„Að deila uppeldinu er virkilega fokking erfitt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. desember 2022 08:12 Kardashian segir það engan dans á rósum að deila uppeldinu með ólíkindatólinu Ye. epa/Caroline Brehman „Að deila uppeldinu er virkilega fokking erfitt,“ sagði Kim Kardashian í viðtali við útvarpskonuna og hlaðvarpsþáttastjórnandann Angie Martinez á dögunum. Kardashian deilir forræði yfir börnunum sínum fjórum með fyrrverandi eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Ye. Skilnaður Kardashian og Ye, áður Kanye West, gekk í gegn í nóvember síðastliðnum. Börn þeirra eru á aldrinum þriggja til níu ára og í viðtalinu tjáði Kardashian sig um það hvernig hún leitaðist við að vernda þau frá umtali um samband hennar við Ye, þá ekki síst á internetinu. „Ef þau vita ekki hvað fólk er að segja, af hverju ætti ég þá að opna þau fyrir þeirri orku? Þetta er virkilega raunverulegt, alvarlegt fullorðins drasl sem þau eru ekki reiðubúin til að takast á við,“ sagði Kardashian um orðræðuna um föður þeirra og samband hans og Kardashian. „Þegar þau eru það munum við eiga þessar samræður,“ bætti hún við. Ye hefur verið duglegur við að tjá sig um skilnaðinn á samfélagsmiðlum og ásakað Kardashian og fjölskyldu hennar um að halda börnunum frá sér. Þá hefur hann ekki veigrað sér við að gagnrýna Kardashian, meðal annars fyrir það hvernig hún klæðir sig, og ráðist gegn fyrrverandi kærasta hennar, Pete Davidson. Kardashian segist hins vegar hafa haldið aftur af sér þegar kemur að því að skjóta til baka og segir að einn daginn muni börnin hennar þakka sér fyrir að hafa ekki notað tækifærið og talað illa um pabba þeirra. Hún hefði sannarlega ýmislegt að segja, þótt hún kysi að gera það ekki. „Ég hef algjörlega varið hann og mun gera það fyrir börnin mín,“ segir Kardashian. „Á mínu heimili vita börnin ekkert hvað er að gerast þarna úti í heiminum,“ bætir hún við en það sé tæpt. Hún segir óumflýjanlegt að börnin verði þess áskynja hvað fólk er að segja en að hún muni vernda þau eins lengi og mögulegt er. Kardashian segist taka það á sig að halda andlitinu, hvað sem gengur á. „Ef við erum á leiðinni í skólann og þau vilja hlusta á tónlist pabba þeirra þá skiptir engu máli hvað gengur á; ég verð að brosa og spila tónlistina og syngja með krökkunum. Ég læt sem ekkert sé og svo þegar ég er búin að koma þeim í skólann get ég grátið.“ Hollywood Mál Kanye West Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Sjá meira
Skilnaður Kardashian og Ye, áður Kanye West, gekk í gegn í nóvember síðastliðnum. Börn þeirra eru á aldrinum þriggja til níu ára og í viðtalinu tjáði Kardashian sig um það hvernig hún leitaðist við að vernda þau frá umtali um samband hennar við Ye, þá ekki síst á internetinu. „Ef þau vita ekki hvað fólk er að segja, af hverju ætti ég þá að opna þau fyrir þeirri orku? Þetta er virkilega raunverulegt, alvarlegt fullorðins drasl sem þau eru ekki reiðubúin til að takast á við,“ sagði Kardashian um orðræðuna um föður þeirra og samband hans og Kardashian. „Þegar þau eru það munum við eiga þessar samræður,“ bætti hún við. Ye hefur verið duglegur við að tjá sig um skilnaðinn á samfélagsmiðlum og ásakað Kardashian og fjölskyldu hennar um að halda börnunum frá sér. Þá hefur hann ekki veigrað sér við að gagnrýna Kardashian, meðal annars fyrir það hvernig hún klæðir sig, og ráðist gegn fyrrverandi kærasta hennar, Pete Davidson. Kardashian segist hins vegar hafa haldið aftur af sér þegar kemur að því að skjóta til baka og segir að einn daginn muni börnin hennar þakka sér fyrir að hafa ekki notað tækifærið og talað illa um pabba þeirra. Hún hefði sannarlega ýmislegt að segja, þótt hún kysi að gera það ekki. „Ég hef algjörlega varið hann og mun gera það fyrir börnin mín,“ segir Kardashian. „Á mínu heimili vita börnin ekkert hvað er að gerast þarna úti í heiminum,“ bætir hún við en það sé tæpt. Hún segir óumflýjanlegt að börnin verði þess áskynja hvað fólk er að segja en að hún muni vernda þau eins lengi og mögulegt er. Kardashian segist taka það á sig að halda andlitinu, hvað sem gengur á. „Ef við erum á leiðinni í skólann og þau vilja hlusta á tónlist pabba þeirra þá skiptir engu máli hvað gengur á; ég verð að brosa og spila tónlistina og syngja með krökkunum. Ég læt sem ekkert sé og svo þegar ég er búin að koma þeim í skólann get ég grátið.“
Hollywood Mál Kanye West Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Sjá meira