Með ör fyrir lífstíð eftir að fá glas í andlitið á leik Man City og Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. desember 2022 08:00 Ekki voru öll mætt til að skemmta sér yfir leik Man City og Liverpool í enska deildarbikarnum. Chris Brunskill/Getty Images Unglingsstúlka hlaut höfuðáverka og ör fyrir lífstíð þegar plastglas fullt af smápeningum skall á andliti hennar á meðan Manchester City og Liverpool áttust við í enska deildarbikarnum. Manchester City vann 3-2 sigur á Liverpool í enska deildarbikarnum í liðinni viku og er komið í 8-liða úrslit keppninnar. Það fór þó ekki allt stuðningsfólk Man City glatt heim af Etihad-vellinum en unglingsstúlka varð fyrir skelfilegri lífsreynslu. The Telegraph greinir frá því að 15 ára stúlka hafi fengið plastglas í andlitið sem væri ekki frásögufærandi nema glasið hafði verið fyllt af smápeningum og var kastað úr töluverðri hæð. Hlaut hún höfuðáverka og ör sem mun fylgja henni að eilífu. Greater Manchester Police have launched an investigation after a teenage #MCFC supporter suffered head injuries after being hit by a full plastic pint pot weighted with coins thrown from #LFC section during Thursday s Carabao Cup clash tie https://t.co/9YEjjvtViM— James Ducker (@TelegraphDucker) December 23, 2022 Myndbandsupptökur sýna að glasinu var kastað af svæðinu þar sem stuðningsfólk Liverpool var staðsett á vellinum. Ekki hefur tekist að finna sökudólginn en hans er nú leitað. Takist að hafa hendur í hári hans þá mun hann eiga yfir höfði sér lífstíðarbann á bæði Etihad sem og Anfield, heimavelli Liverpool. Þetta var langt frá því eina atvikið sem er til skoðunar eftir leikinn: Stuðningsmaður Man City var rekinn af leikvanginum eftir að hafa gerst sekur um kynþáttaníð í garðs fatlaðs stuðningsmanns Liverpool. Smápeningar og reyksprengja var meðal þess sem var hent í fólk. Tveir menn voru handteknir eftir að reyna smygla eldfærum, blysum, inn á leikvanginn. Ráðist var á 53 ára gamlan mann að leik loknum. Hann þurfti að fara upp á spítala. Bæði félög hafa fordæmt hegðun stuðningsfólksins sem hagaði sér á þennan hátt. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Sjá meira
Manchester City vann 3-2 sigur á Liverpool í enska deildarbikarnum í liðinni viku og er komið í 8-liða úrslit keppninnar. Það fór þó ekki allt stuðningsfólk Man City glatt heim af Etihad-vellinum en unglingsstúlka varð fyrir skelfilegri lífsreynslu. The Telegraph greinir frá því að 15 ára stúlka hafi fengið plastglas í andlitið sem væri ekki frásögufærandi nema glasið hafði verið fyllt af smápeningum og var kastað úr töluverðri hæð. Hlaut hún höfuðáverka og ör sem mun fylgja henni að eilífu. Greater Manchester Police have launched an investigation after a teenage #MCFC supporter suffered head injuries after being hit by a full plastic pint pot weighted with coins thrown from #LFC section during Thursday s Carabao Cup clash tie https://t.co/9YEjjvtViM— James Ducker (@TelegraphDucker) December 23, 2022 Myndbandsupptökur sýna að glasinu var kastað af svæðinu þar sem stuðningsfólk Liverpool var staðsett á vellinum. Ekki hefur tekist að finna sökudólginn en hans er nú leitað. Takist að hafa hendur í hári hans þá mun hann eiga yfir höfði sér lífstíðarbann á bæði Etihad sem og Anfield, heimavelli Liverpool. Þetta var langt frá því eina atvikið sem er til skoðunar eftir leikinn: Stuðningsmaður Man City var rekinn af leikvanginum eftir að hafa gerst sekur um kynþáttaníð í garðs fatlaðs stuðningsmanns Liverpool. Smápeningar og reyksprengja var meðal þess sem var hent í fólk. Tveir menn voru handteknir eftir að reyna smygla eldfærum, blysum, inn á leikvanginn. Ráðist var á 53 ára gamlan mann að leik loknum. Hann þurfti að fara upp á spítala. Bæði félög hafa fordæmt hegðun stuðningsfólksins sem hagaði sér á þennan hátt.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Sjá meira