Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2022 00:29 Andrew Tate er mjög svo umdeildur. Skjáskot Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. Fjórmenningarnir verða í haldi lögreglu í minnst sólarhring en rannsókn lögreglunnar hefur staðið yfir frá því í apríl. Rúmenski miðillinn Gandul segir fyrrverandi lögreglukonu vera meðal þeirra sem hafa verið handtekin. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Rúmeníu segir að fjórmenningarnir séu grunaðir um að hafa stofnað hóp sem stundaði skipulagða glæpastarfsemi sem fólst í því að þvinga konur til framleiðslu klámefnis sem dreifa hafi átt á sérstökum áskriftarsíðum á netinu. Lögreglan segir bræðurna grunaða um að hafa tælt konur til Rúmeníu þar sem þeim hafi svo verið haldið gegn vilja þeirra. Þeim hafi verið nauðgað og þær þvingaðar með ofbeldi til að framleiða klám. Búið er að bera kennsl á minnst sex konur sem munu hafa verið fórnarlömb bræðranna. Hér að neðan má sjá myndband sem lögreglan birti í kvöld. Hefur lengi talað niður til kvenna Emory Andrew Tate III fæddist árið 1986 í Chicago í Bandaríkjunum en hann ólst upp í Luton í Englandi. Tate hóf bardagaferil sinn árið 2005 og barðist aðallega í „kick box-i“ en hann var heimsmeistari í íþróttinni árið 2009. Andrew Tate hefur helst verið umdeildur fyrir orðræðu hans í garð kvenna og að ýta undir eitraða karlmennsku. Mikill meirihluti fylgjenda hans á samfélagsmiðlum eru ungir karlmenn og drengir. Hann hefur meðal annars sagt að konur beri að hluta til ábyrgð á því að vera nauðgað og að þær tilheyri karlmönnum. BREAKING: Andrew Tate and brother Tristan arrested in Romania in human trafficking probe pic.twitter.com/b5eaZrErAb— BNO News (@BNONews) December 29, 2022 Fyrr á þessu ári var honum vísað af samfélagsmiðlum Meta og Twitter vegna hegðunar hans en Elon Musk hleypti honum nýverið aftur inn á Twitter. Eftir að Tate flutti til Rúmeníu sagði hann að ein helsta ástæðan fyrir því hefði verið að auðveldara væri að komast undan nauðgunarákærum í Austur-Evrópu. Lögreglan hefur þó verið með mál til rannsóknar frá því í apríl þegar tvær konur sögðu hann hafa haldið þeim gegn vilja þeirra. Þá var gerð húsleit heima hjá bræðrunum en nú hafa þeir verið handteknir vegna þessa máls. Vísir fjallaði ítarlega um Tate í ágúst. Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Fjórmenningarnir verða í haldi lögreglu í minnst sólarhring en rannsókn lögreglunnar hefur staðið yfir frá því í apríl. Rúmenski miðillinn Gandul segir fyrrverandi lögreglukonu vera meðal þeirra sem hafa verið handtekin. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Rúmeníu segir að fjórmenningarnir séu grunaðir um að hafa stofnað hóp sem stundaði skipulagða glæpastarfsemi sem fólst í því að þvinga konur til framleiðslu klámefnis sem dreifa hafi átt á sérstökum áskriftarsíðum á netinu. Lögreglan segir bræðurna grunaða um að hafa tælt konur til Rúmeníu þar sem þeim hafi svo verið haldið gegn vilja þeirra. Þeim hafi verið nauðgað og þær þvingaðar með ofbeldi til að framleiða klám. Búið er að bera kennsl á minnst sex konur sem munu hafa verið fórnarlömb bræðranna. Hér að neðan má sjá myndband sem lögreglan birti í kvöld. Hefur lengi talað niður til kvenna Emory Andrew Tate III fæddist árið 1986 í Chicago í Bandaríkjunum en hann ólst upp í Luton í Englandi. Tate hóf bardagaferil sinn árið 2005 og barðist aðallega í „kick box-i“ en hann var heimsmeistari í íþróttinni árið 2009. Andrew Tate hefur helst verið umdeildur fyrir orðræðu hans í garð kvenna og að ýta undir eitraða karlmennsku. Mikill meirihluti fylgjenda hans á samfélagsmiðlum eru ungir karlmenn og drengir. Hann hefur meðal annars sagt að konur beri að hluta til ábyrgð á því að vera nauðgað og að þær tilheyri karlmönnum. BREAKING: Andrew Tate and brother Tristan arrested in Romania in human trafficking probe pic.twitter.com/b5eaZrErAb— BNO News (@BNONews) December 29, 2022 Fyrr á þessu ári var honum vísað af samfélagsmiðlum Meta og Twitter vegna hegðunar hans en Elon Musk hleypti honum nýverið aftur inn á Twitter. Eftir að Tate flutti til Rúmeníu sagði hann að ein helsta ástæðan fyrir því hefði verið að auðveldara væri að komast undan nauðgunarákærum í Austur-Evrópu. Lögreglan hefur þó verið með mál til rannsóknar frá því í apríl þegar tvær konur sögðu hann hafa haldið þeim gegn vilja þeirra. Þá var gerð húsleit heima hjá bræðrunum en nú hafa þeir verið handteknir vegna þessa máls. Vísir fjallaði ítarlega um Tate í ágúst.
Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira