„Að deila uppeldinu er virkilega fokking erfitt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. desember 2022 08:12 Kardashian segir það engan dans á rósum að deila uppeldinu með ólíkindatólinu Ye. epa/Caroline Brehman „Að deila uppeldinu er virkilega fokking erfitt,“ sagði Kim Kardashian í viðtali við útvarpskonuna og hlaðvarpsþáttastjórnandann Angie Martinez á dögunum. Kardashian deilir forræði yfir börnunum sínum fjórum með fyrrverandi eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Ye. Skilnaður Kardashian og Ye, áður Kanye West, gekk í gegn í nóvember síðastliðnum. Börn þeirra eru á aldrinum þriggja til níu ára og í viðtalinu tjáði Kardashian sig um það hvernig hún leitaðist við að vernda þau frá umtali um samband hennar við Ye, þá ekki síst á internetinu. „Ef þau vita ekki hvað fólk er að segja, af hverju ætti ég þá að opna þau fyrir þeirri orku? Þetta er virkilega raunverulegt, alvarlegt fullorðins drasl sem þau eru ekki reiðubúin til að takast á við,“ sagði Kardashian um orðræðuna um föður þeirra og samband hans og Kardashian. „Þegar þau eru það munum við eiga þessar samræður,“ bætti hún við. Ye hefur verið duglegur við að tjá sig um skilnaðinn á samfélagsmiðlum og ásakað Kardashian og fjölskyldu hennar um að halda börnunum frá sér. Þá hefur hann ekki veigrað sér við að gagnrýna Kardashian, meðal annars fyrir það hvernig hún klæðir sig, og ráðist gegn fyrrverandi kærasta hennar, Pete Davidson. Kardashian segist hins vegar hafa haldið aftur af sér þegar kemur að því að skjóta til baka og segir að einn daginn muni börnin hennar þakka sér fyrir að hafa ekki notað tækifærið og talað illa um pabba þeirra. Hún hefði sannarlega ýmislegt að segja, þótt hún kysi að gera það ekki. „Ég hef algjörlega varið hann og mun gera það fyrir börnin mín,“ segir Kardashian. „Á mínu heimili vita börnin ekkert hvað er að gerast þarna úti í heiminum,“ bætir hún við en það sé tæpt. Hún segir óumflýjanlegt að börnin verði þess áskynja hvað fólk er að segja en að hún muni vernda þau eins lengi og mögulegt er. Kardashian segist taka það á sig að halda andlitinu, hvað sem gengur á. „Ef við erum á leiðinni í skólann og þau vilja hlusta á tónlist pabba þeirra þá skiptir engu máli hvað gengur á; ég verð að brosa og spila tónlistina og syngja með krökkunum. Ég læt sem ekkert sé og svo þegar ég er búin að koma þeim í skólann get ég grátið.“ Hollywood Mál Kanye West Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Felix kveður Eurovision Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Sjá meira
Skilnaður Kardashian og Ye, áður Kanye West, gekk í gegn í nóvember síðastliðnum. Börn þeirra eru á aldrinum þriggja til níu ára og í viðtalinu tjáði Kardashian sig um það hvernig hún leitaðist við að vernda þau frá umtali um samband hennar við Ye, þá ekki síst á internetinu. „Ef þau vita ekki hvað fólk er að segja, af hverju ætti ég þá að opna þau fyrir þeirri orku? Þetta er virkilega raunverulegt, alvarlegt fullorðins drasl sem þau eru ekki reiðubúin til að takast á við,“ sagði Kardashian um orðræðuna um föður þeirra og samband hans og Kardashian. „Þegar þau eru það munum við eiga þessar samræður,“ bætti hún við. Ye hefur verið duglegur við að tjá sig um skilnaðinn á samfélagsmiðlum og ásakað Kardashian og fjölskyldu hennar um að halda börnunum frá sér. Þá hefur hann ekki veigrað sér við að gagnrýna Kardashian, meðal annars fyrir það hvernig hún klæðir sig, og ráðist gegn fyrrverandi kærasta hennar, Pete Davidson. Kardashian segist hins vegar hafa haldið aftur af sér þegar kemur að því að skjóta til baka og segir að einn daginn muni börnin hennar þakka sér fyrir að hafa ekki notað tækifærið og talað illa um pabba þeirra. Hún hefði sannarlega ýmislegt að segja, þótt hún kysi að gera það ekki. „Ég hef algjörlega varið hann og mun gera það fyrir börnin mín,“ segir Kardashian. „Á mínu heimili vita börnin ekkert hvað er að gerast þarna úti í heiminum,“ bætir hún við en það sé tæpt. Hún segir óumflýjanlegt að börnin verði þess áskynja hvað fólk er að segja en að hún muni vernda þau eins lengi og mögulegt er. Kardashian segist taka það á sig að halda andlitinu, hvað sem gengur á. „Ef við erum á leiðinni í skólann og þau vilja hlusta á tónlist pabba þeirra þá skiptir engu máli hvað gengur á; ég verð að brosa og spila tónlistina og syngja með krökkunum. Ég læt sem ekkert sé og svo þegar ég er búin að koma þeim í skólann get ég grátið.“
Hollywood Mál Kanye West Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Felix kveður Eurovision Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Sjá meira