Trump hafði tekjur í fjölda landa á meðan hann var forseti Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2023 12:20 Donald Trump háði hetjulega baráttu fyrir dómstólum um árabil til að koma í veg fyrir að skattskýrslur hans yrðu opinberar. AP/Andrew Harnik Skattskýrslur Donalds Trump sýna að hann hafði tekjur í á öðrum tug landa á meðan hann var forseti Bandaríkjanna og að hann átti bankareikning í Kína. Trump greiddi enga alríkisskatta síðasta ár sitt sem forseti. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings birti skattskýrslur Trump sex ár aftur í tímann á föstudag. Birting þeirra var eitt síðasta verk demókrata í meirihluta í deildinni en nýtt þing undir stjórn repúblikana tekur nú við. Þingið háði áralanga baráttu fyrir dómstólum til að fá aðgang að gögnunum sem Trump neitaði að birta sjálfur þegar hann bauð sig fram til forseta. Þar með braut hann áratugalanga hefð fyrir því að að forsetaframbjóðendur birti skattskýrslur sínar í þágu gegnsæis. Á meðal þess sem kemur í ljós í gögnunum er að Trump átti ríkra fjárhagslegra hagsmuna að gæta erlendis sem hefðu getað valdið hagsmunaárekstrum þegar hann var forseti. Þannig var bankareikningur í Kína sem Trump fullyrti að hann hefði lokað þegar hann bauð sig fyrst fram opinn fram á 2017. Trump gaf upp tekjur sem hann hafði í fjölda ríkja, þar á meðal Kanada og Bretlandi en einnig ríkjum eins og Aserbaídsjan, Indlandi, Tyrklandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og víðar. Fyrrverandi forsetinn á meðal annars golfvelli á Skotlandi og Írlandi og ljáði lúxushótelum í Panama og Kanada nafn sitt. Þrátt fyrir að Trump hafi eftirlátið sonum sínum stjórn á fyrirtæki sínu á meðan hann var forseti hélt hann áfram að eiga það og njóta ávaxta þess. AP-fréttastofan segir að svo virðist sem að Trump hafi verið búinn að loka öllum erlendum bankareikningum sínum utan Bretlands árið 2018. Greiddi engan tekjuskatt árið 2020 Umsvif Trump utan landsteina Bandaríkjanna voru slík að árið 2016 sagði hann bandaríska skattinum að hann hefði greitt 1,2 milljónir dollara, jafnvirði meira en 170 milljóna íslenskra króna, í skatta erlendis á sama tíma og hann greiddi aðeins 750 dollara, jafnvirði tæpra 107 þúsund íslenskra króna, í alríkistekjuskatt heima fyrir. Ástæðan fyrir því að skattgreiðslur Trump í Bandaríkjunum voru svo lágar var að skattkerfið þar gerði honum kleift að nýta sér afslætti og smugur sem almennum skattgreiðendum standa ekki til boða. Með því að gefa upp milljóna dollara tap af fleiri en 150 einkafyrirtækjum komst hann alfarið hjá því að greiða tekjuskatt til alríkisstjórnarinnar árið 2020. Skattanefnd fulltrúadeildarinnar kallaði eftir rannsókn á því hvort að allt tapið sem Trump notaði til þess að komast hjá skattgreiðslum hafi átt við rök að styðjast. Þannig hét eitt fjölmargra fyrirtækja sem hann átti „Óbætt útgjöld“. Þá afskrifaði eitt fyrirtækja hans hátt í hálfa milljón dollara, yfir sextíu milljónir króna, vegna gjafakorta sem það tók við sem greiðslu. Undirskriftir Donalds og Melaniu Trump á skattskýrslu fyrir árið 2016, árið sem Trump var kjörinn forseti.AP/Jon Elswick Birtingin „tvíeggja sverð“ Trump brást ókvæða við birtingu upplýsinganna sem hann barðist svo lengi gegn að yrðu opinberar. Varaði hann demókrata við því að hún væri tvíeggja sverð. Repúblikanar hafa sagt það slæmt fordæmi að birta skattskýrslur fyrrverandi forseta. Næst gæti þingið seilst til þess að birta upplýsingar um fjármál hæstaréttardómara eða verkalýðsleiðtoga. Demókratar hafa aftur á móti lagt fram frumvarp um að öllum forsetaframbjóðendum verði gert skylt að birta skattskýrslur sínar. Nær óhugsandi er að það verði að lögum eftir að repúblikanar taka við völdum í þessari viku. Erfitt verður fyrir repúblikana að ná sér niður á demókrötum með því að birta skattskýrslur Joes Biden forseta þar sem hann birti upplýsingar um fjármál sín 22 ár aftur í tímann þegar hann bauð sig fram til forseta. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Skattskýrslur Trump birtar á föstudag Donald Trump var á sínum tíma fyrsti forsetaframbjóðandinn í Bandaríkjunum svo áratugum skiptir sem gerði ekki skattskýrslur sínar opinberar í kosningabaráttu, hvorki 2016 né 2020. Að sögn AP verða skattskýrslurnar hins vegar gerðar opinberar næstkomandi föstudag að sögn talsmanns þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 28. desember 2022 07:48 Trump sagður hafa kveikt uppreisnarbálið Ábyrgðin á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í fyrra er á herðum eins manns: Trumps sjálfs. Þetta er niðurstaða þingnefndar sem rannsakaði árásina. Hún mælir með því að Trump verði bannað að gegna opinberu embætti aftur. 23. desember 2022 09:10 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings birti skattskýrslur Trump sex ár aftur í tímann á föstudag. Birting þeirra var eitt síðasta verk demókrata í meirihluta í deildinni en nýtt þing undir stjórn repúblikana tekur nú við. Þingið háði áralanga baráttu fyrir dómstólum til að fá aðgang að gögnunum sem Trump neitaði að birta sjálfur þegar hann bauð sig fram til forseta. Þar með braut hann áratugalanga hefð fyrir því að að forsetaframbjóðendur birti skattskýrslur sínar í þágu gegnsæis. Á meðal þess sem kemur í ljós í gögnunum er að Trump átti ríkra fjárhagslegra hagsmuna að gæta erlendis sem hefðu getað valdið hagsmunaárekstrum þegar hann var forseti. Þannig var bankareikningur í Kína sem Trump fullyrti að hann hefði lokað þegar hann bauð sig fyrst fram opinn fram á 2017. Trump gaf upp tekjur sem hann hafði í fjölda ríkja, þar á meðal Kanada og Bretlandi en einnig ríkjum eins og Aserbaídsjan, Indlandi, Tyrklandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og víðar. Fyrrverandi forsetinn á meðal annars golfvelli á Skotlandi og Írlandi og ljáði lúxushótelum í Panama og Kanada nafn sitt. Þrátt fyrir að Trump hafi eftirlátið sonum sínum stjórn á fyrirtæki sínu á meðan hann var forseti hélt hann áfram að eiga það og njóta ávaxta þess. AP-fréttastofan segir að svo virðist sem að Trump hafi verið búinn að loka öllum erlendum bankareikningum sínum utan Bretlands árið 2018. Greiddi engan tekjuskatt árið 2020 Umsvif Trump utan landsteina Bandaríkjanna voru slík að árið 2016 sagði hann bandaríska skattinum að hann hefði greitt 1,2 milljónir dollara, jafnvirði meira en 170 milljóna íslenskra króna, í skatta erlendis á sama tíma og hann greiddi aðeins 750 dollara, jafnvirði tæpra 107 þúsund íslenskra króna, í alríkistekjuskatt heima fyrir. Ástæðan fyrir því að skattgreiðslur Trump í Bandaríkjunum voru svo lágar var að skattkerfið þar gerði honum kleift að nýta sér afslætti og smugur sem almennum skattgreiðendum standa ekki til boða. Með því að gefa upp milljóna dollara tap af fleiri en 150 einkafyrirtækjum komst hann alfarið hjá því að greiða tekjuskatt til alríkisstjórnarinnar árið 2020. Skattanefnd fulltrúadeildarinnar kallaði eftir rannsókn á því hvort að allt tapið sem Trump notaði til þess að komast hjá skattgreiðslum hafi átt við rök að styðjast. Þannig hét eitt fjölmargra fyrirtækja sem hann átti „Óbætt útgjöld“. Þá afskrifaði eitt fyrirtækja hans hátt í hálfa milljón dollara, yfir sextíu milljónir króna, vegna gjafakorta sem það tók við sem greiðslu. Undirskriftir Donalds og Melaniu Trump á skattskýrslu fyrir árið 2016, árið sem Trump var kjörinn forseti.AP/Jon Elswick Birtingin „tvíeggja sverð“ Trump brást ókvæða við birtingu upplýsinganna sem hann barðist svo lengi gegn að yrðu opinberar. Varaði hann demókrata við því að hún væri tvíeggja sverð. Repúblikanar hafa sagt það slæmt fordæmi að birta skattskýrslur fyrrverandi forseta. Næst gæti þingið seilst til þess að birta upplýsingar um fjármál hæstaréttardómara eða verkalýðsleiðtoga. Demókratar hafa aftur á móti lagt fram frumvarp um að öllum forsetaframbjóðendum verði gert skylt að birta skattskýrslur sínar. Nær óhugsandi er að það verði að lögum eftir að repúblikanar taka við völdum í þessari viku. Erfitt verður fyrir repúblikana að ná sér niður á demókrötum með því að birta skattskýrslur Joes Biden forseta þar sem hann birti upplýsingar um fjármál sín 22 ár aftur í tímann þegar hann bauð sig fram til forseta.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Skattskýrslur Trump birtar á föstudag Donald Trump var á sínum tíma fyrsti forsetaframbjóðandinn í Bandaríkjunum svo áratugum skiptir sem gerði ekki skattskýrslur sínar opinberar í kosningabaráttu, hvorki 2016 né 2020. Að sögn AP verða skattskýrslurnar hins vegar gerðar opinberar næstkomandi föstudag að sögn talsmanns þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 28. desember 2022 07:48 Trump sagður hafa kveikt uppreisnarbálið Ábyrgðin á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í fyrra er á herðum eins manns: Trumps sjálfs. Þetta er niðurstaða þingnefndar sem rannsakaði árásina. Hún mælir með því að Trump verði bannað að gegna opinberu embætti aftur. 23. desember 2022 09:10 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Skattskýrslur Trump birtar á föstudag Donald Trump var á sínum tíma fyrsti forsetaframbjóðandinn í Bandaríkjunum svo áratugum skiptir sem gerði ekki skattskýrslur sínar opinberar í kosningabaráttu, hvorki 2016 né 2020. Að sögn AP verða skattskýrslurnar hins vegar gerðar opinberar næstkomandi föstudag að sögn talsmanns þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 28. desember 2022 07:48
Trump sagður hafa kveikt uppreisnarbálið Ábyrgðin á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í fyrra er á herðum eins manns: Trumps sjálfs. Þetta er niðurstaða þingnefndar sem rannsakaði árásina. Hún mælir með því að Trump verði bannað að gegna opinberu embætti aftur. 23. desember 2022 09:10