein sending frá Norður-Kóreu, sem greitt var fyrir. Um var að ræða sendingu af flugskeytum. Kirby sagði stríðsrekstur Wagner í Úkraínu kosta um það bil 100 milljónir dala á mánuði og sagði afl hópsins nú jafnast á við rússneska herinn. James Cleverly, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þarlend stjórnvöld sammála mati Bandaríkjamanna en sú staðreynd að Pútín þyrfti að reiða sig á aðstoð Norður-Kóru væri til marks um einangrun hans og örvæntingu. Yevgeny Prigozhin, stofnandi og eigandi Wagner, hefur neitað ásökunum Bandaríkjamanna og kallað þær slúður og getgátur. Þá neita stjórnvöld í Norður-Kóreu því sömuleiðis að hafa selt Wagner vopn. Áhrif Prigozhin hafa vaxið mjög í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og er hann sagður hafa metnað til að klifra metorðastigann innan rússneskra stjórnamála. Hann er náin samstarfsmaður forsetans og var um tíma þekktur sem „kokkur Pútíns“, þar sem hann rak áður veitingastaði og -þjónustu sem var vinsæl meðal Kremlverja. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur Rússneski herinn hefur gengið verulega á skotfærabirgðir Rússlands fyrir stórskotalið og framleiðsla þar í landi heldur ekki við notkunina í innrás Rússa í Úkraínu. Bandaríkjamenn segja herinn byrjaðan að nota rúmlega fjörutíu ára skot sem eru líkleg til að virka ekki sem skildi. 12. desember 2022 23:41 Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19 Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 „Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu. 25. október 2022 10:28 Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu. 26. september 2022 10:24 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Sjá meira
Stjórnvöld í Norður-Kóreu neita sök. Wagner málaliðahópurinn er handgengur Vladimir Pútín Rússlandsforseta en hefur meðal annars starfað í Sýrlandi og nokkrum Afríkuríkjum. Bardagamenn hópsins hafa látið til sín taka í Úkraínu síðustu mánuði, þar sem bresk stjórnvöld segja fjölda þeirra hafa farið úr um þúsund í 20 þúsund. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að forsvarsmenn Wagner leituðu nú logandi ljósi að vopnum til að nota í Úkraínu. Þá sagðist hann geta staðfest að hópnum hefði þegar borist ein sending frá Norður-Kóreu, sem greitt var fyrir. Um var að ræða sendingu af flugskeytum. Kirby sagði stríðsrekstur Wagner í Úkraínu kosta um það bil 100 milljónir dala á mánuði og sagði afl hópsins nú jafnast á við rússneska herinn. James Cleverly, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þarlend stjórnvöld sammála mati Bandaríkjamanna en sú staðreynd að Pútín þyrfti að reiða sig á aðstoð Norður-Kóru væri til marks um einangrun hans og örvæntingu. Yevgeny Prigozhin, stofnandi og eigandi Wagner, hefur neitað ásökunum Bandaríkjamanna og kallað þær slúður og getgátur. Þá neita stjórnvöld í Norður-Kóreu því sömuleiðis að hafa selt Wagner vopn. Áhrif Prigozhin hafa vaxið mjög í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og er hann sagður hafa metnað til að klifra metorðastigann innan rússneskra stjórnamála. Hann er náin samstarfsmaður forsetans og var um tíma þekktur sem „kokkur Pútíns“, þar sem hann rak áður veitingastaði og -þjónustu sem var vinsæl meðal Kremlverja.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur Rússneski herinn hefur gengið verulega á skotfærabirgðir Rússlands fyrir stórskotalið og framleiðsla þar í landi heldur ekki við notkunina í innrás Rússa í Úkraínu. Bandaríkjamenn segja herinn byrjaðan að nota rúmlega fjörutíu ára skot sem eru líkleg til að virka ekki sem skildi. 12. desember 2022 23:41 Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19 Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 „Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu. 25. október 2022 10:28 Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu. 26. september 2022 10:24 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Sjá meira
Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur Rússneski herinn hefur gengið verulega á skotfærabirgðir Rússlands fyrir stórskotalið og framleiðsla þar í landi heldur ekki við notkunina í innrás Rússa í Úkraínu. Bandaríkjamenn segja herinn byrjaðan að nota rúmlega fjörutíu ára skot sem eru líkleg til að virka ekki sem skildi. 12. desember 2022 23:41
Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19
Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07
„Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu. 25. október 2022 10:28
Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu. 26. september 2022 10:24