Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Kristján Már Unnarsson skrifar 3. janúar 2023 22:30 Arnþór Pétursson, skipstjóri á Hákoni EA. Sigurjón Ólason Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Hákon EA frá Grenivík, sem legið hefur bundinn við bryggju í Reykjavík frá 14. desember. Skipverjar voru að gera allt klárt í dag, fyrir kolmunnaveiðar, og stefnt að því að leysa landfestar í kvöld. Þegar við gripum skipstjórann Arnþór Pétursson í spjall var framundan löng sigling: „Já, já. Suður undir skosku lögsöguna. Mér sýndist Færeyingarnir vera þar á veiðum. Þannig við við förum þangað bara. Galvaskir bara,“ segir Arnþór. Skipverjar á Hákoni EA voru að gera klárt á Vogabakka í Sundahöfn í dag.Sigurjón Ólason Aðeins þrír loðnufarmar hafa borist á land á vertíðinni þennan veturinn. Skipin Víkingur, Venus og Beitir lönduðu hvert sínum farmi fyrir miðjan desember, á Vopnafirði og Norðfirði. Skipverjarnir á Hákoni leyndu því að ekki að þeir myndu frekar vilja vera á leið til loðnuveiða. „Jú. Að sjálfsögðu. Að sjálfsögðu. En það er bara ekki nægur kvóti. Þannig að þá byrjum við í kolmunna. Og vonumst eftir meiri kvóta náttúrlega eftir næstu mælingu. Það kemur bara í ljós svo hvað verður úr því.“ -Hundfúlir yfir því að komast ekki strax í loðnuna? „Jú, jú. Verðum við ekki að segja það. En svona er þetta bara,“ svarar Arnþór. Skipstjórinn á Hákoni EA í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í dag.Sigurjón Ólason Og það sama átti við um hin íslensku uppsjávarskipin sem við höfðum spurnir af í dag. Þau voru öll á leið til kolmunnaveiða og ætla að spara sér takmarkaðan loðnukvóta þar til loðnan kemst í sitt verðmætasta ástand. En hvenær býst skipstjórinn á Hákoni við að geta farið í loðnuna? „Vonandi í lok janúar. Ég held að það eigi ekki að fara í næsta leiðangur á loðnu fyrr en eftir 15. janúar. Þannig að það verður enginn meiri kvóti kominn fyrr en í fyrsta lagi í lok janúar.“ -Þannig að þið bara bíðið eftir að Hafró gefi eitthvað meira út? „Já, þá förum við fyrr. Annars förum við svona 10. febrúar, myndi ég giska, til þess að ná í tonnin sem eru útgefin. Frysta á Japan og svo vonandi eitthvað í hrogn.“ Hákon EA að draga saman nótina.Ingi Guðnason Hákon EA á þátt í því að gera Grenvíkinga að kvótahæstu íbúum landsins og skipið er sagt svo stórt að það komist ekki að bryggju í heimahöfn. -Getið þið lagt að bryggju þar? „Nei. Það er bara þannig.“ -Af hverju eiga Grenvíkingar svona stórt skip? „Þeir eru bara svo útsjónarsamir og duglegir,“ svarar skipstjórinn Arnþór Pétursson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Loðnuveiðar Grýtubakkahreppur Reykjavík Tengdar fréttir Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Útgerðir kosta mælingar í von um aukinn loðnukvóta Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, héldu til loðnumælinga eftir hádegi í gær og er gert ráð fyrir að túrinn taki allt að tíu daga. 6. desember 2022 10:43 Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Hákon EA frá Grenivík, sem legið hefur bundinn við bryggju í Reykjavík frá 14. desember. Skipverjar voru að gera allt klárt í dag, fyrir kolmunnaveiðar, og stefnt að því að leysa landfestar í kvöld. Þegar við gripum skipstjórann Arnþór Pétursson í spjall var framundan löng sigling: „Já, já. Suður undir skosku lögsöguna. Mér sýndist Færeyingarnir vera þar á veiðum. Þannig við við förum þangað bara. Galvaskir bara,“ segir Arnþór. Skipverjar á Hákoni EA voru að gera klárt á Vogabakka í Sundahöfn í dag.Sigurjón Ólason Aðeins þrír loðnufarmar hafa borist á land á vertíðinni þennan veturinn. Skipin Víkingur, Venus og Beitir lönduðu hvert sínum farmi fyrir miðjan desember, á Vopnafirði og Norðfirði. Skipverjarnir á Hákoni leyndu því að ekki að þeir myndu frekar vilja vera á leið til loðnuveiða. „Jú. Að sjálfsögðu. Að sjálfsögðu. En það er bara ekki nægur kvóti. Þannig að þá byrjum við í kolmunna. Og vonumst eftir meiri kvóta náttúrlega eftir næstu mælingu. Það kemur bara í ljós svo hvað verður úr því.“ -Hundfúlir yfir því að komast ekki strax í loðnuna? „Jú, jú. Verðum við ekki að segja það. En svona er þetta bara,“ svarar Arnþór. Skipstjórinn á Hákoni EA í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í dag.Sigurjón Ólason Og það sama átti við um hin íslensku uppsjávarskipin sem við höfðum spurnir af í dag. Þau voru öll á leið til kolmunnaveiða og ætla að spara sér takmarkaðan loðnukvóta þar til loðnan kemst í sitt verðmætasta ástand. En hvenær býst skipstjórinn á Hákoni við að geta farið í loðnuna? „Vonandi í lok janúar. Ég held að það eigi ekki að fara í næsta leiðangur á loðnu fyrr en eftir 15. janúar. Þannig að það verður enginn meiri kvóti kominn fyrr en í fyrsta lagi í lok janúar.“ -Þannig að þið bara bíðið eftir að Hafró gefi eitthvað meira út? „Já, þá förum við fyrr. Annars förum við svona 10. febrúar, myndi ég giska, til þess að ná í tonnin sem eru útgefin. Frysta á Japan og svo vonandi eitthvað í hrogn.“ Hákon EA að draga saman nótina.Ingi Guðnason Hákon EA á þátt í því að gera Grenvíkinga að kvótahæstu íbúum landsins og skipið er sagt svo stórt að það komist ekki að bryggju í heimahöfn. -Getið þið lagt að bryggju þar? „Nei. Það er bara þannig.“ -Af hverju eiga Grenvíkingar svona stórt skip? „Þeir eru bara svo útsjónarsamir og duglegir,“ svarar skipstjórinn Arnþór Pétursson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Loðnuveiðar Grýtubakkahreppur Reykjavík Tengdar fréttir Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Útgerðir kosta mælingar í von um aukinn loðnukvóta Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, héldu til loðnumælinga eftir hádegi í gær og er gert ráð fyrir að túrinn taki allt að tíu daga. 6. desember 2022 10:43 Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Sjá meira
Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24
Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20
Útgerðir kosta mælingar í von um aukinn loðnukvóta Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, héldu til loðnumælinga eftir hádegi í gær og er gert ráð fyrir að túrinn taki allt að tíu daga. 6. desember 2022 10:43
Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49