Casemiro segir að enski landliðsframherjinn Marcus Rashford hafi komið honum mikið á óvart.
„Ef ég er alveg hreinskilinn þá var ég mjög hissa að uppgötva hversu öflugur leikmaður Rashford er,“ sagði Casemiro.
Casemiro kom til Manchester United frá Real Madrid í haust. Rashford hafði verið að glíma við meiðsli undanfarin ár en hefur fengið endurnýjaða lífdaga eftir að Erik ten Hag tók við liðinu.
„Að mínu mati, ekki síst eftir að hafa kynnast honum á vellinum, þá tel ég að hann hafi alla burði til að verða einn af fimm bestu fótboltamönnum heim,“ sagði Casemiro.
Marcus Rashford hefur skorað 11 mörk í 22 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu þar af 6 mörk í 16 deildarleikjum.
Rashford hefur nú skorað í tveimur leikjum í röð og alls tvö sigurmörk í síðustu fimm leikjum.