„Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2023 09:01 Þótt íslenska þjóðin sé á yfirsnúningi vegna HM í handbolta sem hefst næstu viku fær fátt haggað Guðmundi Guðmundssyni enda farið á nokkur stórmótin á löngum ferli. Hann segir að tilhlökkunin sé samt alltaf til staðar. „Ég er fullur eftirvæntingar eins og örugglega allir leikmenn liðsins. Þetta er spennandi mót en við erum í mjög erfiðum riðli,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi eftir landsliðsæfingu í Safamýrinni. Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu á HM. „Við drengirnir ræddum saman áðan og hjá okkur er þetta gamla klisjan; við tökum einn leik fyrir í einu.“ Eftir gott gengi á EM fyrir ári eru miklar væntingar gerða til íslenska liðsins á HM. Guðmundur biður fólk samt um að fara ekki fram úr sér. „Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu, allir sem að þessu koma. Það er voða auðvelt að tala þetta upp í hæstu hæðir fyrir mót. Ég er ekki vanur því og geri ekki breytingu á því. Ég er vanur að hafa fyrir hlutunum og við þurfum að taka eitt skref í einu. Þessi riðill er mjög snúinn,“ sagði Guðmundur. „Það er fínt ef fólk er með væntingar en við ætlum að vinna þetta mjög faglega og áttum okkur á að við erum að fara í hörkuverkefni.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundur segir að ástandið á íslenska hópnum sé gott. „Það hafa verið undir mismiklu álagi getum við sagt. Sumir hafa verið undir gríðarlegu álagi þannig að við þurfum að huga að því. Að öðru leyti er staðan á hópnum góð. Það eru samt menn sem hafa verið meiddir í aðdragandanum og þurfa að komast á skrið núna. Það er eitthvað sem við vonum að gerist.“ Guðmundur segir að íslenska liðið muni leggja mikla rækt við varnarleikinn fyrir HM. „Það sem er alltaf með landslið, og var síðast, er að ná varnarleiknum í það horf sem þarf að vera og honum þarf að fylgja góð markvarsla,“ sagði Guðmundur. „Ég hef minni áhyggjur af sóknarleiknum. Við höfum mikla sóknargetu. Varnarleikurinn er mjög mikilvægur í nútímahandbolta og við þurfum að ná honum upp.“ Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
„Ég er fullur eftirvæntingar eins og örugglega allir leikmenn liðsins. Þetta er spennandi mót en við erum í mjög erfiðum riðli,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi eftir landsliðsæfingu í Safamýrinni. Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu á HM. „Við drengirnir ræddum saman áðan og hjá okkur er þetta gamla klisjan; við tökum einn leik fyrir í einu.“ Eftir gott gengi á EM fyrir ári eru miklar væntingar gerða til íslenska liðsins á HM. Guðmundur biður fólk samt um að fara ekki fram úr sér. „Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu, allir sem að þessu koma. Það er voða auðvelt að tala þetta upp í hæstu hæðir fyrir mót. Ég er ekki vanur því og geri ekki breytingu á því. Ég er vanur að hafa fyrir hlutunum og við þurfum að taka eitt skref í einu. Þessi riðill er mjög snúinn,“ sagði Guðmundur. „Það er fínt ef fólk er með væntingar en við ætlum að vinna þetta mjög faglega og áttum okkur á að við erum að fara í hörkuverkefni.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundur segir að ástandið á íslenska hópnum sé gott. „Það hafa verið undir mismiklu álagi getum við sagt. Sumir hafa verið undir gríðarlegu álagi þannig að við þurfum að huga að því. Að öðru leyti er staðan á hópnum góð. Það eru samt menn sem hafa verið meiddir í aðdragandanum og þurfa að komast á skrið núna. Það er eitthvað sem við vonum að gerist.“ Guðmundur segir að íslenska liðið muni leggja mikla rækt við varnarleikinn fyrir HM. „Það sem er alltaf með landslið, og var síðast, er að ná varnarleiknum í það horf sem þarf að vera og honum þarf að fylgja góð markvarsla,“ sagði Guðmundur. „Ég hef minni áhyggjur af sóknarleiknum. Við höfum mikla sóknargetu. Varnarleikurinn er mjög mikilvægur í nútímahandbolta og við þurfum að ná honum upp.“ Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira