„Þau þurftu að skapa sér allt úr því sem þau höfðu hér“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. janúar 2023 16:07 Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, sem þekkir sögu skólans manna best. Magnús Hlynur Hreiðarsson Námið í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað var fyrst til að byrja með tveggja vetra nám í húsmóðurfræðum en þó með mesta áherslu á fög eins og íslensku, dönsku,stærðfræði og matarefnafræði. Einnig var súrkálsgerð kennd. Stúlkur fengu eingöngu inngöngu í skólann á fyrstu árum hans. Hallormsstaðarskóli var fyrst settur 1. nóvember 1930 en það var Sigrún P. Blöndal, sem stofnaði skólann, ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Gísla Magnússyni. Þau hafa alltaf verið miklar fyrirmyndir fyrir skólann. Skólinn var fyrst og fremst byggður af hugsjónafólki, sem mislíkaði hvernig menntastefna landsins var að þróast. Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, þekkir sögu skólans manna best. „Það eru ekki margir, sem vita það að námið hér var tveggja vetra nám í húsmæðrafræðum með mesta áherslu á akademísk fræði. Það var kennd hér íslenska, danska, stærfræði, rekstrarreikningur og bókhald, heilbrigðisfræði, matarefnafræði og bókmenntir og menning. Það var lögð gríðarleg áhersla á að mennta stúlkur en það voru eingöngu stúlkur, sem fengu að koma hingað því þær fengu ekki aðgang að annarri menntun í landinu,“ segir Bryndís. Hallormsstaðarskóli var fyrst settur 1. nóvember 1930 en það var Sigrún P. Blöndal, sem stofnaði skólann, ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Gísla Magnússyni.Aðsend Bryndís segir að stúlkurnar hafi oftast komið af fátækum heimilum og áttu kannski ekki mikil tækifæri í lífinu en með skólagöngu á Hallormsstað hafi heimurinn opnast fyrir þeim og tækifærin fyrir þær hafi verið mikil til að skapa sér nýtt líf. Hún segist enn þá hugsa um kennsluna á fyrstu árum skólans og hvað þau Sigrún og Benedikt voru mögnuð í sínu starfi fyrir skólann. „Þau kenndu hér grænmetisræktun og á vorin voru opin námskeið um hvernig á að rækta grænmeti. Þau kenndu súrkálsgerð, þau kenndu fullnýtingu á öllu í tengslum við sláturtíðina en það verk var meira til að lifa af því í dag erum við orðin svo háð kerfinu, við förum bara út í búð og kaupum það sem við viljum. Þau þurftu að skapa sér allt úr því, sem þau höfðu hér,“ segir Bryndís Fiona enn fremur. Í dag eru 15 nemendur í staðarnámi í skólanum en fjöldinn allur sækir allskonar námskeið á vegum skólans á hverri önn. Múlaþing Skóla - og menntamál Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Hallormsstaðarskóli var fyrst settur 1. nóvember 1930 en það var Sigrún P. Blöndal, sem stofnaði skólann, ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Gísla Magnússyni. Þau hafa alltaf verið miklar fyrirmyndir fyrir skólann. Skólinn var fyrst og fremst byggður af hugsjónafólki, sem mislíkaði hvernig menntastefna landsins var að þróast. Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, þekkir sögu skólans manna best. „Það eru ekki margir, sem vita það að námið hér var tveggja vetra nám í húsmæðrafræðum með mesta áherslu á akademísk fræði. Það var kennd hér íslenska, danska, stærfræði, rekstrarreikningur og bókhald, heilbrigðisfræði, matarefnafræði og bókmenntir og menning. Það var lögð gríðarleg áhersla á að mennta stúlkur en það voru eingöngu stúlkur, sem fengu að koma hingað því þær fengu ekki aðgang að annarri menntun í landinu,“ segir Bryndís. Hallormsstaðarskóli var fyrst settur 1. nóvember 1930 en það var Sigrún P. Blöndal, sem stofnaði skólann, ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Gísla Magnússyni.Aðsend Bryndís segir að stúlkurnar hafi oftast komið af fátækum heimilum og áttu kannski ekki mikil tækifæri í lífinu en með skólagöngu á Hallormsstað hafi heimurinn opnast fyrir þeim og tækifærin fyrir þær hafi verið mikil til að skapa sér nýtt líf. Hún segist enn þá hugsa um kennsluna á fyrstu árum skólans og hvað þau Sigrún og Benedikt voru mögnuð í sínu starfi fyrir skólann. „Þau kenndu hér grænmetisræktun og á vorin voru opin námskeið um hvernig á að rækta grænmeti. Þau kenndu súrkálsgerð, þau kenndu fullnýtingu á öllu í tengslum við sláturtíðina en það verk var meira til að lifa af því í dag erum við orðin svo háð kerfinu, við förum bara út í búð og kaupum það sem við viljum. Þau þurftu að skapa sér allt úr því, sem þau höfðu hér,“ segir Bryndís Fiona enn fremur. Í dag eru 15 nemendur í staðarnámi í skólanum en fjöldinn allur sækir allskonar námskeið á vegum skólans á hverri önn.
Múlaþing Skóla - og menntamál Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira