Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing Bjarki Sigurðsson skrifar 27. desember 2022 08:51 George Santos segist einungis hafa ýkt ferilskrána sína. Getty/David Becker George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. New York Times greindi frá því fyrir viku síðan að margt af því sem Santos hélt fram að hafa gert yfir ævina væri hreinn uppspuni. Til dæmis laug hann um að hafa unnið hjá stærstu fyrirtækjum Wall Street, um að hafa rekið dýraskýli og úr hvaða háskóla hann útskrifaðist. Fjallað var ítarlega um þær lygar sem Santos var sakaður um hér á Vísi. Santos neitaði að að svara fyrirspurnum vegna málsins og deildi einungis yfirlýsingu frá lögfræðingi sínum til að byrja með þar sem New York Times var sakað um að reyna að grafa undan samkynhneigðum repúblikana af erlendum uppruna. Í gær, sex dögum síðar, tjáði Santos sig loks við New York Post og fleiri miðla um málið. Þar sagðist hann einungis hafa gerst sekur um að hafa ýkt nokkra hluti á ferilskránni sinni. Hann viðurkenndi að hafa logið um að hafa útskrifast úr háskóla og að hafa sagt misvísandi hluti um starfsferil hjá Citigroup og Goldman Sachs, tveimur af stærstu fyrirtækjum Wall Street. Þá hafði hann eitt sinni haldið því fram að hafa átt þrettán fasteignir en viðurkenndi nú að hann væri ekki réttmætur eigandi þeirra. Ekki Jewish heldur Jew-ish Santos hafði einnig verið gagnrýndur fyrir misvísandi upplýsingar um uppruna sinn. Foreldrar hans fluttu til Bandaríkjanna frá Brasilíu en hann hefur einnig haldið því fram að hann eigi ættir að rekja til Evrópu. Hann hefur verið sakaður um að reyna að ná til gyðinga í Bandaríkjunum með því að halda fram að foreldrar móður hans hafi flutt til Brasilíu frá Evrópu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Útskýring Santos á þessum misskilning reyndist ansi kostuleg. „Ég hef aldrei haldið því fram að ég væri gyðingur (Jewish). Ég er kaþólikki. En út af því að ég komst að því að móðurfjölskylda mín ætti ættir að rekja til gyðinga sagðist ég vera gyðinglegur (Jew-ish),“ sagði Santos við New York Post. Misskilninginn mátti útskýra með einu bandstriki sem erfitt er að átta sig á að sé til staðar í talmáli. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
New York Times greindi frá því fyrir viku síðan að margt af því sem Santos hélt fram að hafa gert yfir ævina væri hreinn uppspuni. Til dæmis laug hann um að hafa unnið hjá stærstu fyrirtækjum Wall Street, um að hafa rekið dýraskýli og úr hvaða háskóla hann útskrifaðist. Fjallað var ítarlega um þær lygar sem Santos var sakaður um hér á Vísi. Santos neitaði að að svara fyrirspurnum vegna málsins og deildi einungis yfirlýsingu frá lögfræðingi sínum til að byrja með þar sem New York Times var sakað um að reyna að grafa undan samkynhneigðum repúblikana af erlendum uppruna. Í gær, sex dögum síðar, tjáði Santos sig loks við New York Post og fleiri miðla um málið. Þar sagðist hann einungis hafa gerst sekur um að hafa ýkt nokkra hluti á ferilskránni sinni. Hann viðurkenndi að hafa logið um að hafa útskrifast úr háskóla og að hafa sagt misvísandi hluti um starfsferil hjá Citigroup og Goldman Sachs, tveimur af stærstu fyrirtækjum Wall Street. Þá hafði hann eitt sinni haldið því fram að hafa átt þrettán fasteignir en viðurkenndi nú að hann væri ekki réttmætur eigandi þeirra. Ekki Jewish heldur Jew-ish Santos hafði einnig verið gagnrýndur fyrir misvísandi upplýsingar um uppruna sinn. Foreldrar hans fluttu til Bandaríkjanna frá Brasilíu en hann hefur einnig haldið því fram að hann eigi ættir að rekja til Evrópu. Hann hefur verið sakaður um að reyna að ná til gyðinga í Bandaríkjunum með því að halda fram að foreldrar móður hans hafi flutt til Brasilíu frá Evrópu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Útskýring Santos á þessum misskilning reyndist ansi kostuleg. „Ég hef aldrei haldið því fram að ég væri gyðingur (Jewish). Ég er kaþólikki. En út af því að ég komst að því að móðurfjölskylda mín ætti ættir að rekja til gyðinga sagðist ég vera gyðinglegur (Jew-ish),“ sagði Santos við New York Post. Misskilninginn mátti útskýra með einu bandstriki sem erfitt er að átta sig á að sé til staðar í talmáli.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira