Dæmdur svindlari sakar aðra um svindl Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2022 10:30 Moggi afplánar lífstíðarbann frá fótbolta. Etsuo Hara/Getty Images Luciano Moggi, fyrrum framkvæmdastjóri Juventus, segir Roma hafa með hjálp knattspyrnuyfirvalda stolið ítalska meistaratitlinum af fyrrnefnda félaginu tímabilið 2000-2001. Moggi var dæmdur í lífstíðarbann frá fótbolta vegna hans hluts í Calciopoli-hneykslinu sem skók ítalskan fótbolta árið 2006. Hneykslið sneri að hagræðingu úrslita en ítölsk yfirvöld komust yfir upptökur af Moggi að leggjast á eitt með Pierliuigi Pairetto, yfirmanni dómaramála hjá ítalska knattspyrnusambandinu. Hann handvaldi þá dómara á leiki Juventus, sem og annarra liða og hafði þannig áhrif á úrslit leikja. Juventus var svipt ítölsku meistaratitlunum 2005 og 2006 og þá var Moggi einnig dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir ítölskum dómstólum fyrir glæpsamlegt athæfi. Hann áfrýjaði þeim dómi ítrekað og þurfti að endingu ekki að sitja inni vegna fyrningar meintra glæpa hans. Lífstíðarbannið frá ítölskum fótbolta stóð þó. Í nýlegu viðtali segir Moggi Juventus hafa unnið fyrrnefnda titla að verðleikum en aðrir hafi öllu heldur rænt titlum. „Þeir segja okkur vinna vegna þess að við stelum, en það er ekki satt,“ segir Moggi. „Við höfum alltaf unnið á eigin verðleikum á vellinum“. „Ef til vill er það öfugsnúið. Aðrir hafa rænt okkur. Líkt og 2001 þegar Roma stal ítalska meistaratitlinum af okkur. Það ár breytti forseti ítölsku Ólympíunefndarinnar reglum á miðju tímabili, sem leyfði [Hidetoshi] Nakata að spila við okkur í Tórínó. Hann tryggði þeim sigur og í rauninni deildartitilinn,“ segir hann enn fremur. Juventus er aftur skekið af skandal en öll stjórn liðsins sagði af sér seint á þessu ári. Ekki er endanlega víst hvað liggur þar að baki en félagið er sakað um að hafa vísvitandi farið á svig við reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi. Ítalski boltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Moggi var dæmdur í lífstíðarbann frá fótbolta vegna hans hluts í Calciopoli-hneykslinu sem skók ítalskan fótbolta árið 2006. Hneykslið sneri að hagræðingu úrslita en ítölsk yfirvöld komust yfir upptökur af Moggi að leggjast á eitt með Pierliuigi Pairetto, yfirmanni dómaramála hjá ítalska knattspyrnusambandinu. Hann handvaldi þá dómara á leiki Juventus, sem og annarra liða og hafði þannig áhrif á úrslit leikja. Juventus var svipt ítölsku meistaratitlunum 2005 og 2006 og þá var Moggi einnig dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir ítölskum dómstólum fyrir glæpsamlegt athæfi. Hann áfrýjaði þeim dómi ítrekað og þurfti að endingu ekki að sitja inni vegna fyrningar meintra glæpa hans. Lífstíðarbannið frá ítölskum fótbolta stóð þó. Í nýlegu viðtali segir Moggi Juventus hafa unnið fyrrnefnda titla að verðleikum en aðrir hafi öllu heldur rænt titlum. „Þeir segja okkur vinna vegna þess að við stelum, en það er ekki satt,“ segir Moggi. „Við höfum alltaf unnið á eigin verðleikum á vellinum“. „Ef til vill er það öfugsnúið. Aðrir hafa rænt okkur. Líkt og 2001 þegar Roma stal ítalska meistaratitlinum af okkur. Það ár breytti forseti ítölsku Ólympíunefndarinnar reglum á miðju tímabili, sem leyfði [Hidetoshi] Nakata að spila við okkur í Tórínó. Hann tryggði þeim sigur og í rauninni deildartitilinn,“ segir hann enn fremur. Juventus er aftur skekið af skandal en öll stjórn liðsins sagði af sér seint á þessu ári. Ekki er endanlega víst hvað liggur þar að baki en félagið er sakað um að hafa vísvitandi farið á svig við reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi.
Ítalski boltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira