„Eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. janúar 2023 08:01 Vonast er til að Covid hafi ekki eins mikil áhrif á íslenska hópinn líkt og á EM í fyrra. Vísir/Vilhelm Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir ósætti ríkja við íþyngjandi reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins sem snerta á Covid-19 fyrir komandi heimsmeistaramót karla. Það hefur vakið athygli að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi ákveðið að skylda þá sem að mótinu koma til þess að taka Covid-próf. Greinist leikmaður jákvæður mun hann þurfa að einangra sig í fimm daga. Slíkar reglur voru til að mynda ekki í gildi á HM karla í fótbolta í desember, Evrópumóti kvenna í fótbolta í sumar eða Evrópumóti karla í körfubolta. Ekki voru heldur reglur um slíkt á Evrópumóti kvenna í handbolta í nóvember síðastliðnum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ.Stöð 2 Í því samhengi þykja reglurnar því íþyngjandi. „Svo sannarlega. Í fyrsta lagi eru þessar bólusetningarkröfur, sem við komumst svo sem ágætlega í gegnum þar sem flestir leikmenn og starfsmenn eru tiltölulega vel bólusettir,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, og bætir við: „En það er þessi krafa um PCR-próf og hraðpróf sem er mjög íþyngjandi. Þá sér í lagi þegar kemur inn í mótið. Það er eitthvað sem við höfum miklar áhyggjur af,“ Verða prófaðir í Þýskalandi Íslenska liðið er við æfingar hér heima sem stendur en spilar æfingaleiki við Þýskaland um helgina. Flogið verður í kjölfarið til Svíþjóðar og þar verður fyrsti leikur við Portúgal næsta fimmtudag. En þarf að prófa liðið áður en haldið verður af stað í mótið? „Við prófum liðið í Þýskalandi áður en við förum á mótsstað. Það má svo sem færa rök fyrir því að það sé eðlilegt, að allir séu hreinir þegar þeir koma á leiðarenda,“ „En þegar kemur að þessu, hraðprófum eftir riðilinn og eftir milliriðilinn, þá er það eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum, það verður bara að viðurkennast,“ segir Róbert Geir. Klippa: Róbert Geir um Covid og HM Danir prófuðu sína leikmenn þegar hópur þeirra kom saman á mánudag. Þar greindist einn leikmaður með smit og verður nú einangraður þar til hann skilar af sér neikvæðri niðurstöðu. „Covid er víða, við vitum það. En við vorum að vonast eftir því að þetta yrði með sama hætti og flestar aðrar íþróttagreinar eru að gera þetta. Þar sem er prófað fyrir keppni og gerð mögulega krafa um bólusetningar en þessi próf innan mótsins eru það ekki,“ segir Róbert Geir. Dýrt spaug Kórónuveiran lék íslenska liðið grátt á síðasta Evrópumóti í janúar síðastliðnum. „Það voru tólf manns, þegar verst lét, í einangrun. Við þurftum að kalla inn leikmenn hægri, vinstri og starfsmenn. Þetta er gríðarlega dýrt, það er ekki hlaupið að því að kalla inn leikmenn,“ „Það að þurfa að auka við gistingar og flugkostnað og allt sem því fylgir er kostnaðarsamt. Við vonum svo sannarlega að við sleppum betur í ár, og að við sleppum alveg. En þetta er áhætta að hafa þessi próf yfir sér,“ segir Róbert Geir. Ummæli Róberts má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) HM 2023 í handbolta Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Það hefur vakið athygli að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi ákveðið að skylda þá sem að mótinu koma til þess að taka Covid-próf. Greinist leikmaður jákvæður mun hann þurfa að einangra sig í fimm daga. Slíkar reglur voru til að mynda ekki í gildi á HM karla í fótbolta í desember, Evrópumóti kvenna í fótbolta í sumar eða Evrópumóti karla í körfubolta. Ekki voru heldur reglur um slíkt á Evrópumóti kvenna í handbolta í nóvember síðastliðnum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ.Stöð 2 Í því samhengi þykja reglurnar því íþyngjandi. „Svo sannarlega. Í fyrsta lagi eru þessar bólusetningarkröfur, sem við komumst svo sem ágætlega í gegnum þar sem flestir leikmenn og starfsmenn eru tiltölulega vel bólusettir,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, og bætir við: „En það er þessi krafa um PCR-próf og hraðpróf sem er mjög íþyngjandi. Þá sér í lagi þegar kemur inn í mótið. Það er eitthvað sem við höfum miklar áhyggjur af,“ Verða prófaðir í Þýskalandi Íslenska liðið er við æfingar hér heima sem stendur en spilar æfingaleiki við Þýskaland um helgina. Flogið verður í kjölfarið til Svíþjóðar og þar verður fyrsti leikur við Portúgal næsta fimmtudag. En þarf að prófa liðið áður en haldið verður af stað í mótið? „Við prófum liðið í Þýskalandi áður en við förum á mótsstað. Það má svo sem færa rök fyrir því að það sé eðlilegt, að allir séu hreinir þegar þeir koma á leiðarenda,“ „En þegar kemur að þessu, hraðprófum eftir riðilinn og eftir milliriðilinn, þá er það eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum, það verður bara að viðurkennast,“ segir Róbert Geir. Klippa: Róbert Geir um Covid og HM Danir prófuðu sína leikmenn þegar hópur þeirra kom saman á mánudag. Þar greindist einn leikmaður með smit og verður nú einangraður þar til hann skilar af sér neikvæðri niðurstöðu. „Covid er víða, við vitum það. En við vorum að vonast eftir því að þetta yrði með sama hætti og flestar aðrar íþróttagreinar eru að gera þetta. Þar sem er prófað fyrir keppni og gerð mögulega krafa um bólusetningar en þessi próf innan mótsins eru það ekki,“ segir Róbert Geir. Dýrt spaug Kórónuveiran lék íslenska liðið grátt á síðasta Evrópumóti í janúar síðastliðnum. „Það voru tólf manns, þegar verst lét, í einangrun. Við þurftum að kalla inn leikmenn hægri, vinstri og starfsmenn. Þetta er gríðarlega dýrt, það er ekki hlaupið að því að kalla inn leikmenn,“ „Það að þurfa að auka við gistingar og flugkostnað og allt sem því fylgir er kostnaðarsamt. Við vonum svo sannarlega að við sleppum betur í ár, og að við sleppum alveg. En þetta er áhætta að hafa þessi próf yfir sér,“ segir Róbert Geir. Ummæli Róberts má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) HM 2023 í handbolta Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira