Aldrei fleiri látist í skotárásum í Svíþjóð en árið 2022 Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2023 23:34 Alls voru 45 skotnir til bana á árinu 2021 í Svíþjóð. Árið 2022 létust 63 í slíkum árásum. EPA Aldrei hafa fleiri látist í skotárásum í Svíþjóð á einu og sama árinu og á nýliðnu ári. Alls létust 63 í slíkum árásum á síðasta ári. Sænskir fjölmiðlar sögðu frá því í dag að fjöldinn hafi farið í 63 eftir að ungur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan McDonald‘s-veitingastað í norðvesturhluta höfuðborgarinnar Stokkhólms á gamlársdag. Um er að ræða mikla fjölgun látinna í skotárásum frá árinu 2021 þegar skráð voru 45 slík dauðsföll í landinu. Á síðustu dögum ársins barst fjöldi tilkynninga um einstaka skotárásir og sprengjuárásir í Stokkhólmi. Fjölmiðlar hafa sagt frá því að árásirnar hafi flestar beinst að mönnum sem hafi komið að ýmist ráninu á eða morðinu á rapparanum Einár sem var skotinn til bana í Stokkhólmi síðla árs 2021. Einár var einn vinsælasti tónlistarmaður Svíþjóðar og þekktur fyrir að hafa tengsl við glæpasamtök í höfuðborginni. Honum var rænt árið 2020 og skotinn til bana í október 2021, viku áður en hann átti að bera vitni í málinu gegn þeim mönnum sem rændu honum ári fyrr. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stöðuna grafalvarlega.EPA Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir í færslu á Facebook fyrr í dag að það sé illskiljanlegt að staðan sé þannig að 63 hafi verið skotnir til bana í landinu á einu ári. „Ekkert annað land, sem ekki á í stríði, glímir við þetta.“ Kristersson segir að til samanburðar megi nefna að í Finnlandi hafi tveir verið skotnir til bana á síðasta ári og í Danmörku og Noregi hafi þeir verið fjórir. Nauðsynlegt sé að grípa áfram til markvissra aðgerða til að stemma stigu við þessari þróun. „Þessir menn munu ekki hætta að skjóta hvern annan til bana fyrr en þeir einfaldlega geta það ekki lengur. Þar sem þeir verða læstir inni, þar sem lögreglunni hefur tekist að ná þeim og þar sem dómstólar hafa sakfellt þá,“ segir Kristersson. Svíþjóð Tengdar fréttir Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45 Sænski rapparinn Yasin laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán Sænski rapparinn Yasin er nú laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán sem beindist gegn rapparanum Einár, sem nú er látinn. 28. desember 2021 13:51 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar sögðu frá því í dag að fjöldinn hafi farið í 63 eftir að ungur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan McDonald‘s-veitingastað í norðvesturhluta höfuðborgarinnar Stokkhólms á gamlársdag. Um er að ræða mikla fjölgun látinna í skotárásum frá árinu 2021 þegar skráð voru 45 slík dauðsföll í landinu. Á síðustu dögum ársins barst fjöldi tilkynninga um einstaka skotárásir og sprengjuárásir í Stokkhólmi. Fjölmiðlar hafa sagt frá því að árásirnar hafi flestar beinst að mönnum sem hafi komið að ýmist ráninu á eða morðinu á rapparanum Einár sem var skotinn til bana í Stokkhólmi síðla árs 2021. Einár var einn vinsælasti tónlistarmaður Svíþjóðar og þekktur fyrir að hafa tengsl við glæpasamtök í höfuðborginni. Honum var rænt árið 2020 og skotinn til bana í október 2021, viku áður en hann átti að bera vitni í málinu gegn þeim mönnum sem rændu honum ári fyrr. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stöðuna grafalvarlega.EPA Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir í færslu á Facebook fyrr í dag að það sé illskiljanlegt að staðan sé þannig að 63 hafi verið skotnir til bana í landinu á einu ári. „Ekkert annað land, sem ekki á í stríði, glímir við þetta.“ Kristersson segir að til samanburðar megi nefna að í Finnlandi hafi tveir verið skotnir til bana á síðasta ári og í Danmörku og Noregi hafi þeir verið fjórir. Nauðsynlegt sé að grípa áfram til markvissra aðgerða til að stemma stigu við þessari þróun. „Þessir menn munu ekki hætta að skjóta hvern annan til bana fyrr en þeir einfaldlega geta það ekki lengur. Þar sem þeir verða læstir inni, þar sem lögreglunni hefur tekist að ná þeim og þar sem dómstólar hafa sakfellt þá,“ segir Kristersson.
Svíþjóð Tengdar fréttir Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45 Sænski rapparinn Yasin laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán Sænski rapparinn Yasin er nú laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán sem beindist gegn rapparanum Einár, sem nú er látinn. 28. desember 2021 13:51 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07
Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45
Sænski rapparinn Yasin laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán Sænski rapparinn Yasin er nú laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán sem beindist gegn rapparanum Einár, sem nú er látinn. 28. desember 2021 13:51