Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Sóttvarnalæknir segir skimanir á landamærum og raðgreiningu vera til skoðunar vegna tilslakana í Kína. Hún segir heilbriðiskerfin í Evrópu nú undir miklu álagi og ekki mega við miklu meira.

Rætt verður við sóttvarnalækni um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Veitingamenn eru farnir að finna fyrir hækkandi hrávöruverði, auknum launakostnaði og hærri áfengisgjöldum á nýju ári og segja rekstrarumhverfi veitingastaða afar slæmt. Veitingamaður skorar á kollega sína að hræðast ekki að hækka verð. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við formann Neytendasamtakanna um verð á bjór en veitingastaðir í mathöllum hafa verið sektaðir fyrir ófullnægjandi verðmerkingar.

Svo skoðum svo ruslfjöllin sem myndast eftir áramót og verðum í beinni frá Bíó Paradís þar sem Veganúar átakið hefst formlega í kvöld, kíkjum á loðnuskip sem er þó ekki á leið á loðnuveiðar og hittum íbúa á Grund sem furða sig á orðavali í nýrri auglýsingaherferð heilsugæslunnar.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×