Gáttaður á Covid-reglum: „Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. janúar 2023 09:43 Björgvin Páll Gústavsson skilur ekkert í IHF. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson, leikmaður Vals og landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, er afar ósáttur við þær reglur sem verða í gildi á komandi heimsmeistaramóti í handbolta er varða Covid-19. Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að leikmenn yrðu skikkaðir í reglulegar skimanir; áður en mótið hefst, fyrir milliriðil, og fyrir átta liða úrslitin. Greinist menn jákvæðir fara þeir í fimm daga einangrun og mega ekki snúa aftur til móts við liðsfélaga fyrr en þeir greinast neikvæðir fyrir veirunni. @ihf_info are you joking with the covid-19 restrictions for the WC 2023? Are you trying to destroy our sport? Handball friends What to do? We gotta stop this!— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 3, 2023 Björgvin Páll ritaði á Twitter í morgun og merkir Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, í færslunni þar sem segir: „Eruð þið að grínast með þessar Covid-19 takmarkanir fyrir HM 2023? Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar? Handboltavinir… Hvað eigum við að gera? Hvernig komum við í veg fyrir þetta?“ Björgvin Páll er eflaust minnugur síðasta móts, EM í fyrra, þar sem hann sjálfur þurfti að vera í einangrun um hríð, sem og fjölmargir aðrir leikmenn íslenska liðsins. Töluvert var um breytingar á leikmannahópi liðsins á meðan því móti stóð sökum smita innan hópsins. Takmarkanir í gestgjafalöndunum, Svíþjóð og Póllandi, eru litlar sem engar en regluverkið sem um ræðir kemur frá IHF. Svíinn Michael Appelgren segir mótsstjórnir hafa lítið um málið að segja og að þær þurfi að lúta tilskipunum frá alþjóðasambandinu. Íslenski hópurinn kom saman til æfinga í gær og hefur leik gegn Portúgal þann 12. janúar. Ungverjaland og Suður-Kórea eru einnig í riðli Íslands. Liðið spilar tvo æfingaleiki við Þýskaland um komandi helgi í aðdraganda móts. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að leikmenn yrðu skikkaðir í reglulegar skimanir; áður en mótið hefst, fyrir milliriðil, og fyrir átta liða úrslitin. Greinist menn jákvæðir fara þeir í fimm daga einangrun og mega ekki snúa aftur til móts við liðsfélaga fyrr en þeir greinast neikvæðir fyrir veirunni. @ihf_info are you joking with the covid-19 restrictions for the WC 2023? Are you trying to destroy our sport? Handball friends What to do? We gotta stop this!— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 3, 2023 Björgvin Páll ritaði á Twitter í morgun og merkir Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, í færslunni þar sem segir: „Eruð þið að grínast með þessar Covid-19 takmarkanir fyrir HM 2023? Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar? Handboltavinir… Hvað eigum við að gera? Hvernig komum við í veg fyrir þetta?“ Björgvin Páll er eflaust minnugur síðasta móts, EM í fyrra, þar sem hann sjálfur þurfti að vera í einangrun um hríð, sem og fjölmargir aðrir leikmenn íslenska liðsins. Töluvert var um breytingar á leikmannahópi liðsins á meðan því móti stóð sökum smita innan hópsins. Takmarkanir í gestgjafalöndunum, Svíþjóð og Póllandi, eru litlar sem engar en regluverkið sem um ræðir kemur frá IHF. Svíinn Michael Appelgren segir mótsstjórnir hafa lítið um málið að segja og að þær þurfi að lúta tilskipunum frá alþjóðasambandinu. Íslenski hópurinn kom saman til æfinga í gær og hefur leik gegn Portúgal þann 12. janúar. Ungverjaland og Suður-Kórea eru einnig í riðli Íslands. Liðið spilar tvo æfingaleiki við Þýskaland um komandi helgi í aðdraganda móts.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira