Íslendingar á Tenerife með magakveisu eftir hangikjötsveislu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. desember 2022 14:27 Margir íslendingar sem ferðast hafa til Tenerife kannast við íslendingabarinn svokallaða, Nostalgíu Aðsend Nokkur fjöldi Íslendinga á Tenerife veiktist illa af magapest í kjölfar hangikjötsveislu á jóladag sem haldin var á íslenska veitingastaðnum Nostalgíu. Ekki er ljóst hvort um matareitrun sé að ræða en eigandi staðarins telur að um 40% gesta hafi veikst. Íslendingabarinn Nostalgía opnaði árið 2016 og hefur notið mikilla vinsælda. Metnaðarfull jóladagskrá var á staðnum líkt og síðustu ár, meðal annars var boðið upp á skötu-og saltfiskveislu, hátíðarveislu og hangikjöt. Á jóladag virðist eitthvað hafa farið úrskeiðis en fjöldi gesta veiktust í kjölfar hangikjötsveislu á staðnum. Algjörlega miður sín Herdís Hrönn Arnardóttir er eigandi Nostalgíu. Í samtali við fréttastofu segist hún hafa verið algjörlega miður sín síðustu daga vegna málsins. Hún segist fyrst um sinn hafi haldið að sjálft hangikjötið væri orsök veikindanna, að það hafi verið skemmt eða eitthvað misfarist í kælingu. En þegar kona sem borðaði kjúkling þetta kvöld en ekki hangikjöt veiktist líka fóru að renna á Herdísi tvær grímur. Herdís Hrönn ArnardóttirAðsend „Ég veit ekki hvernig matareitranir virka beint, hef verið að reyna lesa mér til um það. En eitthvað hefur það verið. Ég er engin sérfræðingur en get ekki ímyndað mér hvernig til dæmis uppstúfurinn ætti að hafa geta verið sýktur, þetta er bara mjólk, hveiti og smjör. Við erum bara á fullu, dag og nótt að reyna finna út úr þessu,“ segir Herdís. 40% gesta veiktust Herdís segist vita til þess að af 60 manns sem voru í veislunni hafi um 40% þeirra veikst. Einhverjir hafi veikst mjög fljótlega eftir matinn og kastað upp í um klukkustund en aðrir hafi verið veikir lengur. Áætlað var að halda aðra hangikjötsveislu á öðrum degi jóla en um leið og fréttir bárust af veikindum gesta á jóladag var hætt við hana. „Við fórum strax í það um morguninn að afbóka. Við hentum tugum af kjöti, þetta var talsvert tjón.“ Herdís segir þó aldrei annað hafa komið til greina en að taka fulla ábyrgð. „Við endurgreiddum öllum og hættum strax við seinni veisluna. Maður er alveg niðurbrotinn út af þessu.“ Bjart framundan Herdís ætlar þó að herða upp hugann og reyna að láta þetta ekki of mikið á sig fá. Framundan er áramótaveisla á Nostalgíu þar sem allt er upppantað og biðlistar eftir borði. „Það hefur enginn afbókað vegna þessa. Framundan er handbolti og mikið fjör. Við verðum bara að horfa fram á veginn og læra af þessu,“ segir Herdís og slær að lokum á létta strengi. „Verðum við ekki að vona að Bjarni Ben fari að gera einhvern skandal svo þetta gleymist í umræðunni?“ Íslendingar erlendis Jólamatur Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Íslendingabarinn Nostalgía opnaði árið 2016 og hefur notið mikilla vinsælda. Metnaðarfull jóladagskrá var á staðnum líkt og síðustu ár, meðal annars var boðið upp á skötu-og saltfiskveislu, hátíðarveislu og hangikjöt. Á jóladag virðist eitthvað hafa farið úrskeiðis en fjöldi gesta veiktust í kjölfar hangikjötsveislu á staðnum. Algjörlega miður sín Herdís Hrönn Arnardóttir er eigandi Nostalgíu. Í samtali við fréttastofu segist hún hafa verið algjörlega miður sín síðustu daga vegna málsins. Hún segist fyrst um sinn hafi haldið að sjálft hangikjötið væri orsök veikindanna, að það hafi verið skemmt eða eitthvað misfarist í kælingu. En þegar kona sem borðaði kjúkling þetta kvöld en ekki hangikjöt veiktist líka fóru að renna á Herdísi tvær grímur. Herdís Hrönn ArnardóttirAðsend „Ég veit ekki hvernig matareitranir virka beint, hef verið að reyna lesa mér til um það. En eitthvað hefur það verið. Ég er engin sérfræðingur en get ekki ímyndað mér hvernig til dæmis uppstúfurinn ætti að hafa geta verið sýktur, þetta er bara mjólk, hveiti og smjör. Við erum bara á fullu, dag og nótt að reyna finna út úr þessu,“ segir Herdís. 40% gesta veiktust Herdís segist vita til þess að af 60 manns sem voru í veislunni hafi um 40% þeirra veikst. Einhverjir hafi veikst mjög fljótlega eftir matinn og kastað upp í um klukkustund en aðrir hafi verið veikir lengur. Áætlað var að halda aðra hangikjötsveislu á öðrum degi jóla en um leið og fréttir bárust af veikindum gesta á jóladag var hætt við hana. „Við fórum strax í það um morguninn að afbóka. Við hentum tugum af kjöti, þetta var talsvert tjón.“ Herdís segir þó aldrei annað hafa komið til greina en að taka fulla ábyrgð. „Við endurgreiddum öllum og hættum strax við seinni veisluna. Maður er alveg niðurbrotinn út af þessu.“ Bjart framundan Herdís ætlar þó að herða upp hugann og reyna að láta þetta ekki of mikið á sig fá. Framundan er áramótaveisla á Nostalgíu þar sem allt er upppantað og biðlistar eftir borði. „Það hefur enginn afbókað vegna þessa. Framundan er handbolti og mikið fjör. Við verðum bara að horfa fram á veginn og læra af þessu,“ segir Herdís og slær að lokum á létta strengi. „Verðum við ekki að vona að Bjarni Ben fari að gera einhvern skandal svo þetta gleymist í umræðunni?“
Íslendingar erlendis Jólamatur Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent