Íslendingar á Tenerife með magakveisu eftir hangikjötsveislu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. desember 2022 14:27 Margir íslendingar sem ferðast hafa til Tenerife kannast við íslendingabarinn svokallaða, Nostalgíu Aðsend Nokkur fjöldi Íslendinga á Tenerife veiktist illa af magapest í kjölfar hangikjötsveislu á jóladag sem haldin var á íslenska veitingastaðnum Nostalgíu. Ekki er ljóst hvort um matareitrun sé að ræða en eigandi staðarins telur að um 40% gesta hafi veikst. Íslendingabarinn Nostalgía opnaði árið 2016 og hefur notið mikilla vinsælda. Metnaðarfull jóladagskrá var á staðnum líkt og síðustu ár, meðal annars var boðið upp á skötu-og saltfiskveislu, hátíðarveislu og hangikjöt. Á jóladag virðist eitthvað hafa farið úrskeiðis en fjöldi gesta veiktust í kjölfar hangikjötsveislu á staðnum. Algjörlega miður sín Herdís Hrönn Arnardóttir er eigandi Nostalgíu. Í samtali við fréttastofu segist hún hafa verið algjörlega miður sín síðustu daga vegna málsins. Hún segist fyrst um sinn hafi haldið að sjálft hangikjötið væri orsök veikindanna, að það hafi verið skemmt eða eitthvað misfarist í kælingu. En þegar kona sem borðaði kjúkling þetta kvöld en ekki hangikjöt veiktist líka fóru að renna á Herdísi tvær grímur. Herdís Hrönn ArnardóttirAðsend „Ég veit ekki hvernig matareitranir virka beint, hef verið að reyna lesa mér til um það. En eitthvað hefur það verið. Ég er engin sérfræðingur en get ekki ímyndað mér hvernig til dæmis uppstúfurinn ætti að hafa geta verið sýktur, þetta er bara mjólk, hveiti og smjör. Við erum bara á fullu, dag og nótt að reyna finna út úr þessu,“ segir Herdís. 40% gesta veiktust Herdís segist vita til þess að af 60 manns sem voru í veislunni hafi um 40% þeirra veikst. Einhverjir hafi veikst mjög fljótlega eftir matinn og kastað upp í um klukkustund en aðrir hafi verið veikir lengur. Áætlað var að halda aðra hangikjötsveislu á öðrum degi jóla en um leið og fréttir bárust af veikindum gesta á jóladag var hætt við hana. „Við fórum strax í það um morguninn að afbóka. Við hentum tugum af kjöti, þetta var talsvert tjón.“ Herdís segir þó aldrei annað hafa komið til greina en að taka fulla ábyrgð. „Við endurgreiddum öllum og hættum strax við seinni veisluna. Maður er alveg niðurbrotinn út af þessu.“ Bjart framundan Herdís ætlar þó að herða upp hugann og reyna að láta þetta ekki of mikið á sig fá. Framundan er áramótaveisla á Nostalgíu þar sem allt er upppantað og biðlistar eftir borði. „Það hefur enginn afbókað vegna þessa. Framundan er handbolti og mikið fjör. Við verðum bara að horfa fram á veginn og læra af þessu,“ segir Herdís og slær að lokum á létta strengi. „Verðum við ekki að vona að Bjarni Ben fari að gera einhvern skandal svo þetta gleymist í umræðunni?“ Íslendingar erlendis Jólamatur Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Íslendingabarinn Nostalgía opnaði árið 2016 og hefur notið mikilla vinsælda. Metnaðarfull jóladagskrá var á staðnum líkt og síðustu ár, meðal annars var boðið upp á skötu-og saltfiskveislu, hátíðarveislu og hangikjöt. Á jóladag virðist eitthvað hafa farið úrskeiðis en fjöldi gesta veiktust í kjölfar hangikjötsveislu á staðnum. Algjörlega miður sín Herdís Hrönn Arnardóttir er eigandi Nostalgíu. Í samtali við fréttastofu segist hún hafa verið algjörlega miður sín síðustu daga vegna málsins. Hún segist fyrst um sinn hafi haldið að sjálft hangikjötið væri orsök veikindanna, að það hafi verið skemmt eða eitthvað misfarist í kælingu. En þegar kona sem borðaði kjúkling þetta kvöld en ekki hangikjöt veiktist líka fóru að renna á Herdísi tvær grímur. Herdís Hrönn ArnardóttirAðsend „Ég veit ekki hvernig matareitranir virka beint, hef verið að reyna lesa mér til um það. En eitthvað hefur það verið. Ég er engin sérfræðingur en get ekki ímyndað mér hvernig til dæmis uppstúfurinn ætti að hafa geta verið sýktur, þetta er bara mjólk, hveiti og smjör. Við erum bara á fullu, dag og nótt að reyna finna út úr þessu,“ segir Herdís. 40% gesta veiktust Herdís segist vita til þess að af 60 manns sem voru í veislunni hafi um 40% þeirra veikst. Einhverjir hafi veikst mjög fljótlega eftir matinn og kastað upp í um klukkustund en aðrir hafi verið veikir lengur. Áætlað var að halda aðra hangikjötsveislu á öðrum degi jóla en um leið og fréttir bárust af veikindum gesta á jóladag var hætt við hana. „Við fórum strax í það um morguninn að afbóka. Við hentum tugum af kjöti, þetta var talsvert tjón.“ Herdís segir þó aldrei annað hafa komið til greina en að taka fulla ábyrgð. „Við endurgreiddum öllum og hættum strax við seinni veisluna. Maður er alveg niðurbrotinn út af þessu.“ Bjart framundan Herdís ætlar þó að herða upp hugann og reyna að láta þetta ekki of mikið á sig fá. Framundan er áramótaveisla á Nostalgíu þar sem allt er upppantað og biðlistar eftir borði. „Það hefur enginn afbókað vegna þessa. Framundan er handbolti og mikið fjör. Við verðum bara að horfa fram á veginn og læra af þessu,“ segir Herdís og slær að lokum á létta strengi. „Verðum við ekki að vona að Bjarni Ben fari að gera einhvern skandal svo þetta gleymist í umræðunni?“
Íslendingar erlendis Jólamatur Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira