Yfir tuttugu þúsund manns hafa skorað á Julian Alvarez að hætta með kærustu sinni Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2023 23:30 Julian Alvarez varð heimsmeistari með Argentínu fyrir jólin og er hér við hlið kærustu sinnar Emilia Ferraro. Vísir/Getty Julian Alvarez stendur í ströngu þessa dagana. Hann skoraði fjögur mörk fyrir heimsmeistara Argentínu á nýliðnu HM í Katar og nú hafa tugþúsundir skrifað undir áskorun þess efnis að hann eigi að slíta sambandinu við kærustu sína til fjögurra ára. Alvarez fékk lengri frítíma eftir heimsmeistaramótið en sneri aftur í leikmannahóp Manchester City fyrir leikinn gegn Everton í gær. Þar byrjaði hann á bekknum en kom inn á fyrir Bernardo Silva á 87.mínútu leiksins án þess að ná að skora. Þessi tuttugu og tveggja ára gamli Argentínumaður er hins vegar í skrýtinni stöðu þessa dagana því rúmlega 20.000 manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að Alvarez eigi að hætta með kærustu sinni til fjögurra ára, Emilia Ferraro. View this post on Instagram A post shared by Julia n Alvarez (@juliaanalvarez) Reiður stuðningsmaður Argentínu setti af stað undirskriftasöfnun á vefsíðunni change.org þar sem áskorunin „Julian, hættu með Mary Jane“ hefur nú þegar safnað 20.000 undirskriftum. „Mary Jane“ er vísun í ástkonu Spiderman en Alvarez er með viðurnefnið „La Arana“ í Argentínu, eða „Köngulóin“. Ástæða þess að undirskriftasöfnunin var sett af stað er sú að á myndbandi sem birtist á dögunum sést hópur ungra stuðningsmanna Argentínu biðja um eiginhandaráritun frá Alvarez en Ferrara, sem sjálf leikur hokký og er með tugþúsundir fylgjenda á Instagram, stoppaði stuðningsmennina ungu af og sagði að aðeins væri í boði að taka hópmynd. Þetta virðist hafa reitt einhverja til reiði, svo mikið að nú eru yfir tuttugu þúsund manns búnir að skrifa undir áskorun til Alvarez að binda endi á samband sitt við Ferrara. Alvarez virðist þó taka þessu af stakri ró því hann birti í gær mynd á Instagram þar sem hann fagnaði komu nýs árs í Manchester ásamt Ferrara. HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Sjá meira
Alvarez fékk lengri frítíma eftir heimsmeistaramótið en sneri aftur í leikmannahóp Manchester City fyrir leikinn gegn Everton í gær. Þar byrjaði hann á bekknum en kom inn á fyrir Bernardo Silva á 87.mínútu leiksins án þess að ná að skora. Þessi tuttugu og tveggja ára gamli Argentínumaður er hins vegar í skrýtinni stöðu þessa dagana því rúmlega 20.000 manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að Alvarez eigi að hætta með kærustu sinni til fjögurra ára, Emilia Ferraro. View this post on Instagram A post shared by Julia n Alvarez (@juliaanalvarez) Reiður stuðningsmaður Argentínu setti af stað undirskriftasöfnun á vefsíðunni change.org þar sem áskorunin „Julian, hættu með Mary Jane“ hefur nú þegar safnað 20.000 undirskriftum. „Mary Jane“ er vísun í ástkonu Spiderman en Alvarez er með viðurnefnið „La Arana“ í Argentínu, eða „Köngulóin“. Ástæða þess að undirskriftasöfnunin var sett af stað er sú að á myndbandi sem birtist á dögunum sést hópur ungra stuðningsmanna Argentínu biðja um eiginhandaráritun frá Alvarez en Ferrara, sem sjálf leikur hokký og er með tugþúsundir fylgjenda á Instagram, stoppaði stuðningsmennina ungu af og sagði að aðeins væri í boði að taka hópmynd. Þetta virðist hafa reitt einhverja til reiði, svo mikið að nú eru yfir tuttugu þúsund manns búnir að skrifa undir áskorun til Alvarez að binda endi á samband sitt við Ferrara. Alvarez virðist þó taka þessu af stakri ró því hann birti í gær mynd á Instagram þar sem hann fagnaði komu nýs árs í Manchester ásamt Ferrara.
HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Sjá meira