Starfsfólk sendiráðsins á sjúkrahús vegna grunsamlegrar sendingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2023 14:17 Frá vettvangi núna upp úr klukkan 14:30. Vísir/Vilhelm Starfsfólk bandaríska sendiráðsins við Engjateig var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis eftir að það handlék grunsamlega sendingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkvilið var kallað til vegna sendingarinnar. Töluverður viðbúnaður var fyrir utan sendiráðið um miðjan dag. Lögreglumenn og sérveitarmenn fylgdust með þegar slökkviliðsmenn í hlífðarbúningum aðhöfðust við innganginn. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra segir að viðbragðið hafi verið vegna sendingar sem starfsfólk sendiráðsins handlék. Farið hafi verið eftir sérstöku verklagi og sendingin fjarlægð. Upplýsingafulltrúi sendiráðsins segir Vísi að grunsamleg sending hafi borist. Starfsfólkinu varð ekki meint af, að sögn lögreglu, en var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis. Lögregla rannsakar innihald sendingarinnar. Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúi í sendiráðinu, segir alla í sendiráðinu hafa haldið ró sinni vegna málsins. Upphafleg fréttin af vettvangi er hér fyrir neðan: Fjöldi lögreglumanna stendur nú vaktina við bandaríska sendiráðið við Engjateig í Reykjavík. Upplýsingafulltrúi sendiráðsins segir atvik hafa komið upp sem hafi kallað á aðkomu lögreglu. Fulltrúar lögreglu og slökkviliðs eru á vettvangi og nokkur fjöldi manna er klæddur í hlífðargalla og með grímur. Umferð um Engjateig hefur verið lokað. Gestir á Hilton hóteli, gegnt sendiráðinu, fylgjast með út um gluggann og gangandi vegfarendur sömuleiðis. Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúi í sendiráðinu, segir í samtali við fréttastofu að atvik hafi komið upp fyrir utan sendiráðið sem leiddi til þess að ákveðið hefði verið að kalla til lögreglu. Málið væri í skoðun og hann gæti lítið tjáð sig um málið. Lögregla hefði tekið ákvörðun um að loka götunni. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan.
Töluverður viðbúnaður var fyrir utan sendiráðið um miðjan dag. Lögreglumenn og sérveitarmenn fylgdust með þegar slökkviliðsmenn í hlífðarbúningum aðhöfðust við innganginn. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra segir að viðbragðið hafi verið vegna sendingar sem starfsfólk sendiráðsins handlék. Farið hafi verið eftir sérstöku verklagi og sendingin fjarlægð. Upplýsingafulltrúi sendiráðsins segir Vísi að grunsamleg sending hafi borist. Starfsfólkinu varð ekki meint af, að sögn lögreglu, en var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis. Lögregla rannsakar innihald sendingarinnar. Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúi í sendiráðinu, segir alla í sendiráðinu hafa haldið ró sinni vegna málsins. Upphafleg fréttin af vettvangi er hér fyrir neðan: Fjöldi lögreglumanna stendur nú vaktina við bandaríska sendiráðið við Engjateig í Reykjavík. Upplýsingafulltrúi sendiráðsins segir atvik hafa komið upp sem hafi kallað á aðkomu lögreglu. Fulltrúar lögreglu og slökkviliðs eru á vettvangi og nokkur fjöldi manna er klæddur í hlífðargalla og með grímur. Umferð um Engjateig hefur verið lokað. Gestir á Hilton hóteli, gegnt sendiráðinu, fylgjast með út um gluggann og gangandi vegfarendur sömuleiðis. Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúi í sendiráðinu, segir í samtali við fréttastofu að atvik hafi komið upp fyrir utan sendiráðið sem leiddi til þess að ákveðið hefði verið að kalla til lögreglu. Málið væri í skoðun og hann gæti lítið tjáð sig um málið. Lögregla hefði tekið ákvörðun um að loka götunni. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan.
Lögreglumál Bandaríkin Reykjavík Sendiráð á Íslandi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira