Fjölmargir bandarískir fjölmiðlar greindu frá andlátinu um helgina.
Þar er haft eftir umboðsmanni Cahill að hann hafi gengist undir hjartaaðgerð á sjúkrahúsi í Chicago þann 15. desember sem hafi ekki gengið sem skyldi og að hann hafi eftir hana verið í öndunarvél. Hann lést svo síðastliðinn fimmtudag.
Cahill var heimsþekktur þegar hann var fimmtán ára og hóf þá að birta myndbönd af sjálfum sér þar sem hann söng með þekktum lögum.
Eftir að hann varð frægur vann hann með heimsþekktum tónlistarmönnum, meðal annars 50 cent, Ariana Grande, David Guetta og Justin Bieber svo að einhverjir séu nefndir.
Cahill greindist með Maroteaux-Lamys heilkenni þegar hann var eins árs gamall. Er um að ræða arfgengan skjaldkirtilssjúkdóm sem veldur meðal annars dvergvexti og óeðlilegan vöxt beina.