„Auðmjúk og stolt að flagga íslenska fánanum og kynna landið mitt,“ ritar Hrafnhildur í færslu á Instagram síðu Miss Universe Iceland.
Hrafnhildur mun dvelja á Miami fyrstu vikuna þar sem lokaþjálfun og mátanir fara fram og mun því næst halda til New Orleans þar sem lokakvöld keppninnar verður haldið þann 14.janúar næstkomandi.
Í annarri færslu má sjá mynd sem tekin var þegar Hrafnhildur heimsótti leikskóla á Miami þar sem hún las bók fyrir börnin og spjallaði við þau um heima og geima, meðal annars um Ísland og íslenskar jólahefðir.
Þetta er í sjötugasta og fyrsta skipti sem Miss Universe er haldin og munu yfir 80 stúlkur víðsvegar að úr heiminum keppa um titilinn.
Ísland hefur verið hluti af Miss Universe keppninni síðan árið 1956 en hingað til hefur engin íslensk stúlka sigrað keppnina. Besti árangur Ísland hingað til var þegar Anna Geirsdóttir lenti í öðru sæti árið 1962.