Áramótaheit og framtíðarmarkmið Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 1. janúar 2023 20:00 Margir strengja áramótaheit, en þeir eru líka margir sem gera það ekki vegna þess að reynslan hefur kennt þeim að lítið verður um efndir þegar á hólminn er komið. Áramótaheit eða framtíðarmarkmið geta verið stór eða smá í sniðum og tilheyrt ýmsum sviðum lífsins. Tökum sem dæmi markmið um að fara í nám, skipta um vinnu, markmið um breytt eða bætt fjölskyldumynstur og svo þessi allra algengustu um að bæta heilsuna í ýmsum útgáfum, til dæmis að borða hollara, fara oftar í ræktina, missa nokkur kíló og svo framvegis. Rifjum aðeins upp hvað varð um áramótaheit liðinna ára? Hvað kom í veg fyrir að þau yrðu að veruleika? Svarið við þessari spurningu er í stuttu máli þær hugsanir og tilfinningar sem kvikna hjá okkur um það erfiði sem bíður okkar. Í huga okkar allra býr úrtöluvél sem dælir út hugsunum á borð við „þetta er of erfitt, ég get þetta aldrei, ég þori ekki að fara úr öryggi núverandi vinnu“. Hugsanir um framtíðina byrja yfirleitt á „hvað ef“ „hvað ef ég ræð ekki við námið, ég er orðin of gömul/gamall til að skipta um starfsvettvang eða skrá mig í nám. Ég hef nú aldrei verið góður í“…..og svona heldur hugurinn áfram að telja úr okkur kjarkinn. Í kjölfar hugsana kvikna svo tilfinningar á borð við áhyggjur, kvíða, ótta, vonleysi og svo mætti lengi telja. Það er mikilvægt að sýna fyrirhyggju og hugsa um hvaða afleiðingar ákvarðanir hafi fyrir okkur. En það er líka gott að minna sig á að hugsanir okkar eru ekki alltaf sannar. Hugsun getur verið sönn eða ósönn en það er mikilvægara að minna sig á hvort hugsunin er hjálpleg eða óhjálpleg? Mun þessi hugsun færa mig nær því lífi sem ég vil lifa? Ef ég hlýði hugsun minni sem gæti verið: „þú ræður ekki við þetta“ mun það þá færa mig nær eða fjær því lífi sem ég vil lifa og þeim markmiðum sem ég hef sett mér? Gott er að minna sig á gildi sín í lífinu og nota þau sem vörður í átt að markmiðum. Ef ég lifi eftir því gildi að lifa heilbrigðu lífi er líklegra að ég styrki mig líkamlega eða missi nokkur kíló. Ef gildi mín í lífinu eru að reyna eitthvað nýtt og fara út fyrir þægindarammann er líklegra að ég skrái mig í námið sem ég hef svo lengi ætlað mér eða skipti um starfsvettvang. Það þarf vart að taka fram að markmið okkar þurfa að vera raunsæ og taka mið af aðstæðum okkar. Einnig að minna sig á „hvað ég væri að gera“ öðruvísi ef ég hefði náð markmiði mínu. Margir setja sér huglæg markmið, „mig langar að verða hamingjusöm/hamingjusamur, ná betri líði o.s.frv. Allt eru þetta eðlileg og skiljanleg markmið en það getur verið gott að hafa í huga hvað þú værir að gera öðruvísi ef þú hefðir náð markmiðinu. Hvað myndi ég gera ef ég væri hamingjusamur, hvað gerir mig hamingjusaman? Kannski er svarið við því að þá væri ég félagslega virkari, hitti oftar fjölskyldumeðlimi, hreyfði mig meira o.s.frv. Síðast en ekki síst er mikilvægt að minna sig á að leiðin að markmiðum er sjaldnast línuleg. Þeir sem vilja minnka magaummál sitt munu falla í freistni á einhverjum tímapunkti. Sá sem hyggur á breytingar á vinnumarkaði mun að líkindum ekki fá fyrsta starfið sem hann sækir um og sá sem byrjar í námi gæti lent í því að falla eða átta sig á að þetta var ekki rétt ákvörðun. Þeir sem náð hafa markmiðum sínum hafa flestir lent í einhverjum kollsteypum en haldið áfram þrátt fyrir það. Sumir kalla þetta seiglu eða þrautseigju sem er nauðsynlegt veganesti. Ég vona að þetta sé gott veganesti inn í nýtt og gæfuríkara ár. Höfundur er sálfræðingur á Sálfræðistofunni Líf og Sál og á Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áramót Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Margir strengja áramótaheit, en þeir eru líka margir sem gera það ekki vegna þess að reynslan hefur kennt þeim að lítið verður um efndir þegar á hólminn er komið. Áramótaheit eða framtíðarmarkmið geta verið stór eða smá í sniðum og tilheyrt ýmsum sviðum lífsins. Tökum sem dæmi markmið um að fara í nám, skipta um vinnu, markmið um breytt eða bætt fjölskyldumynstur og svo þessi allra algengustu um að bæta heilsuna í ýmsum útgáfum, til dæmis að borða hollara, fara oftar í ræktina, missa nokkur kíló og svo framvegis. Rifjum aðeins upp hvað varð um áramótaheit liðinna ára? Hvað kom í veg fyrir að þau yrðu að veruleika? Svarið við þessari spurningu er í stuttu máli þær hugsanir og tilfinningar sem kvikna hjá okkur um það erfiði sem bíður okkar. Í huga okkar allra býr úrtöluvél sem dælir út hugsunum á borð við „þetta er of erfitt, ég get þetta aldrei, ég þori ekki að fara úr öryggi núverandi vinnu“. Hugsanir um framtíðina byrja yfirleitt á „hvað ef“ „hvað ef ég ræð ekki við námið, ég er orðin of gömul/gamall til að skipta um starfsvettvang eða skrá mig í nám. Ég hef nú aldrei verið góður í“…..og svona heldur hugurinn áfram að telja úr okkur kjarkinn. Í kjölfar hugsana kvikna svo tilfinningar á borð við áhyggjur, kvíða, ótta, vonleysi og svo mætti lengi telja. Það er mikilvægt að sýna fyrirhyggju og hugsa um hvaða afleiðingar ákvarðanir hafi fyrir okkur. En það er líka gott að minna sig á að hugsanir okkar eru ekki alltaf sannar. Hugsun getur verið sönn eða ósönn en það er mikilvægara að minna sig á hvort hugsunin er hjálpleg eða óhjálpleg? Mun þessi hugsun færa mig nær því lífi sem ég vil lifa? Ef ég hlýði hugsun minni sem gæti verið: „þú ræður ekki við þetta“ mun það þá færa mig nær eða fjær því lífi sem ég vil lifa og þeim markmiðum sem ég hef sett mér? Gott er að minna sig á gildi sín í lífinu og nota þau sem vörður í átt að markmiðum. Ef ég lifi eftir því gildi að lifa heilbrigðu lífi er líklegra að ég styrki mig líkamlega eða missi nokkur kíló. Ef gildi mín í lífinu eru að reyna eitthvað nýtt og fara út fyrir þægindarammann er líklegra að ég skrái mig í námið sem ég hef svo lengi ætlað mér eða skipti um starfsvettvang. Það þarf vart að taka fram að markmið okkar þurfa að vera raunsæ og taka mið af aðstæðum okkar. Einnig að minna sig á „hvað ég væri að gera“ öðruvísi ef ég hefði náð markmiði mínu. Margir setja sér huglæg markmið, „mig langar að verða hamingjusöm/hamingjusamur, ná betri líði o.s.frv. Allt eru þetta eðlileg og skiljanleg markmið en það getur verið gott að hafa í huga hvað þú værir að gera öðruvísi ef þú hefðir náð markmiðinu. Hvað myndi ég gera ef ég væri hamingjusamur, hvað gerir mig hamingjusaman? Kannski er svarið við því að þá væri ég félagslega virkari, hitti oftar fjölskyldumeðlimi, hreyfði mig meira o.s.frv. Síðast en ekki síst er mikilvægt að minna sig á að leiðin að markmiðum er sjaldnast línuleg. Þeir sem vilja minnka magaummál sitt munu falla í freistni á einhverjum tímapunkti. Sá sem hyggur á breytingar á vinnumarkaði mun að líkindum ekki fá fyrsta starfið sem hann sækir um og sá sem byrjar í námi gæti lent í því að falla eða átta sig á að þetta var ekki rétt ákvörðun. Þeir sem náð hafa markmiðum sínum hafa flestir lent í einhverjum kollsteypum en haldið áfram þrátt fyrir það. Sumir kalla þetta seiglu eða þrautseigju sem er nauðsynlegt veganesti. Ég vona að þetta sé gott veganesti inn í nýtt og gæfuríkara ár. Höfundur er sálfræðingur á Sálfræðistofunni Líf og Sál og á Reykjalundi.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun