Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Endurskoða þurfi hefð dómara um nafnleynd og ef lagabreytingu þurfi til verði þingheimur að bregðast við. Héraðsdómur hefur dæmt fjölskyldumann í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, vændiskaup, hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara í Reykjavík.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum fyrir þessi jólin, sérstaklega þegar kemur að matnum. Verðbólgan er farin að bíta hressilega og hagfræðingur ASÍ segir viðstöðulausar hækkanir dynja á landsmönnum á sama tíma og arðsemi fyrirtækja eykst.

Skatan er ómissandi á Þorláksmessu í margra þrátt fyrir að vera ekki í uppáhaldi hjá sumum. Við förum að sjálfsögðu í skötuveislu og kíkjum svo í Hjálpræðisherinn þar sem um fimm hundruð manns snæddu jólamat í dag.

Þá hittum við elstu konu landsins sem fer yfir jólahald í sinni barnæsku, verðum í beinni frá fyrstu friðargöngunni í þrjú ár og hittum Bubba Morthens sem er með árlega Þorláksmessutónleika í kvöld.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×