Yfirrabbíninn í Moskvu hvetur gyðinga til að flýja Rússland Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2022 08:36 Pinchas Goldschmidt neitaði að lýsa yfir stuðningi við innrás Rússa í Úkraínu og flúði land. Getty/Sven Hoppe Rabbíninn Pinchas Goldschmidt hefur hvatt gyðinga búsetta í Rússlandi til að yfirgefa landið á meðan þeir geta. Hann segist óttast að þeir verði gerðir að blórabögglum fyrir þeim erfiðleikum sem Rússland stendur frammi fyrir vegna innrásarinnar í Úkraínu. Goldschmidt var yfirrabbíninn í Moskvu en flúði Rússland eftir að hafa neitað að lýsa yfir stuðningi við innrásina. Í samtali við Guardian segir hann söguna hafa kennt gyðingum að þegar ógn steðjar að hinu pólitíska kerfi í Rússlandi vegna óánægju og reiði almennings, þá freisti ráðamenn þess að beina henni í áttinni að gyðingum. Þetta hafi bæði gerst þegar keisaraveldið leið undir lok og valdatíð Stalíns. „Við erum að horfa upp á aukna gyðingaandúð á sama tíma og Rússland er að hverfa aftur í átt að nýjum Sovétríkjum og smám saman er járntjaldið aftur að fara upp. Þetta er ástæða þess að ég tel best fyrir rússneska gyðinga að yfirgefa landið,“ segir Goldschmidt. Hann segir ástæðu þess að hann hafi flúið land þá að samfélagsleiðtogar hafi verið undir þrýstingi að lýsa yfir stuðningi við innrásina. Þeir sem hefðu ekki gert það hefðu sætt hefndaraðgerðum. Samkvæmt manntali frá árinu 1926 bjuggu 2,6 milljónir gyðinga í Sovétríkjunum það árið, þar af 59 prósent í Úkraínu. Í dag telja gyðingar aðeins 165 þúsund af 145 milljón íbúum Rússlands. Goldschmidt telur að 25 til 30 prósent gyðinga í Rússlandi hafi þegar flúið land eða hyggist flýja land. Það sé hins vegar orðið erfiðara að komast frá landinu, meðal annars vegna ferðabanna sem önnur ríki hafa komið á til að refsa Rússum fyrir innrásina. Rabbíninn telur stórt hlutfall þeirra sem hafa yfirgefið Rússland samfélagsleiðtoga, menntafólk og listamenn. Þessi spekileki muni koma illa niður á rússnesku samfélagi. Stór hluti gyðinga í Úkraínu hafi einnig flúið land og leitað skjóls í Þýskalandi, Austurríki og Rúmeníu. Hér má finna viðtal Guardian við Goldschmidt. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mannréttindi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Goldschmidt var yfirrabbíninn í Moskvu en flúði Rússland eftir að hafa neitað að lýsa yfir stuðningi við innrásina. Í samtali við Guardian segir hann söguna hafa kennt gyðingum að þegar ógn steðjar að hinu pólitíska kerfi í Rússlandi vegna óánægju og reiði almennings, þá freisti ráðamenn þess að beina henni í áttinni að gyðingum. Þetta hafi bæði gerst þegar keisaraveldið leið undir lok og valdatíð Stalíns. „Við erum að horfa upp á aukna gyðingaandúð á sama tíma og Rússland er að hverfa aftur í átt að nýjum Sovétríkjum og smám saman er járntjaldið aftur að fara upp. Þetta er ástæða þess að ég tel best fyrir rússneska gyðinga að yfirgefa landið,“ segir Goldschmidt. Hann segir ástæðu þess að hann hafi flúið land þá að samfélagsleiðtogar hafi verið undir þrýstingi að lýsa yfir stuðningi við innrásina. Þeir sem hefðu ekki gert það hefðu sætt hefndaraðgerðum. Samkvæmt manntali frá árinu 1926 bjuggu 2,6 milljónir gyðinga í Sovétríkjunum það árið, þar af 59 prósent í Úkraínu. Í dag telja gyðingar aðeins 165 þúsund af 145 milljón íbúum Rússlands. Goldschmidt telur að 25 til 30 prósent gyðinga í Rússlandi hafi þegar flúið land eða hyggist flýja land. Það sé hins vegar orðið erfiðara að komast frá landinu, meðal annars vegna ferðabanna sem önnur ríki hafa komið á til að refsa Rússum fyrir innrásina. Rabbíninn telur stórt hlutfall þeirra sem hafa yfirgefið Rússland samfélagsleiðtoga, menntafólk og listamenn. Þessi spekileki muni koma illa niður á rússnesku samfélagi. Stór hluti gyðinga í Úkraínu hafi einnig flúið land og leitað skjóls í Þýskalandi, Austurríki og Rúmeníu. Hér má finna viðtal Guardian við Goldschmidt.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mannréttindi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira