Málið snýr að pólska stjörnuframherjanum Robert Lewandowski sem spilaði leikinn. ESPN fjallar um viðbrögð forráðamanna Espanyol.
Lewandowski hafði verið dæmdur í þriggja leikja bann en Barcelona áfrýjaði málinu til spænsk dómstóls sem frestaði síðan banninu á föstudaginn þar til niðurstaða fæst.
Lewandowski spilaði allar níutíu mínúturnar í leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli.
Forráðamenn Espanyol segjast hafa látið dómara leiksins, hinn umdeilda Mateu Lahoz, vita af því að Barcelona væri með ólöglegan leikmann í liði sínu.
Lewandowski var rekinn af velli eftir að hafa fengið tvö gul spjöld í leik á móti Osasuna í nóvember og fékk fyrir það eins leiks bann. Hann fékk hins vegar tvo leik til viðbótar fyrir handbendingar í átta að dómara leiksins þegar hann yfirgaf völinn.
Espanyol president and board are boycotting today's derbi at Camp Nou, angry at Barca pulling legal levers to free Lewandowski to play today... https://t.co/RW6zhFHtvu
— Dermot Corrigan (@dermotmcorrigan) December 31, 2022
Barcelona áfrýjaði banninu og sagði að Lewandowski hafi beint þessu að Xavi Hernandez þjálfara en ekki dómaranum. Þeirri áfrýjun var vísað frá en Börsungar fóru þá með málið fyrir almenna dómstóla við litlar vinsældir nágranna sinna.
Næsti leikur Barcelona er stórleikur á móti Atletico Madrid á sunnudaginn kemur en vita ekki enn hvort að Lewandowski verði þá byrjaður að taka út bannið sitt eða ekki.