Rússar vilja undanþágu fyrir fatlaða íþróttamenn Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2022 11:31 Pavel Rozhkov, formaður Ólympíunefndar fatlaðra í Rússlandi. RPC Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi hefur sótt um undanþágu frá útilokun þarlendra keppenda til Alþjóðaólympíunefndar fatlaðra. Forseti rússneska sambandsins segir þeir eigi að njóta vafans. Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra (International Paralympic Committee - IPC) fór að fordæmi Alþjóðaólympíunefndarinnar og útilokaði rússneska keppendur frá þátttöku í keppnum allra þeirra íþróttasambanda sem eiga aðild að nefndinni. Bannið stafar af innrás Rússa í Úkraínu. Knattspyrnusamband Evrópu hefur farið sömu leið en rússnesk fótboltalið hafa verið útilokuð frá þátttöku í Evrópukeppnum og landslið Rússlands sömuleiðis. Karlalandslið Rússa átti að vera í riðli Íslands í Þjóðadeildinni ásamt Ísrael og Albaníu á síðasta ári en var meinuð þáttaka á sama grundvelli. Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi hefur kært útilokun IPC á rússneskum keppendum en óvíst er hvenær niðurstaða er væntanleg úr því máli. Rússar hafa nú beðið um undanþágu frá banninu á meðan þau málaferli eru útkljáð. Rússneskir keppendur geti þannig reynt við lágmörk inn á Ólympíumót fatlaðra sem fram fara í París árið 2024. Þeir fái þannig að njóta vafans á meðan útkljáð er hvort IPC hafi lagaheimild til að meina þeim þátttöku. Rússum sé mismunað „Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi telur að ákvörðun aðalþings IPC brjóti ekki aðeins á réttindum nefndarinnar heldur einnig á réttindum íþróttafólks sem hefur beina hagsmuni af viðsnúningi ákvörðunarinnar. Hún sviptir þá af rétt þeirra til að taka þátt í keppnum IPC og gefur skýrlega til kynna mismununar til samanburðar við fatlaða íþróttamenn frá öðrum löndum,“ segir Pavel Rozhkov, forseti Ólympíunefndar fatlaðra í Rússlandi. Hvít-Rússar fóru sömu leið og Rússar en báðum þjóðum var meinuð þátttaka á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í Peking fyrr á árinu. Þeir hvítrússnesku hafa áfrýjað ákvörðuninni, rétt eins og Rússar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra (International Paralympic Committee - IPC) fór að fordæmi Alþjóðaólympíunefndarinnar og útilokaði rússneska keppendur frá þátttöku í keppnum allra þeirra íþróttasambanda sem eiga aðild að nefndinni. Bannið stafar af innrás Rússa í Úkraínu. Knattspyrnusamband Evrópu hefur farið sömu leið en rússnesk fótboltalið hafa verið útilokuð frá þátttöku í Evrópukeppnum og landslið Rússlands sömuleiðis. Karlalandslið Rússa átti að vera í riðli Íslands í Þjóðadeildinni ásamt Ísrael og Albaníu á síðasta ári en var meinuð þáttaka á sama grundvelli. Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi hefur kært útilokun IPC á rússneskum keppendum en óvíst er hvenær niðurstaða er væntanleg úr því máli. Rússar hafa nú beðið um undanþágu frá banninu á meðan þau málaferli eru útkljáð. Rússneskir keppendur geti þannig reynt við lágmörk inn á Ólympíumót fatlaðra sem fram fara í París árið 2024. Þeir fái þannig að njóta vafans á meðan útkljáð er hvort IPC hafi lagaheimild til að meina þeim þátttöku. Rússum sé mismunað „Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi telur að ákvörðun aðalþings IPC brjóti ekki aðeins á réttindum nefndarinnar heldur einnig á réttindum íþróttafólks sem hefur beina hagsmuni af viðsnúningi ákvörðunarinnar. Hún sviptir þá af rétt þeirra til að taka þátt í keppnum IPC og gefur skýrlega til kynna mismununar til samanburðar við fatlaða íþróttamenn frá öðrum löndum,“ segir Pavel Rozhkov, forseti Ólympíunefndar fatlaðra í Rússlandi. Hvít-Rússar fóru sömu leið og Rússar en báðum þjóðum var meinuð þátttaka á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í Peking fyrr á árinu. Þeir hvítrússnesku hafa áfrýjað ákvörðuninni, rétt eins og Rússar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti