Sinna fræðslu um skaðsemi flugelda óháð hvað björgunarsveitir selja Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 2. janúar 2023 13:07 Loftgæðin minnka hratt á gamlárskvöld þegar flugeldarnir springa hver á fætur öðrum yfir landinu. Vísir/Egill Forstjóri Umhverfisstofnunar segir stofnunina eiga að sinna fræðsluhlutverki varðandi loftgæði vegna flugelda. Formaður Landsbjargar segir herferð stofnunarinnar nú fyrir áramót hafa komið aftan að björgunarsveitunum og niður á flugeldasölu. Það hefur verið hefð fyrir því á íslandi að almenningur kveðji gamla árið á nýársnótt með flugeldasýningu sem inniheldur tilheyrandi sprengingar og björt ljós. Sá böggull fylgir skammrifi að flugeldarnir fallegu menga andrúmsloftið og hafa mikil áhrif á loftgæði. Umhverfisstofnun ákvað því í aðdraganda áramótanna að hvetja fólk til þess að sleppa flugeldunum og fagna nýju ári á umhverfisvænni hátt. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að útspil umhverfisstofnunar hafa komið sér á óvart. „Þetta svolítið kom aftan að okkur að þeir skyldu fara í þessa herferð svona á þessum tímapunkti allavega,“ segir Orri Rafn. En fundu björgunarsveitarmenn fyrir minni sölu? „Auðvitað svona herferð sem er beint gegn sölunni bara beint. Auðvitað hefur þetta allt áhrif.“ Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að það sé beinlínis hlutverk stofnunarinnar að sinna fræðslu varðandi flugelda. „Já það er gert ráð fyrir í landsáætlun um loftgæði, hreint loft til framtíðar, að stofnunin sinni fræðsluhlutverki meðal annars varðandi flugelda. Einkum þegar stefnir í það að það sé farið yfir heilsuverndarmörk.“ Víða um land má sjá eftirköst flugeldaveislunnar á gamlárskvöld. Rusl sem bíður þess að verða sótt.Vísir/SigurjónÓ Það sé mikilvægt að fylgjast með loftgæðum. Ákveðnir hópar verði að geta treyst á það. „En við erum auðvitað bara að hugsa um viðkvæma hópa sem sagt sem eru með einhverja öndunarfærasjúkdóma og börn og fleiri. og það gæti verið að það væru svona heldur fleiri í þessum hópi núna samhliða og í kjölfar covid,“ segir Sigrún. Umhverfismál Flugeldar Björgunarsveitir Loftgæði Tengdar fréttir „Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Það hefur verið hefð fyrir því á íslandi að almenningur kveðji gamla árið á nýársnótt með flugeldasýningu sem inniheldur tilheyrandi sprengingar og björt ljós. Sá böggull fylgir skammrifi að flugeldarnir fallegu menga andrúmsloftið og hafa mikil áhrif á loftgæði. Umhverfisstofnun ákvað því í aðdraganda áramótanna að hvetja fólk til þess að sleppa flugeldunum og fagna nýju ári á umhverfisvænni hátt. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að útspil umhverfisstofnunar hafa komið sér á óvart. „Þetta svolítið kom aftan að okkur að þeir skyldu fara í þessa herferð svona á þessum tímapunkti allavega,“ segir Orri Rafn. En fundu björgunarsveitarmenn fyrir minni sölu? „Auðvitað svona herferð sem er beint gegn sölunni bara beint. Auðvitað hefur þetta allt áhrif.“ Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að það sé beinlínis hlutverk stofnunarinnar að sinna fræðslu varðandi flugelda. „Já það er gert ráð fyrir í landsáætlun um loftgæði, hreint loft til framtíðar, að stofnunin sinni fræðsluhlutverki meðal annars varðandi flugelda. Einkum þegar stefnir í það að það sé farið yfir heilsuverndarmörk.“ Víða um land má sjá eftirköst flugeldaveislunnar á gamlárskvöld. Rusl sem bíður þess að verða sótt.Vísir/SigurjónÓ Það sé mikilvægt að fylgjast með loftgæðum. Ákveðnir hópar verði að geta treyst á það. „En við erum auðvitað bara að hugsa um viðkvæma hópa sem sagt sem eru með einhverja öndunarfærasjúkdóma og börn og fleiri. og það gæti verið að það væru svona heldur fleiri í þessum hópi núna samhliða og í kjölfar covid,“ segir Sigrún.
Umhverfismál Flugeldar Björgunarsveitir Loftgæði Tengdar fréttir „Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52