Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri maður ársins Telma Tómasson skrifar 31. desember 2022 15:25 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Valið var kunngjört í beinni útsendingu í Kryddsíldinni rétt í þessu. Ljóst er að Ásgeir hefur með ákvörðunum sínum haft gríðarleg áhrif á daglegt líf Íslendinga á árinu. Í upphafi árs var þrátt fyrir Covid og samkomutakmarkanir gott að vera Íslendingur og landinn virtist hafa úr nægu að moða. En það voru teikn á lofti og smám saman fór verðbólgan - stærsta og líklega erfiðasta viðfangsefni ársins - að keyra fram úr hófi, drifin áfram af einkaneyslu, verðhækkunum á húsnæðismarkað, stríði í útlöndum og öðrum innfluttum vanda. Kryddsíld í heild sinni: Tilkynningar um stýrivaxtahækkun hættu að koma á óvart, stigið var á bremsuna aftur og aftur og eyríki í norðri gefin skýr skilaboð: auka aðhald, spara meira og gæta hófstillingar í kjarasamningum að hausti. Allir þyrftu að leggjast á eitt. Já, á kjarasamningsári var tónninn sleginn. Verkalýðshreyfingunni var ekki skemmt. Og samtökum atvinnulífsins ekki heldur. Talað var um hæstráðandi í Seðlabankanum sem vin auðvaldsins - í bankanum væru fjármálahýenur á fóðrum. Seðlabankinn var orðinn verulega svartsýnn og erlendis óttuðust menn heimskreppu. Umdeildustu orð ársins urðu til í þessu árferði, um tíðar tásumyndir frá Tene sem væri vísbending um kröftuga einkaneyslu sem þyrfti að hemja. Mörgum var strokið öfugt. Skiljanlega. Skórinn kreppir enda víða. En var þarna komin skúrkur ársins eða rödd skynseminnar? Við látum framtíðina um að svara því. Maður ársins er umdeildur, feikna umdeildur, en flestir eru þó sammála um að líklega hafi enginn einn Íslendingur haft jafn afgerandi áhrif á líf landsmanna á þessu ári. Hann setti kúrsinn, meðvitaður um þær óvinsældir sem hann myndi skapa sér, hvikaði ekki þrátt fyrir hávær mótmæli og mikla mótspyrnu, óhræddur við að ýta við neysluglöðum, bjóða ríkisvaldinu, hagsmunasamtökum og verkalýðsforystunni birginn, tala beint til þjóðarinnar á mannamáli. Markmiðið skýrt; að sigla þjóðarskútunni á lygnari sjó, snúa dæminu við, hafa betur í baráttunni við verðbólguna, verja lífskjörin. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Maður ársins er Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Fréttir ársins 2022 Seðlabankinn Kryddsíld Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Í upphafi árs var þrátt fyrir Covid og samkomutakmarkanir gott að vera Íslendingur og landinn virtist hafa úr nægu að moða. En það voru teikn á lofti og smám saman fór verðbólgan - stærsta og líklega erfiðasta viðfangsefni ársins - að keyra fram úr hófi, drifin áfram af einkaneyslu, verðhækkunum á húsnæðismarkað, stríði í útlöndum og öðrum innfluttum vanda. Kryddsíld í heild sinni: Tilkynningar um stýrivaxtahækkun hættu að koma á óvart, stigið var á bremsuna aftur og aftur og eyríki í norðri gefin skýr skilaboð: auka aðhald, spara meira og gæta hófstillingar í kjarasamningum að hausti. Allir þyrftu að leggjast á eitt. Já, á kjarasamningsári var tónninn sleginn. Verkalýðshreyfingunni var ekki skemmt. Og samtökum atvinnulífsins ekki heldur. Talað var um hæstráðandi í Seðlabankanum sem vin auðvaldsins - í bankanum væru fjármálahýenur á fóðrum. Seðlabankinn var orðinn verulega svartsýnn og erlendis óttuðust menn heimskreppu. Umdeildustu orð ársins urðu til í þessu árferði, um tíðar tásumyndir frá Tene sem væri vísbending um kröftuga einkaneyslu sem þyrfti að hemja. Mörgum var strokið öfugt. Skiljanlega. Skórinn kreppir enda víða. En var þarna komin skúrkur ársins eða rödd skynseminnar? Við látum framtíðina um að svara því. Maður ársins er umdeildur, feikna umdeildur, en flestir eru þó sammála um að líklega hafi enginn einn Íslendingur haft jafn afgerandi áhrif á líf landsmanna á þessu ári. Hann setti kúrsinn, meðvitaður um þær óvinsældir sem hann myndi skapa sér, hvikaði ekki þrátt fyrir hávær mótmæli og mikla mótspyrnu, óhræddur við að ýta við neysluglöðum, bjóða ríkisvaldinu, hagsmunasamtökum og verkalýðsforystunni birginn, tala beint til þjóðarinnar á mannamáli. Markmiðið skýrt; að sigla þjóðarskútunni á lygnari sjó, snúa dæminu við, hafa betur í baráttunni við verðbólguna, verja lífskjörin. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Maður ársins er Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Fréttir ársins 2022 Seðlabankinn Kryddsíld Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira