Sólveig Anna reiknar með að Efling geri gagntilboð Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. janúar 2023 15:16 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór fyrir samninganefnd Eflingar á fundinum í dag. Vísir/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að samninganefnd stéttarfélagsins muni nú leggjast yfir samningstilboð Samtaka atvinnulífsins um gerð nýs kjarasamnings sem lagt var fram í dag. Hún reiknar með því að SA verði gert gagntilboð. Samninganefndir Eflingar og SA hittust á fundi í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Þar gerði samninganefnd Samtaka atvinnulífsins Eflingu tilboð um gerð kjarasamnings sem væri efnislega samhljóða samningnum sem samtökin gerðu við Starfsgreinasambandið á dögunum. Hægt væri að ræða aðlögun að þörfum Eflingarfólks en það yrði þó að vera innan ramma umrædds samnings sem gerður var við SGS. Að loknum fundi ræddi Sólveig Anna, við Lillý Valgerði Pétursdóttur, fréttakonu, þar sem hún sagði að tilboðið SA yrði nú skoðað. „Niðurstaðan var að okkur var afhent tilboð sem við munum núna bara skoða og svara innan skamms. Við svona fljóta yfirferð getum við ekki betur séð en að það sé raunverulega ekkert nýtt þarna. Það sé bara verið að leggja til nákvæmlega það sama,“ sagði Sólveig Anna. Klippa: Sólveig Anna reiknar með gagntilboði Eftir að tilboð var lagt fram réði samninganefnd Eflingar ráðum sínum, fór snögglega yfir tilboð SA og ákvað að fara betur yfir tilboðið í góðu tómi. Fundi var því næst slitið. Sólveig Anna segist reikna með að SA verði gert gagntilboð. „Við höfum unnið þannig að við gerum þá gagntilboð. Ég reikna þá með því að það verði niðurstaðan en nú, eins og ég segi, á samninganefnd eftir að fara yfir þetta þannig að ég get ekki svarað meiru á þessari stundu,“ sagði Sólveig Anna. Hún reiknar með að yfirferðin yfir tilboðið taki ekki langan tíma, aðspurð um næstu skref. „Við erum nú svona fremur rösk, fljót að vinna þannig að ég held að það taki ekkert mjög langan tíma.“ Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Tengdar fréttir Lögðu fram samningstilboð til Eflingar Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. 4. janúar 2023 14:09 Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Samninganefndir Eflingar og SA hittust á fundi í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Þar gerði samninganefnd Samtaka atvinnulífsins Eflingu tilboð um gerð kjarasamnings sem væri efnislega samhljóða samningnum sem samtökin gerðu við Starfsgreinasambandið á dögunum. Hægt væri að ræða aðlögun að þörfum Eflingarfólks en það yrði þó að vera innan ramma umrædds samnings sem gerður var við SGS. Að loknum fundi ræddi Sólveig Anna, við Lillý Valgerði Pétursdóttur, fréttakonu, þar sem hún sagði að tilboðið SA yrði nú skoðað. „Niðurstaðan var að okkur var afhent tilboð sem við munum núna bara skoða og svara innan skamms. Við svona fljóta yfirferð getum við ekki betur séð en að það sé raunverulega ekkert nýtt þarna. Það sé bara verið að leggja til nákvæmlega það sama,“ sagði Sólveig Anna. Klippa: Sólveig Anna reiknar með gagntilboði Eftir að tilboð var lagt fram réði samninganefnd Eflingar ráðum sínum, fór snögglega yfir tilboð SA og ákvað að fara betur yfir tilboðið í góðu tómi. Fundi var því næst slitið. Sólveig Anna segist reikna með að SA verði gert gagntilboð. „Við höfum unnið þannig að við gerum þá gagntilboð. Ég reikna þá með því að það verði niðurstaðan en nú, eins og ég segi, á samninganefnd eftir að fara yfir þetta þannig að ég get ekki svarað meiru á þessari stundu,“ sagði Sólveig Anna. Hún reiknar með að yfirferðin yfir tilboðið taki ekki langan tíma, aðspurð um næstu skref. „Við erum nú svona fremur rösk, fljót að vinna þannig að ég held að það taki ekkert mjög langan tíma.“
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Tengdar fréttir Lögðu fram samningstilboð til Eflingar Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. 4. janúar 2023 14:09 Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Lögðu fram samningstilboð til Eflingar Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. 4. janúar 2023 14:09
Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16