Eldflaugum rigndi yfir Úkraínu: „Tilgangslaus villimennska“ Árni Sæberg skrifar 29. desember 2022 22:50 Hér má sjá rústir heimilis sem jafnað var við jörðu í Kænugarði í dag. Roman Hrytsyna/AP Úkraínuher skaut niður meirihluta 69 eldflauga sem Rússlandsher skaut yfir landið í dag. Fjöldi heimila og mikilvægir innviðir skemmdust í árásunum. Loftvarnarflautur ómuðu víða í Úkraínu snemma í morgun. Íbúar borga á borð við Kænugarð, Odessa og Lviv vörðu morgninum í sprengjubyrgjum og í þeirri síðastnefndu olli sprenging rafmagnsleysi í meirihluta borgarinnar. Reuters greinir frá. Í dag var greint frá því að ríflega eitt hundrað eldflaugum hefið verið skotið á Úkraínu í morgun en í tilkynning Úkraínuhers segir að eldflaugarnar hafi verið 69 talsins. Herinn hafi skotið niður 54 þeirra. „Tilgangslaus villimennska. Þetta eru einu orðin sem koma mér til hugar þegar ég sé Rússland skjóta annarri eldflaugaárás á friðsælar úkraínskar borgir rétt fyrir gamlársdag,“ segir Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, á Twitter. Senseless barbarism. These are the only words that come to mind seeing Russia launch another missile barrage at peaceful Ukrainian cities ahead of New Year. There can be no neutrality in the face of such mass war crimes. Pretending to be neutral equals taking Russia s side.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) December 29, 2022 Þá segir hann að hlutleysi standi ekki til boða þegar Rússland fremji slíka fjöldastríðsglæpi. „Að þykjast vera hlutlaus jafngildir því að vera með hliðhollur Rússlandi,“ segir Kuleba. Eyðilögðu mikilvæga innviði Rússlandsher jafnaði minnst átján heimili almennra borgara við jörðu víða um Úkraínu, að því er segir í tilkynningu Úkraínuhers. AP hefur eftir embættismönnum í Kharkív að minnst tveir hafi látist í árásum á borgina í dag. Íbúar Kharkív hafa verið án rafmagns og rennandi vatns í rúmlega hálft ár. Hér má sjá einn þeirra, Svetlönu, sækja sér vatn í fötur.Evgeniy Maloletka/AP Þá segir í tilkynningu varnarmálaráðuneytis Úkraínu að minnst tíu byggingar, mikilvægar innviðum landsins, hafi verið eyðilagðar. Þar ber helst að nefna rafstöð í Lviv en Andriy Sadovyi, borgarstjóri borgarinnar, sagði á Telegram að ríflega 90 prósent íbúa væru án rafmagns eftir árásirnar í morgun. Þá sagði Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, á Telegram að líklega muni þurfa að grípa til þess ráðs að skrúfa fyrir rafmagn víða í landinu til þess að koma í veg fyrir skemmdir á flutningskerfinu. Hann segir jafnframt að árás Rússlandshers hafi verið þaulskipulögð og að flugher Úkraínu hafi sýnt ótrúlega hæfileika og skilvirkni við vörn lofthelginnar í morgun. Yfirvöld í Kreml hafa ítrekað neitað árásum á almenna borgar en Úkraínumenn segja daglegar eldflaugaárásir þeirra eyðileggja borgir, bæi og orku- og heilbrigðisinnviði landsins, að því segir í frétt Reuters. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segja yfir hundrað flugskeyti á lofti yfir Úkraínu Loftvarnaflautur eru sagðar hljóma víða um Úkraínu eins og stendur og þá hafa heyrst sprengingar í Kænugarði. Oleksiy Arestovyck, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, sagði í morgun að fleiri en 100 flugskeytum hefði verið skotið á loft af Rússum, í nokkrum bylgjum. 29. desember 2022 07:47 Rússar hæfðu fæðingardeild í Kherson í stórskotaliðsárás Almennir borgarar í Kherson í Úkraínu flýja nú heimili sín unnvörpum en árásir Rússa á borgina hafa færst í vöxt síðustu tvo sólarhringana. 