Sport

Heimsmeistarinn úr leik í 32-manna úrslitum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Peter Wright er úr leik á heimsmeistaramótinu í pílukasti.
Peter Wright er úr leik á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Mike Owen/Getty Images

Peter Wright, ríkjandi heimsmeistari í pílukasti, mun ekki verja heimsmeistaratitilinn. Wright féll úr leik gegn Belganum Kim Huybrechts í 32-manna úrslitum í kvöld.

Wright og Huybrechts áttust við í seinustu viðureign kvöldsins þegar 32-manna úrslit á heimsmeistaramótinu í pílukasti hófust. Wright var afar langt frá sínu besta og lét slæmt gengi sitt augljóslega fara í taugarnar á sér. 

Wright byrjaði þó nokkuð vel og vann fyrsta settið 3-0. Það sem eftir var í viðureigninni gekk þó ekkert upp hjá Skotanum, Huybrechts gekk á lagið og vann að lokum sanngjarnan 4-1 sigur.

Heimsmeistarinn er því úr leik á heimsmeistaramótinu í pílu, en Kim Huybrechts, sem situr í 31. sæti heimslista PDC, er kominn í 16-manna úrslit þar sem hann mætir landa sínum Dimitri Van den Bergh.

Þá vann efsti maður heimslistans, Gerwyn Price, öruggan 4-0 sigur gegn Raymond van Barneveld og nýliðinn Josh Rock vann óvæntan 4-3 sigur gegn Nathan Aspinall.

Úrslit kvöldsins

Dimitri Van den Bergh 4-1 Krzisztof Ratajski

Nathan Aspinall 3-4 Josh Rock

Jonny Clayton 4-1 Brendan Dolan

Jim Williams 3-4 Gabriel Clemens

Gerwin Price 3-4 Raymond Barneveld

Peter Wright 1-4 Kim Huybrechts




Fleiri fréttir

Sjá meira


×