Sem stendur þurfa ferðamenn að dvelja á sóttvarnarhóteli í fimm daga og þar eftir í sóttkví í heimahúsi í þrjá daga. Á tímapunkti þurfti að dvelja í sóttkví í þrjár vikur.
Takmarkanirnar hafa komið í veg fyrir að flestir Kínverjar geti ferðast til útlanda og dregið verulega úr fjölda útlendinga í Kína vegna vinnu og náms.
Heilbrigðisnefnd Kína sagði að ráðstafanir yrðu gerðar til að auðvelda sumum útlendingum að koma inn í landið, þó það eigi ekki við um ferðamenn. Gert er ráð fyrir að kínverskum ríkisborgurum verði smám saman leyft að ferðast til útlanda aftur, sem væri mikilvæg tekjulind fyrirferðabransa heims mörgum löndum.