28. desember 2022 14:48 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Loftvarnarflautur ómuðu víða í Úkraínu snemma í morgun. Íbúar borga á borð við Kænugarð, Odessa og Lviv vörðu morgninum í sprengjubyrgjum og í þeirri síðastnefndu olli sprenging rafmagnsleysi í meirihluta borgarinnar. Reuters greinir frá. Í dag var greint frá því að ríflega eitt hundrað eldflaugum hefið verið skotið á Úkraínu í morgun en í tilkynning Úkraínuhers segir að eldflaugarnar hafi verið 69 talsins. Herinn hafi skotið niður 54 þeirra. „Tilgangslaus villimennska. Þetta eru einu orðin sem koma mér til hugar þegar ég sé Rússland skjóta annarri eldflaugaárás á friðsælar úkraínskar borgir rétt fyrir gamlársdag,“ segir Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, á Twitter. Senseless barbarism. These are the only words that come to mind seeing Russia launch another missile barrage at peaceful Ukrainian cities ahead of New Year. There can be no neutrality in the face of such mass war crimes. Pretending to be neutral equals taking Russia s side.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) December 29, 2022 Þá segir hann að hlutleysi standi ekki til boða þegar Rússland fremji slíka fjöldastríðsglæpi. „Að þykjast vera hlutlaus jafngildir því að vera með hliðhollur Rússlandi,“ segir Kuleba. Eyðilögðu mikilvæga innviði Rússlandsher jafnaði minnst átján heimili almennra borgara við jörðu víða um Úkraínu, að því er segir í tilkynningu Úkraínuhers. AP hefur eftir embættismönnum í Kharkív að minnst tveir hafi látist í árásum á borgina í dag. Íbúar Kharkív hafa verið án rafmagns og rennandi vatns í rúmlega hálft ár. Hér má sjá einn þeirra, Svetlönu, sækja sér vatn í fötur.Evgeniy Maloletka/AP Þá segir í tilkynningu varnarmálaráðuneytis Úkraínu að minnst tíu byggingar, mikilvægar innviðum landsins, hafi verið eyðilagðar. Þar ber helst að nefna rafstöð í Lviv en Andriy Sadovyi, borgarstjóri borgarinnar, sagði á Telegram að ríflega 90 prósent íbúa væru án rafmagns eftir árásirnar í morgun. Þá sagði Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, á Telegram að líklega muni þurfa að grípa til þess ráðs að skrúfa fyrir rafmagn víða í landinu til þess að koma í veg fyrir skemmdir á flutningskerfinu. Hann segir jafnframt að árás Rússlandshers hafi verið þaulskipulögð og að flugher Úkraínu hafi sýnt ótrúlega hæfileika og skilvirkni við vörn lofthelginnar í morgun. Yfirvöld í Kreml hafa ítrekað neitað árásum á almenna borgar en Úkraínumenn segja daglegar eldflaugaárásir þeirra eyðileggja borgir, bæi og orku- og heilbrigðisinnviði landsins, að því segir í frétt Reuters.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segja yfir hundrað flugskeyti á lofti yfir Úkraínu Loftvarnaflautur eru sagðar hljóma víða um Úkraínu eins og stendur og þá hafa heyrst sprengingar í Kænugarði. Oleksiy Arestovyck, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, sagði í morgun að fleiri en 100 flugskeytum hefði verið skotið á loft af Rússum, í nokkrum bylgjum. 29. desember 2022 07:47 Rússar hæfðu fæðingardeild í Kherson í stórskotaliðsárás Almennir borgarar í Kherson í Úkraínu flýja nú heimili sín unnvörpum en árásir Rússa á borgina hafa færst í vöxt síðustu tvo sólarhringana. 28. desember 2022 14:48 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Segja yfir hundrað flugskeyti á lofti yfir Úkraínu Loftvarnaflautur eru sagðar hljóma víða um Úkraínu eins og stendur og þá hafa heyrst sprengingar í Kænugarði. Oleksiy Arestovyck, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, sagði í morgun að fleiri en 100 flugskeytum hefði verið skotið á loft af Rússum, í nokkrum bylgjum. 29. desember 2022 07:47
Rússar hæfðu fæðingardeild í Kherson í stórskotaliðsárás Almennir borgarar í Kherson í Úkraínu flýja nú heimili sín unnvörpum en árásir Rússa á borgina hafa færst í vöxt síðustu tvo sólarhringana. 28. desember 2022 14:48