Íbúar í Höfnum innilokaðir í fleiri sólarhringa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2022 14:47 Haraldur segir ástandið hafa verið algjörlega fordæmalaust. Landsbjörg Íbúar í Höfnum voru innilokaðir í rúma fjóra sólarhringa þegar óveðrið geisaði á Suðurnesjum, og víðar á landinu, í vikunni sem er að líða. Björgunarsveitir komust hvorki lönd né strönd en að lokum tókst að koma birgðum til íbúa með snjóbíl. Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurness, segir í samtali við fréttastofu að íbúar hafi verið að vonum glaðir þegar björgunarsveitum tókst loks að koma birgðum áleiðis. Engin búð er á svæðinu og lyf og aðrar nauðsynjavörur voru af skornum skammti. Algjörlega fordæmalaust „Það var algjörlega ófært. Stærstu björgunarsveitarbílarnir komust ekki þarna. Þetta var eins ófært og það verður. Þarna vorum við búnir að vera að reyna með okkar öflugustu jeppa, það gekk ekki neitt. Og þarna þurftum við að fá snjóbíl frá Reykjavík til að aðstoða okkur að koma vistum og fleiru þarna yfir. Maður hefur alveg heyrt að gatan hafi verið lokuð í þrjá eða fjóra tíma en aldrei á fimmta sólarhring. Ég vil meina að þetta hafi verið algjörlega fordæmalaust. Eitthvað sem við eigum bara alls ekki að venjast hér á Suðurnesjum.“ Stórir björgunarsveitarjeppar dugðu ekki neitt í fannferginu og Björgunarsveitin Suðurnes fékk snjóbíl að láni. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Haraldur segir brýnt að gera ráðstafanir eins og hægt er - og hugsa fram í tímann. „Ég hugsa að við á Suðurnesjum verðum bara að fara að hugsa öðruvísi þegar það er von á svona mikilli snjókomu og roki. Það er ekkert rosalega auðvelt í svona færð fyrir alla að reima á sig góða skó og fara út í búð. Eldri borgarar eða þeir sem eiga erfitt með gang gera þetta ekki svo glatt. Þannig að það þurfa bara allir að horfa svona á sitt heimili og rýna: Hvað þarf ég ef ég lokast inni?“ Alveg ótrúlegt Haraldur segir að kollegar í björgunarsveitum hafi unnið mikið þrekvirki en um 2.200 útköll voru skráð á björgunarsveitina á fjórum dögum. Björgunarsveitir aðstoðuðu sjúkrabíla, fluttu fólk til læknis og fóru í líffæra- og fæðingarflutninga. Hann segir að veðurspáin líti blessunarlega sæmilega út næstu daga. Björgunarsveitarmenn séu þó alltaf á vaktinni og mæti tvíefldir til leiks í næsta óveðri. „Það sem að við gerðum á þessum tíma það var alveg ótrúlegt. Nú erum við bara að rýna í það sem við hefðum getað gert betur og hvað við höfðum getað gert öðruvísi; hvað okkur vantar af búnaði, þurfum við að kaupa eitthvað eða breyta okkar búnaði. Það er bara fulla ferð áfram, ekkert annað. Núna er okkar stærsta fjáröflun að fara í gang og þá bara tökum við þau verkefni,“ segir Haraldur. Björgunarsveitir Veður Reykjanesbær Vogar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurness, segir í samtali við fréttastofu að íbúar hafi verið að vonum glaðir þegar björgunarsveitum tókst loks að koma birgðum áleiðis. Engin búð er á svæðinu og lyf og aðrar nauðsynjavörur voru af skornum skammti. Algjörlega fordæmalaust „Það var algjörlega ófært. Stærstu björgunarsveitarbílarnir komust ekki þarna. Þetta var eins ófært og það verður. Þarna vorum við búnir að vera að reyna með okkar öflugustu jeppa, það gekk ekki neitt. Og þarna þurftum við að fá snjóbíl frá Reykjavík til að aðstoða okkur að koma vistum og fleiru þarna yfir. Maður hefur alveg heyrt að gatan hafi verið lokuð í þrjá eða fjóra tíma en aldrei á fimmta sólarhring. Ég vil meina að þetta hafi verið algjörlega fordæmalaust. Eitthvað sem við eigum bara alls ekki að venjast hér á Suðurnesjum.“ Stórir björgunarsveitarjeppar dugðu ekki neitt í fannferginu og Björgunarsveitin Suðurnes fékk snjóbíl að láni. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Haraldur segir brýnt að gera ráðstafanir eins og hægt er - og hugsa fram í tímann. „Ég hugsa að við á Suðurnesjum verðum bara að fara að hugsa öðruvísi þegar það er von á svona mikilli snjókomu og roki. Það er ekkert rosalega auðvelt í svona færð fyrir alla að reima á sig góða skó og fara út í búð. Eldri borgarar eða þeir sem eiga erfitt með gang gera þetta ekki svo glatt. Þannig að það þurfa bara allir að horfa svona á sitt heimili og rýna: Hvað þarf ég ef ég lokast inni?“ Alveg ótrúlegt Haraldur segir að kollegar í björgunarsveitum hafi unnið mikið þrekvirki en um 2.200 útköll voru skráð á björgunarsveitina á fjórum dögum. Björgunarsveitir aðstoðuðu sjúkrabíla, fluttu fólk til læknis og fóru í líffæra- og fæðingarflutninga. Hann segir að veðurspáin líti blessunarlega sæmilega út næstu daga. Björgunarsveitarmenn séu þó alltaf á vaktinni og mæti tvíefldir til leiks í næsta óveðri. „Það sem að við gerðum á þessum tíma það var alveg ótrúlegt. Nú erum við bara að rýna í það sem við hefðum getað gert betur og hvað við höfðum getað gert öðruvísi; hvað okkur vantar af búnaði, þurfum við að kaupa eitthvað eða breyta okkar búnaði. Það er bara fulla ferð áfram, ekkert annað. Núna er okkar stærsta fjáröflun að fara í gang og þá bara tökum við þau verkefni,“ segir Haraldur.
Björgunarsveitir Veður Reykjanesbær Vogar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira